Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 41
VERA SMÁ komum við ekki út úr þessu gjaldþrota. Það er eitt af markmiðunum, að geta gert þetta, haft gaman og haft efni á því.“ Slógust í blóðugu myndbandi Who Knew sendi nýlega frá sér blóðugt myndband við lagið We Do. Myndbandið er unnið af Áströlunum Josh Aylett og Chris Cooper, en þeir ferðast um heim- inn, framleiða myndbönd frítt gegn því að fá gistingu á hverjum stað fyrir sig. Baldur : „Þetta var skemmtilegt ferli. Við ákváðum að fara alveg all in commercial – bara hvað selur? Það var annaðhvort kynlíf eða ofbeldi. Þetta eru allt myndarlegir strákar, en ef við hefðum valið kynlíf hefði æfingin daginn eftir orðið vandræða- leg.“ Ármann: „Og bara framtíðar- samstarfið.“ Þið lemjið hver annan í klessu í myndbandinu. Eruð þið eitthvað klikkaðir? Baldur: „Þetta fór aðeins lengra en við ætluðum okkur. Þetta byrjaði á því að við vorum að trufla og slá hver annan. Svo vatt þetta upp á sig.“ Þeir byrja allir aða tala hver upp í annan og lýsa því hvernig áfengi og persónulegur ágreiningur varð til þess að myndbandið breyttist óvænt í blóðbað. Nokkrum glóðaraugum, blóðnösum og tveimur sprungnum hljóðhimnum síðar var myndbandið svo tilbúið og komið á Netið. Ég hvet fólk til að fletta því upp á Youtube. Þið neitið sem sagt að þið séuð klikkaðir, þetta gerðist bara óvart? Hilmir Berg: „Nei, við hljótum að vera smá klikkaðir, fyrst við gerðum þetta?“ Baldur: „Eigum við ekki að segja það? Það selur líka.“ (allir hlæja) Snorri: „Allt sem við gerum, öll viðtöl og svona, leysast upp í eitthvað bull. Þetta verður svo súrt. Alveg eins með myndbandið, við sáum þetta fyrir.“ Hinar spurningarnar Mynduð þið taka þátt í raunveruleikaþætti sem sner- ist um að þið þyrftuð allir að berjast um ást einnar stúlku ef þátturinn myndi kynna hljómsveitina um allan heim? Allir: „Já,já,já.“ Athyglin beinist fljótt að trommaranum Jóni Vali, sem er kvennaljómi hljómsveitarinnar. Örugglega eini trommari heims sem er vinsælli hjá stelpunum en söngvarinn og gítarleikarinn. Fyrir utan Phil Collins. Ármann: „Jón Valur yrði bara drepinn frekar snemma.“ Hilmir Berg: „Eða bara kosinn út?“ Baldur: „Eða sýru hellt yfir andlitið á honum.“ Jón Valur: „Ég vil ekki taka þátt í þessu lengur!“ Who Knew er einnig lag eftir söngkonuna Pink. Dragið þið nafn ykkar frá laginu? Ármann: „Já.“ Baldur: „Er ekki fyndnast að segja það? Alltaf þegar fólk flettir upp Who Knew á Netinu fær það bara Pink.“ Hilmir Berg: „Var ekki einhvern tíma draumur að hita upp fyrir Pink?“ Ármann: „Það væri geðveikt. Taka lagið Who Knew.“ Baldur: „Við ætlum bara að segja það núna opinberlega. Við viljum hita upp fyrir Pink. Þannig að Pink, ef þú ert að lesa þetta …“ Hvaða áhrif hefur eldgosið í Eyjafjallajökli haft á hljómsveitina? Jón Valur: „Platan okkar situr föst úti og við erum með hlustunarpartí á föstudaginn [í kvöld].“ Baldur: „Við ffrumsýnum, eða frumheyrum, plötuna í partíi á Karamba og hún verður ekki til sölu.“ Platan er engu síður tilbúin og kemur til landsins við fyrsta tækifæri. Who Knew fagn- ar útgáfu plötunnar Bits And Pieces of a Major Spectacle með tónleikum á Sódómu 5. maí ásamt Sudden Weather Change og Jan Mayen. „BARA HVAÐ SELUR? ÞAÐ VAR ANNAÐHVORT KYNLÍF EÐA OFBELDI. ÞETTA ERU ALLT MYNDARLEGIR STRÁKAR, EN EF VIÐ HEFÐUM VALIÐ KYNLÍF HEFÐI ÆFINGIN DAGINN EFTIR ORÐIÐ VANDRÆÐALEG.“ tíma, komið reglulega fram í gegnum tíðina, sent frá sér lög en aldrei s of a Major Spectacle er væntanleg til landsins þegar eldgosið í Eyja- xley, Jón Valur og Hilmir geta ekki fylgt plötunni mikið eftir á Íslandi þeir verða í allt sumar. Popp hitti strákana og ræddi um plötuna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.