Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 26
PITSUR PITSUDAGUR er haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum á hverju ári. Dagurinn er í október og hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 1987. Egill segir lítið mál að laga sig að því að vera án eldhúss. Hann ætlar sér þó að smíða innréttingu en á eftir að finna tímann í það. Á meðan eru pitsur oft á boðstólum á heimilinu enda vinsælar meðal barnanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Pitsuofninn hefur komið að góðum notum en hann má einnig nota til að baka kökur og elda fiskrétti. Sveinbjörn sonur Egils fylgist með pabba sínum við pitsugerðina. Egill Ingibergsson, tæknistjóri leiklistardeildar Listaháskóla Íslands, notar pitsuofninn sinn meira en margur annar enda býr hann í eldhúslausu húsi. „Við erum að gera upp húsið og erum ekki búin að setja upp eld- húsinnréttingu,“ segir Egill sem hefur búið við þær aðstæður síðan í október á síðasta ári. „Það er furðulítið mál og maður dett- ur alveg inn í þetta,“ segir Egill en hann og fjölskyldan hafa lagað sig vel að aðstæðum. „Við erum ekki einu sinni með eldhúsvask og vöskum upp í baðvaskinum á neðri hæðinni en það venst líka vel og krakkarnir kippa sér ekkert upp við þetta,“ segir Egill. Egill er með tvær lausar hell- ur en auk þess hefur pitsuofninn komið að mjög góðum notum og er jafnvel notaður undir annað en pitsugerð. „Við höfum bæði eldað í honum mat og bakað brauð og kökur en ef hitinn er rétt stilltur er það lítið mál.“ Egill setur mat- inn í álform en þannig er hægt að gera ýmsar kúnstir. „Eldamennsk- an í honum er auðvitað einhverjum takmörkunum háð en við höfum gert fiskrétti og döðlukökur svo dæmi séu nefnd. Ofninn er þó mestmegnis notaður undir pitsur og hafa hinar ýmsu áleggstegundir ratað á þær.“ vera@frettabladid.is Pitsuofninn í stöðugri notkun á heimilinu Deig 1½ tsk. þurrger 2 tsk. hrásykur 3 dl baðvolgt vatn 2-3 msk. ólívuolía 1 tsk. salt hveiti eftir þörfum Álegg Beikon Grænar ólívur Heill grænn pipar Rauð paprika Vorlaukur Óreganó Ostur Hrærið sykrinum út í vatnið og stráið gerinu yfir. Látið standa í 10-15 mínútur. Bætið restinni út í og látið hefast í 30-40 mínútur. Fletjið deigið út frekar þunnt. Raðið álegginu ofan á og bakið í pitsuofni. PITSA AÐ HÆTTI EGILS með beikoni, ólívum og vorlauk Egill Ingibergsson og fjölskylda búa tímabundið í eldhúslausu húsi. Þau hafa lagað sig vel að aðstæðum og hefur pitsuofninn komið að góðum notum. Í honum eru búnar til pitsur og jafnvel fiskréttir og kökur. Hitið grillið og hafi ð það meðalheitt. Grillið hálfa papriku á meðan verið er að steikja kjúklinginn. Steikið kjúklingabitana upp úr sesamolíu, piprið þá aðeins með svörtum pipar og ögn af salti. Bætið saman við 1 msk. af barbique-sósu á pönnuna og steikið þar til kjúklingurinn er fullsteiktur í gegn. Blandið saman 3 msk. af barbique-sósu og 2 msk. af pitsusósu Takið deigið úr kæli og berið smá olíu með pensli á það og setjið á grillið og fjarlægið bökunarpappírinn. Berið einnig smá olíu á hliðina sem snýr upp á grillinu. Þegar byrja að myndast loftbólur á deiginu athugið þá hvort deigið sé orðið ljósbrúnt og vel grillað, losið það og snúið deiginu við (gott að nota spaða). Lækkið hitann á grillinu. Smyrjið blöndunni af barbique-sósu og pitsusósunni á deigið og dreifi ð ostinum yfi r það ásamt kjúklingabitum, rauðlauk og jalapenó. Hafi ð grillið lokað svo osturinn nái að bráðna vel en fylgist jafnframt með stuttu millibili að botninn brenni ekki, getur stundum þurft að skrúfa fyrir gasið á þessum tímapunkti. Skerið paprikuna í strimla. Takið pitsuna af grillinu og dreifi ð kóriander og papriku yfi r pitsuna. Bragðast vel með með rauðvíninu Blauer Portugiser frá Fischer. með barbeque-kjúklingi Sjá fl eiri uppskriftir á www.godgaeti.is og á www.facebook.com/godgaeti 1 Wewalka XXL pitsudeig 2 kjúklingabringur skornar í litla bita 1 msk. matarolía 1 msk. sesamolía 2. msk. pitsusósa 4 msk. barbequesósa ½ rauðlaukur skorinn í þunna hringi 1 poki rifi nn pitsuostur 10-12 sneiðar jalapenó úr krukku ½ stk. paprika, smátt skorin í mjóar lengjur Svartur pipar og salt Kóriander-búnt Aðferð Hráefni GRILLUÐ PITSA PIZZAOFN HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ SELFOSSI HÚSAVÍK S: 464 1600 AKUREYRI REYKJAVÍK S: 569 1500 Ariete 903 VERÐ FRÁBÆRT VERÐ 17.995 „Pizzan verður eins og eldbökuð!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.