Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 10
10 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR GOS Í EYJAFJALLAJÖKLI Hópur erlendra sjálfboða- liða á vegum sjálfboðaliða- samtakanna SEEDS hjálp- aði til við að hreinsa ösku af túnum undir Eyjafjöll- um. Sjálfboðaliðarnir segja það góða tilfinningu að geta hjálpað fólki. „Það kom mér á óvart hvað var mikið af ösku, og hversu þétt hún var eftir rigningar. Eftir að verk- inu var lokið gengum við upp á hól nærri bænum. Við sáum hvernig grasið var að rembast við að kom- ast upp úr öskunni, og það minnti mig á fugla sem festast í olíuflekk og eru við það að kafna.“ Svona lýsir Matic Kraševec, sjálfboðaliði frá Slóveníu, upplif- un sinni af því að moka ösku af túnum á bænum Moldnúpi undir Eyjafjöllum. Hópur átta sjálfboðaliða frá sjö löndum tók þátt í hreinsunar- starfinu, og er von á fleiri erlend- um sjálfboðaliðum til að hreinsa til eftir öskufallið. Fólkið, sem flest er á aldrinum 20 til 30 ára, kom sérstaklega hingað til lands til að stunda sjálfboðaliðastörf, en átti ekki von á því að hluti af störfunum yrði að hreinsa til eftir eldgos. „Ég heimsótti svæðið þar sem öskufallið var hvað mest áður en gosið í Eyjafjallajökli byrjaði, svo það var mikið sjokk að sjá hvern- ig askan hefur lagst yfir þetta fallega landslag. Það hefur allt breyst,“ segir Anais Kerroc‘h, sjálfboðaliði frá Frakklandi. „Það tóku allir mjög vel á móti okkur fyrir austan og skýrðu fyrir okkur hvað þurfti að gera og hvers vegna. Það var þykkt lag af ösku á túnunum við bónda- bæinn, og við þurftum að moka henni upp og keyra burtu á hjól- börum.“ Bæði Anais og Matic segjast meira en tilbúin til að fara aftur austur fyrir fjall til að hjálpa til við að hreinsa upp öskuna, enda ætla þau að dvelja áfram hér á landi fram á sumar. „Það veltur á því hvort íbúarnir hafa verk- efni fyrir okkur, en ég held að við værum alveg tilbúin til að gera miklu meira,“ segir Matic. „Ég ætlaði upphaflega að vinna við verkefni í Þórsmörk, en af augljósum ástæðum gekk það ekki eftir. Þegar ég heyrði af möguleikanum að hjálpa til við að hreinsa til eftir eldgosið stökk ég á það,“ segir Anais. „Það er gott að geta hjálp- að fólki, askan hefur lagst yfir stór svæði og það er mikilvægt verk að koma henni í burtu. Það er góð tilfinning að hjálpa þeim sem virkilega þurfa á aðstoð að halda,“ segir hún. „Fyrir mig er þetta eitthvað sem ég varð að gera, vinna við hliðina á eldfjalli sem er að gjósa, þetta er minning sem verður með mér alla ævi. Ég sótti um styrkinn til að koma hingað fyrir hálfu ári, og svo gerist þetta einmitt þegar ég er hérna. Ég hefði ekki getað verið heppnari,“ segir Matic. Þau viðurkenna bæði að vinir og fjölskyldan heima hafi smá áhyggjur af þeim á Íslandi þegar eldfjöllin gjósa hvert á fætur öðru. Matic segir sjálfboðalið- ana þó einnig geta hjálpað við að leiðrétta þann leiða misskilning að hér sé allt í kalda kolum, með því að veita fjölmiðlum í heima- löndum sínum viðtöl. Sjálfur hafi hann veitt slóvenskum fjölmiðli viðtal, og einhverjir hafi talað við danska og þýska sjónvarpsmenn. brjann@frettabladid.is Minningin um eldgosið endist alla ævi ÁHYGGJUR Anais Kerroc‘h og Matic Kraševec segja vini og fjölskyldu heima vissulega hafa áhyggjur af þeim vegna eldgossins, en eru sjálf alls óbangin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SJÁLFBOÐALIÐAR Hópur erlendra sjálfboðaliða tók til hendinni við bæinn Moldnúp undir Eyjafjöllum í vikunni, enda mikið magn af ösku sem þurfti að moka burtu af bæjarhlaðinu. MYND/MEIR KFIR „Hreinsunarstarf eftir eldgosið passar mjög vel fyrir okkar sjálfboðaliða og fellur vel að þeim verkefnum sem við höfum verið að sinna,“ segir Oscar- Mauricio Uscategui, framkvæmdastjóri samtakanna SEEDS. „Okkar verkefni snúast um að sinna þörfum mismunandi samfélaga, hvort sem í því felst að hreinsa til eftir eldgos, planta trjám eða leggja göngustíga um viðkvæm svæði,“ segir Oscar. „Við erum mjög ánægð með árangurinn og ætlum að senda fleiri hópa til að taka til hendinni sem fyrst.“ „Sjálfboðaliðunum okkar finnst líka áhugavert að taka þátt í þessu verkefni, fyrir þá er þetta einstakt tækifæri að vinna við hreinsunarstarf eftir eldgos á Íslandi,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, verkefnisstjóri hjá SEEDS. Tæplega 20 sjálfboðaliðar eru staddir hér á landi á vegum SEEDS um þessar mundir, en alls er búist við tæplega 700 sjálfboðaliðum hingað til lands í ár. Oscar segir eldgosin alls ekki hafa spillt fyrir, Ísland sé spennandi í augum ungs fólks sem vilji stunda sjálfboðavinnu. Helsti höfuðverkurinn sé að skipuleggja ferðir til og frá landinu þegar flugvellir loki vegna öskufalls. Einstakt tækifæri fyrir sjálfboðaliðana www.xd.is/reykjavik 1. maí kaffi í kosningamiðstöðvum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Laugardaginn 1. maí bjóðum við gestum og gangandi upp á kaffi og með því í kosningamiðstöðvum okkar víðs vegar um borgina. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík verða á staðnum. Allir velkomnir í kaffi og spjall. 12:00 – 14:00 Grill á vegum sjálfstæðisfélagsins í Árbæ við Árbæjarlaug. 14:00 - 16:00 Breiðholt: Álfabakka 14a, Mjódd. Laugarnes, Tún, Langholtshverfi og Vogar: Norðurbrún 2. 15:00 - 17:00 Árbær, Selás, Ártúns- og Norðlingaholt: Hraunbæ 102b. Grafarvogur: Hverafold 5. Grafarholt: Kirkjustétt 2-6. Velkomin á opnun kosningamiðstöðva Rjúkandi kaffi, grillaðar pylsur og svífandi blöðrur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.