Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 78
46 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 SJÓNVARPSÞÁTTURINN LÁRÉTT 2. andaðist, 6. komast, 8. jarð- sprunga, 9. egna, 11. rykkorn, 12. brotthlaup, 14. glingur, 16. sjó, 17. gapa, 18. strá, 20. hreyfing, 21. heila. LÓÐRÉTT 1. hvæs, 3. persónufornafn, 4. rándýr, 5. lítill sopi, 7. vinsæll, 10. rölt, 13. heyskaparamboð, 15. komst, 16. sigti, 19. verkfæri. LAUSN LÁRÉTT: 2. lést, 6. ná, 8. gjá, 9. æsa, 11. ar, 12. strok, 14. skran, 16. sæ, 17. flá, 18. íla, 20. ið, 21. alla. LÓÐRÉTT: 1. fnæs, 3. ég, 4. sjakali, 5. tár, 7. ástsæll, 10. ark, 13. orf, 15. náði, 16. sía, 19. al. „Ég var alls ekki sáttur við þetta og fannst þetta einum of mikið af hinu góða,“ segir poppstjarn- an Júlí Heiðar sem var vaktað- ur af lögreglu og barnavernd- aryfirvöldum á tónleikum hans á Apótekinu í febrúar. Tónleik- arnir voru aldursskiptir og voru fulltrúarnir viðstaddir tónleik- ana fyrir yngstu aðdáendurna. Að sögn Gunnars Traustasonar, eiganda Apóteksins, var þetta algjört frumskilyrði fyrir því að umræddir tónleikar yrðu haldnir og að Júlí myndi ekki flytja sinn þekktasta slagara, Blautt dans- gólf, með upprunalegum texta. Að sögn Gunnars höfðu nokkrir for- eldrar haft samband og lýst yfir áhyggjum sínum að lög og textar Júlí gætu sært blygðunarkennd yngstu tónleikagestanna. Júlí Heiðar sagði í samtali við Fréttablaðið að honum þætti þetta fulllangt gengið. „Ég hef enda ekki lent í þessu aftur. Ég var alls ekki sáttur við þetta, það er ekk- ert klám í gangi heldur eru þetta bara textar sem síðan eru spil- aðir í útvarpinu,“ útskýrir Júlí. Hann segist sjálfur vera fyllilega meðvitaður um að textarnir sem hann syngur séu grófir. „Enda tók ég mér smá umhugsunarfrest áður en ég söng þessi lög. Þetta var upphaflega hugsað sem eitt- hvert grín og þá á kostnað allra þessara erlendu laga sem inni- halda svipað orðfæri. Ég nefni til dæmis Rude Boy með Rihönnu því ef maður spáir aðeins í þann texta þá er hann ótrúlega grófur. Text- arnir sem ég syng eru því bara í samræmi við þá hefð,“ segir Júlí Heiðar. Þótt engin plata með Júlí Heið- ari hafi litið dagsins ljós þá nýtur söngvarinn feikilegra vinsælda á Netinu en yfir sextíu þúsund hafa hlustað á hið umdeilda lag Blautt dansgólf á sjónvarpsvefn- um YouTube. Söngvarinn hefur hins vegar brugðist við gagnrýni á textana og þegar hann spilar til að mynda í félagsmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu er gerð sú krafa að öllu klúru orðbragði sé sleppt. „Ég er því búinn að semja nýjan texta við þessi lög og það er ekkert mál fyrir mig,“ segir Júlí. Söngvarinn var hluti af sigur- atriði Borgarholtsskóla í Söng- keppni framhaldsskólanna. Og hefur haft nóg fyrir stafni. „Þetta hefur gengið alveg ljómandi vel, það er ótrúlega mikið í gangi. Ég er að fara að spila úti um allt land í sumar og hugsanlega verður farið að vinna í plötu í ágúst sem síðan kemur vonandi út í október,“ segir Júlí. freyrgigja@frettabladid.is JÚLÍ HEIÐAR: GRÓFIR TEXTAR Í SAMRÆMI VIÐ ERLENDA POPPARA Vaktaður af lögreglu og barnaverndaryfirvöldum MEÐVITUÐ POPPSTJARNA Júlí Heiðar er fyllilega meðvitaður um grófa texta í lögum sínum og breytir þeim þegar hann syngur fyrir yngstu kynslóðina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er rannsóknarskýrslan mest selda ritið á Íslandi í dag. Óneitanlega er hins vegar komin svolítið sérstök staða upp á bókamarkaðinum. Rann- sóknarskýrslan er gefin út af Alþingi sem er auðvitað ekki bókaútgefandi en hins vegar eru þess mýmörg dæmi að fólk noti bókaávísunina sem heimili landsins fengu senda frá Félagi bókaútgefenda og bóksala í þessari viku til að kaupa skýrsluna. Þannig að bókaútgefendur og bóksalar eru farnir að niðurgreiða skýrsluna sem gefin er út af aðila sem tilheyrir hvorugu félaganna. Kristján Bjarki Jónasson, formaður Félags bókaútgefenda, segir þetta auðvitað svolítið írónískt. Og þótt hann hafi heyrt frá mönnum í bókabransanum að kannski ætti að breyta reglunum þá sé ekkert við þessu að gera. „Auð- vitað er ekkert launungarmál að þetta átak er gert til að örva bóksölu, en þetta er bara algjör tilviljun og ekkert sem við getum gert í,“ segir Kristján. Hluta af fjárhæðinni sem kemur inn með ávísuninni er