Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 8
8 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Eitt það helsta sem við höfum lært af bankahruninu er nauðsyn einnar stofnunar sem metur áhrif hins opinbera á hag- kerfið. Það réttlætir endurstofnun Þjóðhagsstofnunar. Þetta er mat Þórólfs Matthí- assonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann gagn- rýndi hagstjórnarleg mistök ríkis- stjórna og eftirlitsaðila á árunum 2003 til 2007 harðlega á hádeg- isfundi í Háskóla Íslands í vik- unni þar sem fjallað var um lær- dóminn af bankahruninu í kjölfar útgáfu skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis. Í erindi sínu fór Þórólfur yfir ýmislegt upp úr skýrslu rannsókn- arnefndarinnar sem sagt er hafa aflaga farið, allt frá einkavæðing- arferli bankanna á árabilinu 1998 til 2003. Þórólfur taldi til ýmis hag- stjórnarleg mistök stjórnvalda máli sínu til stuðnings, svo sem byggingu Kárahnjúkavirkjunar, hækkun á lánshlutfalli Íbúðalána- sjóðs, sem dró úr aðhaldi og olli háþrýstingi í hagkerfinu. Á svip- uðum tíma sleppti Seðlabankinn krónunni á flot og innleiddi mis- tæk verðbólgumarkmið. „Í [þeim] felst gengisfestuloforð. Þetta hygg ég að menn hafi ekki gert sér grein fyrir,“ sagði hann og bætti við að þetta hafi vakið athygli spákaup- manna, sem sáu tækifæri í krónu- viðskiptum. Þórólfur sagði aðgerðir stjórn- valda bera vott um að vera kosn- ingaloforð og stjórnmálaflokk- arnir því látið flokkssjónarmið ganga framar hagsmunum lands- ins. Þetta, ásamt aðgerðum stjórn- valda, hafi valdið efnahagslegu ójafnvægi sem leiddi til hruns- ins. „Við höfum áður búið við ónýta peningastefnu og höfðum gert áratugum saman. En skaðinn er miklu stærri en nokkurn tíma áður og enginn hafði fulla yfir- sýn yfir afleiðingarnar af ónýtri peningamálastefnu, flokkshollri fjármálastefnu og Pótemkín- tjöldum bankanna,“ sagði Þórólf- ur. Slíkt gæti Þjóðhagsstofnun gert þótt tilmæli um endurreisn hennar séu ekki nefnd í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, að hans sögn. jonab@frettabladid.is PI PA R\ TB W A \ S ÍA 1 01 03 1 Inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun verður haldið í Reykjavík mánudaginn 14. og þriðjudaginn 15. júní 2010. Nánari upplýsingar verða sendar próftakendum eftir að skráningu er lokið. Þátttakendur þurfa að skrá sig sérstaklega í inntökuprófið og er skráning opin til og með 20. maí 2010. Skráning fer fram á netinu (www.hi.is). Staðfestu afriti af stúdentsprófsskírteini skal komið til skrifstofu læknadeildar, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík, ekki síðar en 20. maí 2010. Próftökugjald er 15.000 kr. Skráning í inntökuprófið getur farið fram þótt nemandi hafi ekki lokið stúdentsprófi en þá skal skila staðfestingu til skrifstofu læknadeildar ekki síðar en 20. maí 2010 um að stúdentsprófi verði lokið áður en kemur að inntökuprófinu. Þegar inntökuprófið er þreytt skal nemandinn hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi og skilað inn staðfestingu því til sönnunar. Nánari upplýsingar um prófið og dæmi um próf- spurningar má finna á heimasíðu læknadeildar Háskóla Íslands, www.laeknadeild.hi.is Inntökuprófið er eitt próf sem tekur tvo daga, með þremur tveggja tíma próflotum hvorn daginn, eða 12 klst. alls. Niðurstaða prófsins birtist í einni einkunn sem verður reiknuð með tveimur aukastöfum. