Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 74
42 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
> Nær Valur loks að svara fyrir sig?
Úrslitarimma N1-deildar karla hefst í kvöld þegar Íslands-
og bikarmeistarar Hauka taka á móti Valsmönnum. Það
er vel við hæfi að þessi lið mætist í úrslitunum enda
verið bestu lið tímabilsins og enduðu í fyrsta og öðru
sæti deildarinnar. Þau mættust einnig í bikarúr-
slitaleiknum og þar höfðu Haukar betur. Haukar
hafa reyndar tak á Valsmönnum því þessi sömu
lið mættust einnig í úrslitunum í fyrra og
þá unnu Haukar. Að vinna Val er því að
komast upp í vana hjá Haukum. Svo
er spurning hvað gerist í kvöld en
leikur liðanna á Ásvöllum hefst klukkan
20.00.
Fáðu faglega ráðgjöf
um val á hlaupaskóm
og kynntu þér NIKE+
MEÐ ÖLLUM NIKE HLAUPASKÓM
KÍKTU Í
Í DAGBÍLDSHÖFÐA
KAUPAUKI
INTERSPORT
N1 Deildin
KARLAR
Föstudagur
Ásvellir Haukar - Valur 20:00
2009 - 2010
ÚRSLIT - LEIKUR 1
FÓTBOLTI Það varð endanlega ljóst
í gærkvöld að Liverpool vinnur
engan titil í ár en liðið féll úr leik
í Evrópudeild UEFA gegn Atlet-
ico Madrid í gær. Spænska liðið
fer því í úrslit þar sem það mætir
Fulham.
Fyrri leik Liverpool og Atlet-
ico á Spáni lyktaði með 1-0 sigri
Madrid en Liverpool jafnaði þá
stöðu mínútu fyrir hlé í gær með
marki Alberto Aquilani. Meira var
ekki skorað í venjulegum leiktíma
og því varð að framlengja.
Yossi Benayoun kom Liverpool
í 2-0 á 95. mínútu en Diego For-
lan skoraði útivallarmark fyrir
Atletico sjö mínútum síðar og
það mark dugði til þess að koma
spænska liðinu í úrslit. Lokatölur
2-1.
Fulham kláraði HSV í dramat-
ískum leik á Craven Cottage. Fyrri
leik liðanna í Þýskalandi lyktaði
með markalausu jafntefli og HSV
stóð með pálmann í höndunum er
Mladen Petric kom þeim yfir á 22.
mínútu. Það þýddi að Fulham varð
að skora tvisvar og halda markinu
hreinu.
Afar illa gekk hjá Fulham að
skora jöfnunarmarkið en Simon
Davies braut ísinn 21 mínútu fyrir
leikslok. Mark hans blés miklu lífi
í leikmenn Fulham og aðeins sjö
mínútum síðar skoraði Zoltan Gera
annað mark enska liðsins.Það reynd-
ist vera lokamark leiksins. - hbg
Atletico Madrid og Fulham mætast í úrslitum Evrópudeildar UEFA:
Vonbrigðatímabil Liverpool fullkomnað
BANEITRAÐUR „Deadly“ Diego Forlan,
fyrrum leikmaður Man. Utd, afgreiddi
Liverpool í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
KÖRFUBOLTI Snæfell tryggði sér
fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í
sögu félagsins með því að slátra
Keflavíkurliðinu með 36 stiga
sigri, 105-69, á þeirra eigin heima-
velli. Það var sameinað átak frá
öllu liðinu sem sá til þess að Kefl-
víkingar voru aðeins áhorfendur
af því þegar Hólmarar eignuðust
sína fyrstu Íslandsmeistara.
„Við höfðum engan áhuga á
þessari sögu. Ég las Fréttablaðið í
morgun og las spá fimm spekinga
sem spáðu allir Keflavík sigri.
Við vorum ekki að spá í þessum
hlutum og ýttum þessu öllu til
hliðar. Við vorum bara að spá í
því af hverju við vorum komnir á
þennan stað.
Við fórum yfir það af hverju
við værum komnir hingað og við
sýndum það í leiknum,“ sagði Ingi
Þór Steinþórsson, þjálfari Snæ-
fells.
„Við spiluðum skelfilega og
þetta var bara grín. Þetta er mjög
svekkjandi þar sem það komu svo
margir að horfa á okkur. Við töp-
uðum samt bara fyrir betra lið-
inu,“ sagði Keflvíkingurinn Hörð-
ur Axel Vilhjálmsson sem eins og
fleiri var fjarri sínu besta. Það
var bara einn maður sem mætti
til leiks hjá liðinu í gær, Uruele
Igbavboa, en Snæfellingar voru
mættir allir sem einn.
