Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 25
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 HUNDARÆKTUNARFÉLAGIÐ REX er fimm ára í ár. Af því tilefni efnir félagið til afmælissýningar um helgina í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. 110 hundar af fimmtán tegundum verða sýndir auk þess sem ungir hundaeigendur sýna hæfni sína. Sýningin hefst klukkan 12 á morgun og sunnudag. „Ég hef þvælst nokkuð um Amer- íku í gegnum tíðina og hef alltaf verið veikur fyrir ýmiss konar amerísku góðgæti. Einna veik- astur hef ég þó verið fyrir ekta amerískum brownies,“ segir Kristinn Edgar Jóhannsson, yfir- hleðslustjóri Air Atlanta, og rifj- ar upp eftirminnilegt atvik því til staðfestingar: „Einu sinni var ég staddur í Annapolis og átti flug heim um kvöldið. Ég kom við á skyndi- bitastað sem heitir Fuddruck- ers og státar af því að bjóða upp á stærstu hamborgara í Amer- íku. Þar er líka boðið upp á alveg gríðarlega stórar brownies sem voru alveg svakalega góðar. Ég lét pakka einni auka í box til að hafa með mér í handfarangri í flugið. Hugmyndin var svo að gefa kon- unni að smakka ekta ameríska brownie þegar ég kæmi heim. Það er þó skemmst frá því að segja að í 6 tíma flugi tók freistingin yfirhöndina og það eina sem var eftir þegar ég lenti í Keflavík var mylsna í kassanum góða. Ég stein- þagði yfir þessu í mörg ár og hef Hin fullkomna brownie Kristinn Edgar Jóhannsson leitaði lengi vel að hinni fullkomnu uppskrift að brownie en komst um síðir að raun um að besta uppskriftin var jafnframt sú einfaldasta. Hann lumar á nokkrum lykilatriðum. Kristni þótti erfitt að finna alvöru brownie á Íslandi en er nú kominn með hina fullkomnu uppskrift. FRÉTTABLADÐIÐ/GVA aðeins nýlega létt þessu af sam- viskunni.“ Kristni hefur hins vegar þótt afar erfitt að finna alvöru amer- íska brownie á Íslandi. „Ég var farinn að halda að þetta væri eins og með Guinness-bjórinn sem menn segja að ferðist mjög illa og bragðist bara vel á Írlandi. Það var svo fyrir nokkrum árum að ég ákvað að leggjast í staf- ræna kökukrossferð um alnetið og prófa einhverjar af þeim fjöl- mörgu brownie-uppskriftum sem þar er að finna. Eftir fjölmargar misgóðar tilraunir komst ég að því að besta uppskriftin var jafnframt sú einfaldasta. Aðalgaldurinn liggur hins vegar í bökunartím- anum,“ segir Kristinn og bendir á að afar algengt sé að fólk ofbaki brownies. „Galdurinn er að hafa þær aðeins hráar í miðjunni.“ vera@frettavera@frettabladid.is 1 bolli bráðið íslenskt smjör 2 bollar sykur 4 egg 2 tsk. vanilludropar 1 bolli kakó 1 bolli hveiti 1 bolli hnetur (valhnetur eða heslihnetur) Brytjað súkkulaði eftir smekk (ekki of mikið, má sleppa) Þeytið smjör og sykur saman. Bætið eggjum og vanilludropum við. Hrærið kakói og hveiti út í og að síðustu hnet- um og súkkulaðibitum. Gætið þess að setja ekki of mikið af súkku- laði því þá er hætt við því að kökurnar verði of sætar. Mér finnst per- sónulega best að nota valhnetur en það er líka hægt að nota hesli- hnetur sem gefa aðeins þyngra bragð. Setjið í Brownies-form sem er með aðeins lægri börmum en hefðbund- in form. Bakið við 160 gráður í um 30-35 mín. Kökurnar má alls ekki baka of lengi og eiga að vera aðeins hráar að innan. Látið kólna vel áður en þær eru bornar fram með þeyttum rjóma, ís og kaffi. BROWNIES með hnetum 20 STYKKI Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is HUMARSÚPA rjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum Við mælum með Macon Chanes Domaine de Lalande með þessum rétti. Elmar Kristjánsson, yfirmatreiðslumaður Perlunnar Nýr A la Carte 4ra rétta tilboðsseðill Verð aðeins 7.290 kr. Góð tækifæ risgjöf! Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.