Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 66
34 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 30. apríl 2010 ➜ Tónleikar 12.15 Gissur Páll Gissurarson tenór og Nathalía Druzin Halldórsdóttir messósópran halda hádegistónleika í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi (Gerðuberg 3-5) ásamt píanóleikaranum Nínu Margréti Grímsdóttur. Á efnisskránni verða aríur, ljóð og rússnesk sönglög eftir meðal annars Tsjaíkovskí, Rachmaninoff og Verdi. 20.30 Bubbi Morthens heldur tónleika á Hótel Selfossi við Eyrarveg. Húsið verður opnað kl. 20. Enginn aðgangseyrir. ➜ Síðustu forvöð Í Nýlistasafninu við Skúlagötu 28, lýkur þremur sýningum á laugardag. Það er sýning á verkum úr eigu safnsins, sýningin Hrókering, sem eru verk sem veru valin af sjö myndlistarmönnum af yngstu kynslóðinni, og sýning Söru Björnsdóttur. Opið þri.-lau. kl. 12-17. Sýningu Péturs Péturssonar í kaffi Energíu í Smáralind, lýkur í dag en hún er opin til kl. 19. Listamaðurinn verður á svæðinu milli kl. 17 og 19. ➜ Leikrit 20.00 Nemendaleikhúsið sýnir leikrit- ið Stræti eftir Jim Cartwright. Sýningar fara fram í Smiðjunni við Sölvhólsgötu. Nánari upplýsingar á www.lhi.is og www.midi.is. 20.00 Leikhópurinn Börn Loka sýnir verkið Glerlaufin eftir Philip Ridley í Norðurpólnum við Sefgarða á Sel- tjarnarnesi. Nánari upplýsingar á www. midi.is. 20.00 Brynhildur Guðjónsdóttir flytur einleikinn Brák á Sögulofti Landnáms- setursins, Brákarbraut í Borgarnesi. Nánari upplýsingar á www.landnam.is. ➜ Dansleikir Fræbbblarnir, Q4U leika fyrir dansi á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. Hljómsveitin Dans á rósum verður á Spot við Bæjarlind í Kópavogi. ➜ Sýningar Sýningu Kristjáns Péturs Sigurðssonar á Kaffi Karólínu við Kaupvangsstræti á Akureyri hefur verið framlengt til 7. maí. Opið mán.-fim. kl. 11.30-01, fös. og lau. kl. 11.30-03 og sun. kl. 14-01. María Manda hefur opnað sýningu þar sem umbúðaformið fær listrænan tilgang. Sýningin fer fram hjá Handverki og Hönnun við Aðalstræti 10. Opið virka daga kl. 9-18 og um helgar kl. 12-17. Á Listasafninu á Akureyri við Kaupvangs- stræti hefur verið opnuð yfirlistsýning á verkum Tryggva Ólafssonar sem spannar 40 ár af feril hans. Opið alla daga vikunn- ar nema mánudaga kl. 12 til 17. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Valur Ingi- mundarson flytur erindið Ísland og norðurslóðir: Goð- sagnir, ímyndir og stórveldahagsmunir. Fyrirlesturinn fer fram hjá ReykjavíkurAka- demíunni, Hringbraut 121. Nánari upplýsing- ar hjá www.akademia.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Þór Stefánsson hefur sent frá sér nýja ljóðabók sem heitir 2009, en skáldið einsetti sér að yrkja ljóð dag hvern á liðnu ári og eru þau öll birt í bókinni sem er 273 síður. Bóka- útgáfan Oddur gefur út. Hrunið er að sjálfsögðu fyrirferðarmikið í efni ljóðanna en Þór vildi sækja efnið í önn líðandi stundar og hvað var efst á baugi í samfélaginu á þessu átakamikla ári. Verkið varð til sökum þess að skáldið fagnaði á árinu sextíu ára afmæli, en þór sat ekki auðum höndum því á árinu sendi hann frá sér tvær ljóða- bækur, safn ljóða frönskumælandi skálda Afríku, Trumban og strengir, og safn frumsaminna ljóða Kvölds og morgna. Sigurður Þórir listmálari sá um útlit bókarinnar og dregur upp- hafsíðu hvers mánaðar. 2009 fæst í öllum betri bókaverslunum. Eilíft líf kallast ljóðasafn Sigurbjörns Þorkelssonar en það er dregið saman úr fimm ljóðabókum hans frá liðnum áratug. Ljóðin í safninu eru 212 og það er helgað Þeim sem mátt hafa þola missi og búa við sorg og áföll. Kveðskapur til hughreystingar og með sterkum trúarlegum blæ. Skáldið á að baki á annan tug ritverka af ýmsu tagi. Missir, nóvella eftir Guðberg Bergsson er komin út hjá forlagi JPV. Sætir það nokkrum tíðindum að út komi saga frá einu höfuð- skáldi þjóðarinn- ar að vori til. Í bókinni greinir frá eldri manni sem þarf að horfast í augu við að líf hans tekur brátt enda: „Ekkert rýfur þögnina nema miskunnarlaust suðið í katlinum, hversdagslegur undir- leikur við uppgjör einmana manns við tilveru sína, ástina eða ástleysið sem nær yfir mörk lífs og dauða – og ellina, það hlutskipti sem allra bíður þegar líkaminn hrörnar og þrekið þverr.“ Guðbergur Bergsson veitir hér ögrandi og óvænta sýn inn í þá hversdagsheima sem allir þekkja en hver og einn fetar á sinn einstaka hátt. Missir er saga sem afhjúpar einstaklinginn gagnvart óhjákvæmi- legum örlögum sínum. Guðbergur Bergsson hefur skrifað skáldsögur og ljóð og þýtt fjölda verka, nú síðast Öll dagsins glóð, úrval portúgalskra ljóða frá 1900 til 2008. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir ritstörf sín. NÝJAR BÆKUR Á sama tíma og Græna ljós- ið stendur fyrir langri og mynd- arlegri hátíð í Regnboganum berast frétt- ir af öðrum merkisviðburð- um fyrir kvik- myndaáhuga- menn: í gær hófust sýn- ingar í Nor- ræna húsinu á ítölskum myndum sem hafa þemað Ítalía: inn og út – sögur af innflytjend- um og marg- breytni. Myndirnar sem sýndar verða á ítalskri kvik- myndahátíð 2010 fjalla um átök á milli menningarheima og hvað gerist þegar sögupersónur kom- ast í kynni við aðra, annað fólk og aðra menningu sem er ólík þeirra eigin. Myndirnar sem verða sýndar á morgun, sunnudag og mánudag eru: Il vento fa il suo giro (Giorg- io Diritti, 2005). Flókin samskipti franskr- a r f j ö l - skyldu sem flyst í lítið fjallaþorp í í tölsk u Ölpunum við þorps- búa eru til umfjöllunar í myndinni. Í Lameri- ca (Gianni Amelio, 1994) sem sýnd er á sunnudag seg i r f rá svikahröpp- um sem ætla að nýta sér bágt ástand í Albaníu eftir hrun komm- únismans. Í Quando sei nato non puoi più nas- conderti, (Marco Tullio Giordana, 2005) er erfitt líf ólöglegra inn- flytjenda séð með augum barns svo úr verður býsna áhrifarík saga. Sýningar eru í Norræna húsinu og hefjast allar kl. 20. Enskur texti á öllum myndum. Aðgangur ókeyp- is og öllum heimill. - pbb Ítalskar bíómyndir Söfnin í Eyjafirði opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi á morg- un. Hin síðari ár hefur þessi dagur notið mikilla vinsælda og hafa fjöl- skyldur og aðrir gestir nýtt tæki- færið til að kynnast söfnunum á Akureyri og nágrenni, fræðast, skemmta sér og hitta mann og annan. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á fjölbreytt- um, skemmtilegum og áhuga- verðum söfnum í Eyjafirði. Þau munu þennan dag kynna starf- semi sína og að þessu sinni verður megináherslan á hús. Af því tilefni verður leiðsögn um Kirkjuhvol, húsnæði Minjasafnsins á Akur- eyri, spjall um húsvernd og húsa- könnun auk þess sem gengið verð- ur með leiðsögn frá Minjasafninu í Friðbjarnarhús og Gamla spítala. Á Byggðasafninu Hvoli á Dal- vík verður fjallað um hús og jarð- skjálfta. Í Gamla bænum Laufási verður örsýning á fatnaði í anda hússins, frá um það bil 1900 til 1930. Á Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði verða öll þrjú safna- húsin opin auk þess sem stýrishús og lúkar Týs verður opið gestum og gangandi í fyrsta sinn. Bygg- ingariðnaður á liðinni öld verð- ur kynntur á Iðnaðarsafninu og á Safnasafninu verður, auk fjölda sýninga, gjörningur Önnu Hallin og Olgu Bergmann. Auk þess bjóða söfnin upp á margt annað áhuga- vert, þar má til dæmis nefna flug, kveðskap, leiðsögn, myndskreyt- ingar og fyrirlestra. Eftirfarandi söfn verða opin frá 11-17 og aðgangur er ókeyp- is: Davíðshús, Flugsafn Íslands, Friðbjarnarhús, Gamli spítalinn, Iðnaðarsafnið á Akureyri, Minja- safnið á Akureyri, Nonnahús, Sigurhæðir, Byggðasafnið Hvoll á Dalvík, Gamli bærinn Laufás, Holt – hús Öldu Halldórsdóttur í Hrísey, Hús hákarla-Jörundar í Hrísey, Náttúrugripasafn Ólafs- fjarðar, Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði, Smámunasafn Sverris Hermannssonar, Útgerðarminja- safnið á Grenivík og Þjóðlagaset- ur séra Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði. Verkefnið er afrakstur sam- starfs safnafólks í Eyjafirði sem hefur unnið ötullega að því að styrkja og kynna safnastarf á Akureyri og í nágrenni. Í ár verð- ur eyfirski safnadagurinn haldinn með pomp og prakt í fjórða sinn. Dagskrá eyfirska safnadagsins í heild sinni má finna á slóðinni www.sofn.is. Þar má einnig sjá upplýsingar um sætaferðir fyrir Eyfirðinga sem stefnt er á söfn inn í firði og út með strönd. pbb@frettabladid.is SAFNADAGUR HALDINN NYRÐRA MENNING Á morgun eru söfn í Eyjafjarðarþingi opin gestum. Í Safnasafni taka karl og kerling á móti gestum. MYND FRÉTTABLAÐIÐ Þeir Morri og Arnljótur opna sýn- inguna Parallel Universities í Gall- erý Crymo, Laugavegi 41a í kvöld kl. 20. Þeir félagar hafa unnið saman að undanförnu eins og dúó og farið í hjólför hvor annars í verk- um sem eru flest byggð á fundnu efni margs konar. Á sýningunni í Crymo verða sýnd verk eftir hvorn um sig, en flest eru verkin samvinnuverk og öll til sölu. Arnljótur segir þá byrja með þá vissu að horfið sé frá öllum boðum og bönnum og gjarnan byrjað á bulli sem þróist svo yfir í annað. Verkin kalla þeir öllum nöfnum: Álfaæla, Prinsessukjólar í drusl- um, svo dæmi séu nefnd. Á sýningu sem þeir áttu hlut að í Hafnarhúsinu gáfu þeir gestum kost á að krassa í myndverk sín og notuðu þeirra hlut til frekari úrvinnslu. Samstarfið hefur staðið í nokk- urn tíma en þeir hafa haldið fjölda- margar sýningar, bæði saman og í sundur: Rætur þeirra liggja til furðulegra staða. Þar á meðal til ímyndaða heimsins.Í fréttatil- kynningu staðhæfa þeir félagar að Arnljótur sé litblindur og Frikki sé skrýtinn og því er greinilegt að þetta verður mjög áhugaverð sýn- ing. Frítt er á sýningar í Crymo og allir velkomnir. - pbb Prinsessukjólar og álfaæla MYNDLIST Arnljótur Sigurðsson, Ragnar Fjalar Lárusson og Friðrik Svanur Sigurðarson við verk af sýningunni Parallel Universities. MYND CRYMO/ ATLI ARNARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.