Snæfellingar gáfu tóninn strax í
byrjun, komust í 7-0 og 20-5, hittu
úr 11 af fyrstu 12 skotunum sínum
og voru komnir 20 stigum yfir (27-
7) eftir aðeins rúmar 5 mínútna
leik. Eftir það var ekkert annað
inni í myndinni en að Snæfells-
liðið ætlaði að endurskrifa körfu-
boltasöguna og það með stæl.
„Þetta var þvílík frammistaða
og hjá öllu liðinu. Vörnin í byrj-
un var klikkuð og það voru allir
leikmenn á tánum,“ sagði Ingi
Þór. „Þetta var ótrúlegt sætt. Við
erum búnir að brjóta alveg svaka-
lega íshellu. Við þurftum eitthvað
sérstakt til að klára titilinn með
því að fara erfiðustu leiðina sem
hugsast gat,“ sagði Ingi Þór en
ekkert lið hefur klárað titilinn
eftir að hafa lent í 6. sæti í deild-
inni. Það voru ekki einu metin
sem féllu í Toyota-höllinni í gær
því þetta var sögulegur dagur og
þá sérstaklega fyrir kappa eins
og Hlyn Bæringsson, Sigurð Þor-
valdsson og Jón Ólaf Jónsson sem
eru búnir að bíða eftir þessum titli
lengur en flestir. ooj@frettabladid.is
Eitthvað sérstakt þurfti til
Öll sagan var á móti Snæfelli í oddaleiknum gegn Keflavík í gær en félagið
tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með stæl. Ingi Þór Steinþórsson,
þjálfari Snæfells, gerði liðið að tvöföldum m eisturum á sínu fyrsta ári.
ÞRAUTAGANGAN Á ENDA Hlynur Bæringsson og félagar fögnuðu fyrsta Íslandsmeist-
aratitli Snæfells með stæl í Keflavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
ÓTRÚLEGT ÁR Ingi Þór Steinþórsson vann báða stóru titlana á sínu fyrsta ári með
Snæfelli og fékk flugferð að launum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
INNILEGUR FÖGNUÐUR Emil Þór Jóhannsson og Sigurður Þorvaldsson faðma hér
bikarinn inni í klefa eftir leik. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Ef það var einhver sem átti það skilið að verða Íslands-
meistari í Keflavík í gær þá var það Snæfellingurinn Hlyn-
ur Bæringsson sem kórónaði frábært tímabil og magnaða
úrslitakeppni með enn einum stórleiknum í Keflavík í
gær. Hlynur var með 21 stig, 15 fráköst og 6 stoðsending-
ar og fékk loksins að taka við þeim stóra.
„Ég held að þetta hafi verið ljúfara fyrir mig að vinna
þetta loksins heldur en fyrir nokkurn annan mann,” sagði
Hlynur eftir leik. Liðinu mistókst að klára þetta heima en
kom til Keflavíkur og rassskellti heimamenn. „Við ætluð-
um okkur þetta bara of mikið í síðasta leik. Ég hefði ekki
sofið fram á haust ef við hefðum tapað þessu í enn eitt
skiptið. Þetta er ofboðslegur léttir. Mér líður eins og ég
hafi verið með fimm tonn á bakinu en náð að losa mig
við þau,” sagði Hlynur.
„Það hefði enginn búist við að við myndum vinna
Keflavík svona stórt og ég veit ekki hvernig við fórum að
þessu, ég verð bara að viðurkenna það. Þetta hlýtur
samt að vera erfiðasta leið sem lið hefur farið að
titlinum,” sagði Hlynur.
„Það kaldhæðnislega við þetta er að við urðum
bara að vinna út af einni ástæðu. Ég var að kaupa
mér hús í Stykkishólmi sem er á Silfurgötu. Ég gat
ekki átt heima þar með fjögur silfur á bakinu þannig
að ég varð bara að vinna þetta. Það myndi líta svo illa
út að fá fjögur silfur í röð og búa á Silfurgötu. Ég hefði
þurft að flytja,” sagði Hlynur
En hvað reið baggamuninn? „Ingi og menn eins og
Pálmi og Jeb Ivey komu okkur yfir síðasta þröskuld-
inn. Þeir höfðu klárað þetta áður og höfðu ákveðna
ró yfir sér,” sagði Hlynur.
HLYNUR BÆRINGSSON, FYRIRLIÐI SNÆFELLS: LOKSINS ÍSLANDSMEISTARI EFTIR ÞRJÚ SILFUR OG LANGA BIÐ
Hefði ekki sofið fram á haust hefðum við tapað aftur
SIGURKOSS Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson kyssir hér
bikarinn eftirsótta í Keflavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL