Fréttablaðið - 30.04.2010, Síða 21

Fréttablaðið - 30.04.2010, Síða 21
FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 Siðareglur fyrir forseta Sá sem hefur næma siðferðis-kennd, þarf ekki að setja sér sérstakar reglur. Siðvitund hans segir honum líkt og ósjálfrátt hvað er við hæfi. Það hefði væntanlega þótt tíð- indum sæta á tímum Vigdís- ar Finnbogadóttur og Kristj- áns Eldjárn, að talin væri þörf á sérstökum siðareglum um störf þeirra. Hið sama hygg ég að segja megi um Ásgeir Ásgeirsson og Svein Björns- son, þótt ég þekkti ekki að sama skapi til þeirra persónu- lega. Mér er minnisstætt að ég heyrði Kristján Eldjárn segja, að á Bessastöðum skyldi ríkja alþýðlegur virðuleiki. Þá var sátt með þjóð og forseta – og gagnkvæm virðing. Það er dapurlegt að sjá, að siðferðisálit í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis skuli þurfa að taka til hlutar forseta Íslands í útrás og aðdraganda hrunsins – og telja af því nauð- syn að skýra betur hlutverk hans í stjórnarskrá, setja nýjar reglur um hlutverk og verkefni forsetans og æskilegt að for- setaembættið setji sér siðaregl- ur. Það er líka dapurlegt að sjá hvernig forsetinn bregst við. Þótt e.t.v. megi finna einhverj- ar misfærslur, eru meginatrið- in alveg skýr. Forsetinn gekk erinda og mærði úr hófi fram bankamenn og „athafnaskáld“ sem hafa valdið þjóðinni allri óbærilegum skaða. Hann gerði þá nánast að heimagöngum á Bessastöðum, skrifaði með- mælabréf, valsaði með þeim um heiminn og flutti fyrir þá lofræður sem voru svo fullar af yfirgengilegri þjóðrembu, að hver sæmilega heilbrigður Íslendingar hlýtur að roðna og blána við lestur þeirra. Í skjóli forsetaembættisins og „auð- æfa“ sinna töldust þessir menn sérstakt fyrirmyndarfólk. Um þess háttar menn sagði banda- ríska ljóðskáldið Walt Whitman árið 1870: „Fyrirmyndarfólk dagsins er ekkert annað en tískuklæddur skríll braskara og rudda.“ Manngerðin ætti því að vera ekki með öllu óþekkt. Forsetinn hefði betur staðið í ögn meiri og gagnrýnni fjar- lægð. Forseti Íslands veitir mönn- um heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu. Í 1. grein forsetabréfs um fálkaorðuna frá 31. desember 2005 segir, að henni megi sæma „innlenda einstaklinga eða erlenda fyrir vel unnin störf í þágu þjóðar- innar, einstakra þjóðfélags- hópa eða landshluta, eða í þágu mikilvægra og góðra mál- efna á Íslandi eða á alþjóða- vettvangi.“ Hér er tæpast átt við neina smámuni, enda hafa ýmsir talið slíka orðuveitingu einhverja æðstu viðurkenn- ingu sem Íslendingum getur hlotnast. Það er ekki gaman fyrir okkur, venjulega Íslend- inga, að sjá þrjá fyrrverandi forsætisráðherra spranga um með æðstu stig fálkaorðunnar, þá þrjá sem trúlega hafa skað- að þjóðina öðrum stjórnmála- mönnum fremur. Árið 2005 fær Björgólfur Guðmundsson orðuna „fyrir framlag til við- skiptalífs og menningar“. Við vitum að hann veitti stundum rausnarlega til menningar- mála, en vitum minna um ætt- erni þeirra peninga og raun- verulega eigendur. Og framlag hans til viðskiptalífs verður tæpast metið til orðuveitingar. En lengst er þó gengið 1. jan- úar 2007, þegar forseti Íslands veitir Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings banka, riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu „fyrir for- ystu í útrás íslenskrar fjár- málastarfsemi“. Sem sé: fyrir það sem hefur beinlínis stór- skaðað íslenska þjóð. Skyldu menn nú telja sér mikinn heiður að þiggja þessa orðu? Skyldu einhverjir kannski vilja skila henni? Í 13. gr. segir, að Stórmeistari (forsetinn) geti, „að ráði orðunefndar, svipt hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana“. Kannski er kominn tími til að beita þessu ákvæði? Ekki veit ég hversu vel for- seti Íslands er að sér í eld- fjallafræði. Enginn íslenskur jarðvísindamaður hefur kveðið upp úr um yfirvofandi Kötlu- gos, enda veit enginn hvenær eldfjöll gjósa nema með harla skömmum fyrirvara, – því miður. Það er því undarlegt, eftir allt sem á undan er geng- ið, að forseti Íslands skuli finna hjá sér hvöt til að hræða alla heimsbyggðina – og þar með – að minnsta kosti óbeint – vara menn við að koma hingað og hætta lífi sínu hér. Mörgum brá illilega við þessi ummæli, og hafa sumir haft á orði að forsetanum beri að segja af sér. Um það skal ég ekki dæma. En ljóst má vera, að for- seta Íslands ber að gæta orða sinna af varkárni þegar hann talar í krafti síns embættis. Einhverju sinni sagði hann, að gjá hefði myndast milli Alþing- is og þjóðarinnar. Hefur hann ekki sjálfur myndað slíka gjá milli sín og hennar? Að minnsta kosti sýnist ljóst, að sameiningartákn þjóðarinnar (eins og sagt er um forseta Íslands) er hann ekki og getur ekki verið. Slíkt sameiningar- tákn hefur íslensk þjóð ekki átt síðan Vigdís Finnbogadóttir lét af embætti 1996. Forsetaembættið Njörður P. Njarðvík rithöfundur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands Hann gerði þá nánast að heima- göngum á Bessastöðum, skrifaði meðmælabréf, valsaði með þeim um heiminn og flutti fyrir þá lofræður sem voru svo fullar af yfirgengilegri þjóðrembu, að hver sæmilega heilbrigður Íslendingar hlýtur að roðna og blána við lestur þeirra. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki 500 bæklingar með nýju sniði. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA 50 kassar utan um augnakonfekt. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Sótthreinsandi virkni sem drepur 99.9% af bakteríum og vírusum meðal annars svínaflensu H1N1 vírusinn. Tea Tree ilmur nýtt REYKJANESBÆ SELFOSSI HÚSAVÍK AKUREYRI REYKJAVÍK VORTILBOÐ FULLT VERÐ 12.995 9.995 Tea Tree hylki fylgir frítt með!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.