Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 43
 • 11 Hvernig er hægt að elska japanskan „rol- eplay“-leik á borð við Final Fantasy XIII? Leikurinn safnar saman hóp af virkilega pirr- andi persónum með furðulegar hárgreiðslur og lætur þær hlaupa um í heimi sem er svo ruglingslegur að honum fylgir alfræðiorða- bók, grínlaust. Allt sem einkennir japanskan „roleplay“- leik er hér til staðar. Stórbrjósta táningsstelpur sem sjá ekkert nema hvolpa og regnboga, vælandi stelpu- strákar með ödipusarduld og þöglar hetjur sem eru síðan mjúkar inn við beinið. Þrátt fyrir þetta er ekki annað hægt en að hrífast af FF XIII. Leikurinn lítur mjög vel út og draumaver- öldin sem er sköpuð í leiknum er undraverð, en illskiljanleg. Bardagakerfi leiksins, eftir að menn ná loks fullum tökum á því, er hnitmiðað og þægilegt í notkun og leikurinn mun endast mönnum töluvert lengi. Þó svo að leikurinn sé full lengi að komast á flug er vel hægt að hafa gaman af honum, svo lengi sem maður höndlar allar persónurnar, dramað og vitleysuna. Viggó I.J. GRAFÍK HLJÓÐ SPILUN NIÐURSTAÐA ENDING FINAL FANTASY XIII 5/5 4/5 4/5 3/5 4/5 HEILLANDI EN RUGLINGSLEG FANTASÍA ÓVENJULEGT Ekki einu sinni flugvélarnar í Final Fant- asy XIII eru venjulegar. UR SUKKIÐ ELLEFAN BAKKUS ENBERG SÓDÓMA Gefur til kynna að frægt fólk snigli sér fram fyrir röð á þessum stað. Rokktónlist, sviti og/eða svört föt. Brúnka, ljóst hár og mínípils er alls ráðandi, semsagt fullt af skinkum og hnakkarnir fylgja með. Þessi staður er opinn lengi. Ef þú vilt að öfug kynhneigð þín rími við aðra gesti staðarins. Þarna má finna gesti í eldri kantinum. Miklar líkur á því að þú gangir inn og hljóm- sveit sé að spila. Einstæðir feður, komnir af léttasta skeiði sækja þennan stað og reyna við kærustuna þína. Treflarnir eru þarna en drekka eitthvað annað en latte. Athugið að kortið er til glöggvunar. Staðirnir eru ekki nákvæmlega staðsettir. Hip hop tónlist, bling og hangandi buxur. Laugavegur 56 I 101 Reykjavík I www.nikitaclothing.com Cr ys ta l d re ss I C at w om an le gg in gs Ævintýri Bad Company- hópsins halda áfram í þessu framhaldi af samnefndum leik frá 2008. Meðlimir hóps- ins samanstanda af fjórum málaliðum sem passa hvergi inn nema hver með öðrum, enda skrautlegur hópur manna. Í leiknum berst hópurinn gegn rússneskum málaliðum í Suður-Ameríku. Fyrri leikurinn einkenndist af húmor, frábærum verk- efnum og þeim eiginleika að geta skemmt veggi inn í húsum, og er framhald- ið meira af hinu sama. Að því undanskildu að núna getur spilarinn nýtt húsin til þess að fella stóra hópa af andstæðingum með því að gereyða húsum. Ólíkt skotbardögunum í sambærilegum leikjum, eins og Call of Duty, þá er bardagavöllurinn í Bad Company þinn. Þú ræður hvernig þú vinnur úr að- stæðunum, að því leyti að ef þú vilt komast aftan að hópi andstæðinga, þá gerir þú einfaldlega gat í gegnum nokkur hús, og voila! þú ert kominn í bakið á þeim. Þessi taktík gerir skotbardagana fjölbreytta og skemmtilega. Það þreytist seint að leika sér að beita nýrri taktík í hvert skipti eftir að manni mistekst sú fyrri. Þeir spilarar sem spiluðu Battlefield: Bad Company fá meira af hinu sama, sem er í minni bók, meira en kærkomið. Frábær verkefni, spennandi og krefjandi skot- bardagar og dass af góðum húmor er góð blanda sem hægt er að mæla með. Vignir Jón Vignisson HÚMOR OG KREFJANDI SKOTBARDAGAR FJÖLBREYTTUR LEIKUR Þú ræður hvernig þú vinnur úr aðstæðunum í Bad Company 2. GRAFÍK HLJÓÐ SPILUN NIÐURSTAÐA ENDING BAD COMP- ANY 2 4/5 4/5 4/5 5/5 4/5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.