Fréttablaðið - 30.04.2010, Side 28

Fréttablaðið - 30.04.2010, Side 28
 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR4 Stærsta pitsa heims var bökuð í Norwood í Suður-Afríku árið 1990. Hún var 100 fet, eða um 30 metrar í þvermál. Flestar pitsur eru borðaðar á laugardögum. Vinsælasta áleggið í Bandaríkjunum er pepperoni. Óvinsælasta áleggið í Bandaríkjunum eru ansjósur. Bandaríkjamenn borða um 40 hektara af pitsu á dag. Á sextándu öld sannfærði Maria Carolina, drottning af Napolí, eiginmann sinn, Ferdinand IV., um að baka hinn þjóðlega rétt í konunglegum ofni. Árið 1889 bjó Raffaele Esposito, frægur pitsukokkur, til pitsu fyrir Margar- ítu drottningu, með tómötum, basil og osti, til heiðurs ítalska fánanum. Sú pitsa er enn í dag grunnur allra pitsa. Fyrir utan Ítalíu er líklega hægt að fá besta ítalska matinn í Argentínu en yfir sextíu prósent íbúa Búenos Aíres eru af ítölskum uppruna. Flest börn á aldrinum þriggja til ellefu ára velja pitsu fram yfir flest annað samkvæmt Gallup-könnun. Sniðugar staðreyndir um pitsuna PITSAN HEFUR UNNIÐ SÉR STÓRAN SESS Í HJÖRTUM MANNA. HÉR ERU NOKKR- AR STAÐREYNDIR UM ÞENNAN ÁSTSÆLA MAT. Pitsan hefur fengið nokkrar útfærslur, til dæmis calzone og stromboli. Ein frægasta útfærsla pitsunnar er calzone eða hálfmáninn. Í raun er það pitsa sem hefur verið brotin saman til að mynda hálfmána og er fyllt af áleggi. Hefðbundin ítölsk calzone er með tómötum og mozz- arella-osti en Bandaríkjamenn setja einnig skinku, spægipylsu og grænmeti. Yfirleitt er borin fram marinarasósa með hálfmánanum en ofan á hálfmánann er oft sett olía með hvítlauk og steinselju. Hálfmánar á stærð við samlok- ur eru vinsælir á Ítalíu og oft sem fólk kaupir sér slíkt í hádeginu og borðar jafnvel á hlaupum. Önnur pitsuútfærsla kallast stromboli en það er deiglengja sem rúllað er upp og inniheldur ýmiss konar álegg. Hálfmáninn góði Calzone-hálfmáninn er fylltur með ýmsum áleggstegundum. Pitsur í mismunandi löndum taka mið af þeirri menningu sem þar ríkir. Til dæmis eru pitsur í Indlandi oft mun sterkari en á Vesturlöndum og boðið er upp á pitsur með tandoori- kjúklingi. wikipedia.org H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 6 0 8 Uppskriftin að föstudags- pizzunni er á gottimatinn.is rKo nax-hveiti er framleitt með mismunandi baksturseiginleika rP óteinríkt hveiti hentar t.d. vel í pizzur og brauð en hveiti sem ni nheldur minna prótein hentar betur í kökur og kex. Kornax framleiðir 2 gerðir af hveiti ásamt heilhveiti og rúgmjöli. Á heimasíðu Kornax, www.kornax.is, má finna ýmsan fróðleik, hollráð og uppskriftir sem falla vel að bakstri úr Kornax-hveiti. Veldu íslenska gæðaframleiðslu! Ferskasta hveitiÐ! - alltaf nýmalaÐ hí uga sem byggja á próteininnihaldi hveitisins. Kornax hveitimylla | Korngörðum 11 - 104 Reykjavík | Sími: 540 8700 | kornax@kornax.is | www.kornax.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.