Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 70
38 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR Ballbandið Mono hefur ákveðið að gefa sína fyrstu plötu, Mono Partí, á síðu sinni Monotonlist.is frá og með laugardeginum 1. maí. Á plötunni eru að finna nokkur af vinsælustu partílögum Íslands- sögunnar í flutningi Mono og góðra gesta. Á meðal þeirra eru Magni, Árni Johnsen, Sigurjón Brink, Gunnar Ólason, Rúnar Eff, Íris Hólm og Hemmi Gunn, sem mun syngja lagið Út á gólfið í nýrri útgáfu Mono. Einnig verð- ur hægt að ná í bók með textum og gítarhljómum við öll lögin á plötunni. Mono gefur plötuna sína Rapparinn Eminem hefur sent frá sér nýtt smáskífulag sem nefnist Not Afraid. Lagið verð- ur að finna á væntanlegri plötu hans, Recovery, sem kemur út 21. júní. Á meðal gesta á henni eru DJ Khalil, Just Blaze, Jim Jonsin og Boi-Ida. Eminem ætlaði upp- haflega að fylgja plötu sinni frá síðasta ári, Relapse, eftir með framhaldsplötunni Relapse 2. Á endanum varð nafnið Recovery fyrir valinu og er það tilvísun í endurhæfingu hans eftir að hafa átt við vímuefnavandamál að stríða. Nýtt lag frá Eminem EMINEM Rapparinn hefur sent frá sér smáskífulagið Not Afraid. Fyrrverandi klámmyndaleik- konan Jenna Jameson var flutt á sjúkrahús fyrr í vikunni eftir átök við eiginmann sinn, glímu- kappann Tito Ortiz. Jameson sakaði Ortiz um að hafa hrint sér með þeim afleiðingum að hún tognaði á öxl. Ortiz hélt blaða- mannafund stuttu síðar og sagði eiginkonu sína háða verkjalyf- inu Oxycotin sem varð þess vald- andi að hún féll í baðkar og togn- aði. Jameson hefur ekki tjáð sig um ásakanir eiginmannsins en fór þess í stað í blóðprufu sem leiddi í ljós að hún hafði ekki neytt neinna lyfja síðustu fimm dagana. Vinkona Jameson sagðist áður hafa orðið vitni að því að Ortiz legði á hana hendur og því komi árásin ekki á óvart. Jameson hyggst kæra Ortiz fyrir heimilis- ofbeldi. Jenna ekki háð lyfjum EKKI HÁÐ Eiginmaður Jennu Jameson sagði hana háða verkjalyfjum. Blóðpruf- ur sýna þó fram á annað. Í nýlegu viðtali við tímaritið Women‘s Health segist leikarinn Ryan Phillippe búa yfir leynd- um hæfileika því hann geti rapp- að afskaplega vel. „Ég rappa mjög vel. Ég hljóma svolítið eins og Lil Wayne eða Ludacris. Mér er fúlasta alvara, ég er mjög góður,“ sagði leikarinn. Í sama viðtali er hann spurður hvað það sé sem hann leiti að í fari konu. „Gerið eitthvað, hvað sem er, til að fá mig til að hlæja. Ef kona er fyndin mun það skilja eftir sig spor. Ég hef gaman af svörtum húmor.“ Segist líkjast Lil Wayne „Við búumst við biðröðum eins og síðustu ár. Þær hafa yfirleitt verið út planið og jafnvel út á götu,“ segir Þórhallur Björgvins- son, umsjónarmaður myndasagna hjá Nexus. Verslunin, ásamt þúsundum myndasagnaverslana um allan heim, ætlar að gefa sérútgefin myndasögublöð frá ýmsum útgef- endum á laugardaginn. Yfir tvær milljónir blaða verða gefnar víða um heim og er þetta í áttunda sinn sem þessi dagur, Free Comic Book Day, er haldinn. Viðburðurinn hjá Nexus hefst klukkan 13 og verða blöðin gefin á meðan birgðir endast. Að sögn Þór- halls mættu á bilinu 1200 til 1500 manns í verslunina í fyrra til að fá gefins myndasögur og voru blöð til handa öllum. „Við höfum náð að gefa hverjum og einum nokkur blöð. Við höfum ekki þurft að grípa til strangra takmarkana.