Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 28
 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR4 Stærsta pitsa heims var bökuð í Norwood í Suður-Afríku árið 1990. Hún var 100 fet, eða um 30 metrar í þvermál. Flestar pitsur eru borðaðar á laugardögum. Vinsælasta áleggið í Bandaríkjunum er pepperoni. Óvinsælasta áleggið í Bandaríkjunum eru ansjósur. Bandaríkjamenn borða um 40 hektara af pitsu á dag. Á sextándu öld sannfærði Maria Carolina, drottning af Napolí, eiginmann sinn, Ferdinand IV., um að baka hinn þjóðlega rétt í konunglegum ofni. Árið 1889 bjó Raffaele Esposito, frægur pitsukokkur, til pitsu fyrir Margar- ítu drottningu, með tómötum, basil og osti, til heiðurs ítalska fánanum. Sú pitsa er enn í dag grunnur allra pitsa. Fyrir utan Ítalíu er líklega hægt að fá besta ítalska matinn í Argentínu en yfir sextíu prósent íbúa Búenos Aíres eru af ítölskum uppruna. Flest börn á aldrinum þriggja til ellefu ára velja pitsu fram yfir flest annað samkvæmt Gallup-könnun. Sniðugar staðreyndir um pitsuna PITSAN HEFUR UNNIÐ SÉR STÓRAN SESS Í HJÖRTUM MANNA. HÉR ERU NOKKR- AR STAÐREYNDIR UM ÞENNAN ÁSTSÆLA MAT. Pitsan hefur fengið nokkrar útfærslur, til dæmis calzone og stromboli. Ein frægasta útfærsla pitsunnar er calzone eða hálfmáninn. Í raun er það pitsa sem hefur verið brotin saman til að mynda hálfmána og er fyllt af áleggi. Hefðbundin ítölsk calzone er með tómötum og mozz- arella-osti en Bandaríkjamenn setja einnig skinku, spægipylsu og grænmeti. Yfirleitt er borin fram marinarasósa með hálfmánanum en ofan á hálfmánann er oft sett olía með hvítlauk og steinselju. Hálfmánar á stærð við samlok- ur eru vinsælir á Ítalíu og oft sem fólk kaupir sér slíkt í hádeginu og borðar jafnvel á hlaupum. Önnur pitsuútfærsla kallast stromboli en það er deiglengja sem rúllað er upp og inniheldur ýmiss konar álegg. Hálfmáninn góði Calzone-hálfmáninn er fylltur með ýmsum áleggstegundum. Pitsur í mismunandi löndum taka mið af þeirri menningu sem þar ríkir. Til dæmis eru pitsur í Indlandi oft mun sterkari en á Vesturlöndum og boðið er upp á pitsur með tandoori- kjúklingi. wikipedia.org H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 6 0 8 Uppskriftin að föstudags- pizzunni er á gottimatinn.is rKo nax-hveiti er framleitt með mismunandi baksturseiginleika rP óteinríkt hveiti hentar t.d. vel í pizzur og brauð en hveiti sem ni nheldur minna prótein hentar betur í kökur og kex. Kornax framleiðir 2 gerðir af hveiti ásamt heilhveiti og rúgmjöli. Á heimasíðu Kornax, www.kornax.is, má finna ýmsan fróðleik, hollráð og uppskriftir sem falla vel að bakstri úr Kornax-hveiti. Veldu íslenska gæðaframleiðslu! Ferskasta hveitiÐ! - alltaf nýmalaÐ hí uga sem byggja á próteininnihaldi hveitisins. Kornax hveitimylla | Korngörðum 11 - 104 Reykjavík | Sími: 540 8700 | kornax@kornax.is | www.kornax.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.