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en um miðjan júlí. Árið 2010 fá 48 nemendur í læknisfræði og 25 í sjúkraþjálfun rétt til náms í lækna- deild Háskóla Íslands og skulu þeir hafa skráð sig hjá Nemendaskrá fyrir 1. ágúst. Þeir sem ekki öðlast rétt til náms í lækna- deild, eiga þess kost að skrá sig, innan sömu tímamarka, í aðrar deildir gegn greiðslu skrásetningargjalds skv. reglum Háskóla Íslands. Inntökupróf í læknadeild HÍ Læknisfræði og sjúkraþjálfun HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ STJÓRNMÁL Kynjakvóti á fram- boðslista Framsóknar í Reykjavík flækti endurröðun eftir að Guðrún H. Valdimarsdóttir hagfræðingur, sem var í öðru sæti, sagði sig frá listanum á mánudag. Niðurstað- an varð að Valgerður Sveinsdótt- ir lyfjafræðingur færist upp um sæti og skipar annað sætið. Þur- íður Bernódusdóttir færist úr 11. sæti í það þriðja en Bryndís Guð- mundsdóttir bókari kemur ný inn og mun skipa 11. sætið. Einar Skúlason, oddviti flokks- ins í Reykjavík, segir að upplýsing- arnar, sem Guðrún hafi að eigin frumkvæði nefnt, um þátt fyrir- tækis eiginmanns hennar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafi vakið mikinn óróleika á listanum. „Menn voru ekki á eitt sáttir um hvernig bæri að leysa málið og frambjóðendur óttuðust umræð- una sem kynni að vakna í aðdrag- anda kosninga,“ segir hann. Mat manna hafi því verið að betra væri að biðja Guðrúnu að víkja sæti fremur en að hætta á að aðrir segðu sig frá framboðinu. Hann telur að Guðrún sé á vissan hátt fórnarlamb þeirrar tortryggni og reiði sem nú sé ríkjandi í samfé- laginu. Hann áréttar að þeir sem mestar áhyggjur hafi haft af upp kominni stöðu hafi ekki einskorð- ast við ákveðna hópa innan flokks- ins. „Þarna var líka fólk úr stuðn- ingsmannahópi Guðrúnar.“ Guðrún segir sjálf að ákvörðun- in um að biðja hana að víkja hafi komið mjög á óvart. Hún hafi vilj- að hafa vaðið fyrir neðan sig og benda á að nafn fyrirtækis eigin- manns hennar kæmi fyrir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, ef svo ólíklega myndi vilja til að pólitísk- ir andstæðingar „legðust svo lágt“ að reyna að sverta hana með því. „Ég er hætt í pólitík og mun aldrei aftur reyna fyrir mér á þeim vett- vangi,“ segir hún og kveðst vilja einbeita sér að öðrum málum. - óká EINAR SKÚLASON GUÐRÚN VALDIMARSDÓTTIR Guðrún Valdimarsdóttir ætlar aldrei að koma nálægt stjórnmálum aftur: Kynjakvóti flækti endurröðun á lista Þórólfur sagði stjórnvöld hafa hunsað gagnrýni þeirra sem töldu sig sjá hvert efnahagslífið hér stefndi fyrir hrun. Hann staldraði sérstaklega við aðgerða- leysi stjórnvalda við varnaðarorðum Mervyns Kings, seðlabankastjóra Englands, frá í apríl 2008 þar sem hann bauðst til að hjálpa stjórnvöldum hér að minnka bankakerfið. Bréfinu hafi ekki verið svarað nema með hálf- gerðum skætingi. „Við fáum aldrei að vita hvaða aðgerðir Englandsbanki, evrópski seðlabankinn og norrænu seðlabankarnir hefðu gripið til. Af því má þó leiða líkur, að útlitið hér hefði orðið allt annað,“ sagði hann. Viðvörunum svarað með skætingi Þjóðhagsstofnun FRÁ FUNDINUM Hagstjórn hér á árunum fyrir hrun einkenndist af flokkssjónarmið- um, segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Vill nýja Þjóð- hagsstofnun Stjórn efnahagsmála fyrir hrun einkenndist af hag- stjórnarlegum mistökum. Flokkssjónarmið gengu framar hagsmunum þjóðarinnar, segir prófessor. 1. Hvaða bók er sölu- hæsta bókin hér á landi frá áramót- um? 2. Hversu stóran hlut á félag Björ- gólfs Thors Björgólfs- sonar í Verne Holding? 3. Hvernig tengjast Magnea Friðriksdóttir og Katrín Andr- ésdóttir, sem báðar hafa orðið Íslandsmeistarar í handbolta með Val? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 46 Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Þjóðhagsstofnun var sett á laggirnar árið 1974. Hún heyrði undir forsætisráðherra og veitti ríkisstjórninni og Alþingi ráðgjöf í efnahagsmálum. Á meðal annarra verkefna hennar var að semja þjóðhagsspár. Hún hafði verið gagnrýnd í nokkurn tíma þar til hún var lögð niður í forsætisráð- herratíð Davíðs Oddssonar árið 2002. Síðasti forstjóri hennar var Þórður Friðjónsson, nú forstjóri Kauphallarinnar. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.