síðan varið í styrk fyrir bókasöfn í grunnskólum sem mörg hver eru fjársvelt og geta ekkert keypt af nýlegum bókum. „Við viljum auðvitað koma í veg fyrir að það myndist þarna fimm ára gat í bókum. Þannig að hið opinbera er í raun að styrkja bókasöfn án þess að vita af því,“ útskýrir Kristján Bjarki. Hann segist ekki vita í hversu mörg- um eintökum skýrslan hafi selst en það ku þó vera nokkur þúsund stykki. - fgg Óvænt niðurgreiðsla skýrslunnar „Það þýðir engan veginn að segjast hafa stofnað klúbb einhvern tíma. Það eru milljón klúbbar stofnaðir úti um allt á hverjum degi. Yfirleitt er það í gríni tveggja félaga. Er það þá orðið klúbbur? Er það þá opin- bert? Eða verður kannski aðeins að kafa dýpra ofan í þetta, skoða þetta betur?“ spyr Birgir Ísleifur Gunnarsson, einn af þremur stofn- meðlimum Rod Stewart-aðdáenda- klúbbsins In Rod We Trust. Fréttablaðið sagði frá stofnun In Rod We Trust á þriðjudag. Söngvar- inn Daníel Ágúst Haraldsson sagði hann, Birgi og Krumma Björgvins- son hafa stofnað fyrsta aðdáenda- klúbb Rod Stewart á Íslandi. Fréttin fór fyrir brjóstið á útvarpsmann- inum Andra Frey Viðarssyni, sem stofnaði klúbbinn Rodway ásamt tveimur öðrum fyrir ári síðan. Þá fullyrti hann að meðlimir In Rod We Trust væru vitlausir. Birgir ítrekar að In Rod We Trust sé fyrsti skráði Rod Stewart- aðdáendaklúbbur landsins. „Það þarf í fyrsta lagi að skrá klúbbinn, sem við höfum að sjálfsögðu gert,“ segir Birgir ákveðinn. „Svo þarf að kynna klúbbinn opinberlega og óska eftir félagsmönnum. Sem við höfum einnig gert. Í rauninni er ekki hægt að setja út á þetta sem við vorum að gera.“ Fjölmargir hafa sótt um inn- göngu í In Rod We Trust eftir að fréttin birtist og Birgir segir þá félaga hafa ýmislegt á prjónunum; erlent samstarf, heimasíða og póst- listi er þar á meðal. „Við erum allir miklir aðdáendur Andra,“ segir hann, „en ég held að þetta hafi verið lúmsk beiðni frá honum. Ætli hann hafi ekki búist við því að við mynd- um þagga málið niður með því að bjóða honum í klúbbinn.“ - afb Rod Stewart-aðdáendur í hár saman AÐDÁENDUR DEILA Birgir Ísleifur, Daníel Ágúst og Krummi ítreka að þeirra klúbb- ur sé fyrsti skráði aðdáendaklúbbur Rod Stewart á Íslandi. Andri Freyr var á öðru máli í Fréttablaðinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SÉRSTÖK STAÐA Þúsund króna niðurgreiðsla frá bóksölum og bókaútgef- endum er notuð til að kaupa Rannsóknarskýrsl- una þótt útgefandi hennar, Alþingi Íslands, sé ekki meðlimur í þeim hópum. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis. 2 Um 21,8 prósent. 3 Þær eru mæðgur. Heimildar- mynd Profilm um gosið í Eyjafjallajökli var frumsýnd á besta tíma á National Geographic í gærkvöldi. Þetta er fyrsta heimildarmyndin um þetta áhrifamesta eldgos seinni tíma sem lamaði allt flug í Evrópu. Myndefnið var allt sent út til Bandaríkjanna þar sem starfsmenn National Geographic og fulltrúar Profilm settu myndina saman enda lá forsvarsmönnum stöðvarinnar mikið á að fá hana strax til sýningar. Önnur íslensk heimildarmynd, Feathered Cocaine, hefur vakið mikla athygli á Tribeca-kvikmynda- hátíðinni í New York. Myndin fær lofsamlega umsögn á bloggsíðu NBC-sjónvarpsstöðvarinnar í New York þar sem leikstjórarnir Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arn- arsson eru sagðir færa áhorf- endum kraftmikla og áhrifaríka heimildarmynd sem komi sterk- lega til greina í flokknum besta heimildar- myndin. Og frá því er greint í erlendum vefmiðlum að til standi að gera framhaldsmynd eftir Journey to the Center of the World sem skaut Anitu Briem upp á stjörnuhimininn. Vefmiðlar segja lykilatriði að leikstjóri fyrstu myndarinnar og Brendan Fraser nái að samræma dagskrána en hins vegar er hvergi minnst á að Anita endurtaki hlutverk sitt sem leið- sögukonan Hannah. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Síðan Skjár einn lokaði hurfu margir af mínum uppáhalds tímaþjófum af skjánum. En ég held enn í vonina um að gömlu Sherlock Holmes- eða Muppet Show- þættirnir verði endursýndir á RÚV. Þangað til reyni ég að njóta sjónvarpslausa tímans í botn.“ Þorvaldur H. Gröndal, tónlistarmaður og háskólanemi. Takmarkaður sýningafjöldi Miðasala er hafin! | |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.