“ Flestir þeir sem eru í hluta- starfi í Nexus verða kallaðir út þennan dag. „Ætli það sé ekki ein- hver tugur sem við fáum í þetta. Það þarf að hafa hemil á liðinu og smá skipulagningu svo að það fari ekki allt í rugl,“ segir Þórhall- ur og bætir við: „Þetta hefur allt- af verið óskaplega gaman. Okkur finnst þetta ein skemmtilegasta leiðin til að kynna vörutegundir eða frásagnarform, að hreinlega gefa hlutina. Það er æðislegt ef einhver sem þekkir ekkert inn á myndasögur og þjáist af mynda- söguólæsi kynnist forminu og sér eitthvað sem honum líkar.“ - fb Búast við biðröðum ÓKEYPIS MYNDASÖGUR Frá Ókeypis myndasögudeginum árið 2008. Fjöldi mynda- sagna verður gefinn hjá Nexus á laugardaginn. Guðlaug Hermannsdóttir, nemandi í fjölmiðlafræði við University of Southern Maine í Portland, fékk ljós- mynd eftir sig birta á vef- síðu hins heimsþekkta tíma- rits National Geographic fyrir stuttu. Ritstjórar tímaritsins velja tólf mynd- ir á dag inn á síðu þeirra af meira en þúsund innsendum myndum sem teknar eru bæði af atvinnu- og áhuga- ljósmyndurum. Guðlaug, sem er 29 ára og hefur verið búsett í Maine í þrjú ár, segist aldrei fara út úr húsi án myndavélarinnar. Hún segir myndina sem birt var á National Geographic-síðunni vera tekna á sléttum Suður-Dakota. „Ég var á níu vikna ferðalagi um Bandarík- in síðastliðið sumar. Þá heimsótti ég yfir fjörutíu ríki en einhvern veginn er South Dakota sterkust í minningunni; kyrrðin, auðnin og grashafið í golunni minnti mig á heimsóknir til afa og ömmu í sveit- ina rétt fyrir utan Akureyri þegar ég var krakki,“ útskýrir Guðlaug. Að eigin sögn hefur það lengi verið draumur hennar að fá birta mynd hjá National Geographic. „Það kom mér mjög á óvart að ljósmynd mín hefði verið valin til birtingar. Ég hef prófað að senda myndir inn til þeirra áður og var eiginlega búin að missa alla von um að fá eitthvað birt hjá þeim, það eru svo margar góðar myndir sem rata þarna inn.“ Hún hefur skrifað nokkuð fyrir tímaritið Reykjavik Grapevine og Ynjuna á Íslandi auk þess sem hún hefur verið að skrifa og mynda fyrir Switch Magazine í Bandaríkjunum. Guðlaug útskrifast í vor og hyggst þá flytja til Englands þar sem hún ætlar að safna sér fyrir heimsreisu. „Ég stefni á að hefja ferðina í haust. Ætla að byrja eitthvað í Evrópu, síðan verður haldið til Norður-Afríku og Mið-Austur- landa og þaðan áfram til austur- hluta Asíu og Eyjaálfu.“ sara@frettabladid.is Slétturnar í Dakota minntu á sveitina hjá ömmu og afa Á FERÐ OG FLUGI Guðlaug Hermannsdóttir segist ekki fara út úr húsi án myndavélar- innar. Hún fékk mynd eftir sig birta á vef National Geographic. SLÉTTUR SUÐUR-DAKOTA Þetta er myndin sem birtist á vefsíðu National Geographic. Guðlaug segir slétturnar hafa minnt sig á heimsóknir í sveitina til ömmu sinnar og afa í bernsku. MYND/GUÐLAUG HERMANNSDÓTTIR U M A L L T LA N D Keppt er um: Flesta þátttökudaga Flesta kílómetra 5.-25.maí Vinnustaðakeppni Skráning og nánari upplýsingar á vefsíðunni: hjoladivinnuna.is Nú látum við hjólin snúast um allt land! ÍS L E N S K A /S IA .I S /Í S Í 49 83 3 03 /1 0 Samstarfsaðilar Vertu með! Ólympíufjölskyldan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.