Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 2
2 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR MENNING Rekstur ásatrúarsýning- ar í húsnæði Eden í Hveragerði er kominn í þrot og starfseminni var hætt fyrir nokkru. Sparisjóður Suðurlands tók Eden-byggingarnar upp í skuldir í júlí 2008. Frá því í fyrra hafa Dul- heimar ehf. rekið þar sýningu um ásatrú, goðheima og forna heims- mynd germanskra manna. Félagið hafði í janúar 2008 fengið vilyrði bæjaryfirvalda fyrir lóð undir Hamrinum í Hveragerði fyrir um fjögur þúsund fermetra byggingu undir skemmti- og fræðslugarð um ásatrúna. Opna átti nýja setr- ið vorið 2010 undir nafninu Auga Óðins. Áætlanir um uppbygging- una voru stórar. Meðal annars áttu tugir Hvergerðinga að fá atvinnu í setrinu. Úr varð að Auga Óðins fór í smækkaðri mynd inn í Eden í júlí í fyrra undir nafninu Iðavellir. Sett var upp sýning í gróðurhúsahlut- anum og minjagripa- og veitinga- sala var í fremri hlutanum eins og verið hafði. „Þetta er skemmtileg hugmynd og spennandi ábót á mannlífið hér,“ sagði Aldís Hafsteinsdótt- ir, bæjarstjóri Hveragerðisbæj- ar, við Fréttablaðið þegar áformin um að opna í Eden voru ljós. „Að sjálfsögðu verða allar hugmynd- ir kristinna manna um upphaf til- verunnar afmáðar svo Eden-nafn- ið verður að sjálfsögðu að víkja,“ sagði Guðbrandur Gíslason hjá Dulheimum. Pétur Hjaltason, sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Suðurlands, segir að nú standi yfir viðræður við vænt- anlegan nýjan leigutaka. Vonast sé til að aftur verði hægt að hefja rekstur í húsinu seinni partinn í maí. „Það eru aðilar að taka þetta á leigu sem ætla sér að vera þarna með rekstur sem verður ekki ósvipaður því sem Eden var áður,“ segir Pétur. „En það er ekki í hendi fyrr en það er í hendi,“ ítrekar hann. Eins og áður segir eignaðist Sparisjóður Suðurlands Eden í júlí 2008 vegna skulda fyrri eiganda. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins áttu Dulheimar að greiða yfir 1,6 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir húsið og reyndist það félaginu of stór biti. „Það er allt skellur,“ svarar Pétur sparisjóðsstjóri aðspurður hvort viðskiptin með byggingarn- ar hafi reynst mikill skellur fyrir sparisjóðinn. Guðbrandur Gíslason hjá Dulheimum vildi í gær ekki tjá sig um afdrif Iðavalla og hugsan- legt framhald starfseminnar. gar@frettabladid.is Sýning ása í þrot og Eden mun opna á ný Dulheimar ehf. hafa hætt rekstri á ásatrúarsýningunni Iðavöllum og veitinga- og minjagripasölu í húsnæði Eden í Hveragerði. Sparisjóður Suðurlands á húsið og er að semja við nýja aðila sem hyggjast taka upp rekstur Eden í fyrri mynd. Á IÐAVÖLLUM Sýning byggð á germanskri heimsmynd og ásatrú var opnuð í júlí í fyrra og nafni Eden breytt í Iðavelli. Útlit er fyrir að Eden-nafnið verði tekið upp aftur. Karl, kyngirðu ekki bara þessu gosi eins og að drekka vatn? „Jú, og fer létt með enda eru þetta einu vökvarnir sem ég drekk fyrir utan kaffi. Tala nú ekki um ef ég fæ hraun með.“ Karl Rafnsson er hótelstjóri á Hótel Kirkjubæjarklaustri sem þurft hefur að þola afbókanir ferðamanna vegna goss- ins í Eyjafjallajökli. DÓMSTÓLAR Þrír menn eru nú fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sakaðir um að hafa svipt mann frelsi sínu og klippt hann í fingurinn með garðklippum í því skyni að kúga af honum hálfa milljón króna. Mönnunum er gefið að sök að hafa í mars á síðasta ári leitt manninn nauðugan að bifreið og ýtt honum í farangursrými henn- ar. Tveir mannanna hafi slegið fórnarlambið ítrekað í andlit með krepptum hnefa. Í Öskjuhlíð veitt- ust þremenningarnir að honum í sameiningu með höggum og spörkum í andlit og líkama, auk þess sem einn þeirra sló mann- inn með steini í hægri öxl, spark- aði í hnakka hans og annar árásar- mannanna klippti með garðklipp- um í litla fing- ur vinstri handar hans. Í kjöl- farið hótuðu þeir mannin- um frekari líkams- meiðingum ef hann útveg- aði ekki hálfa milljón króna innan tiltekins frests. Enn fremur létu þeir hann hringja í systur sína og hótuðu henni því að beita fórnar- lambið frekara ofbeldi ef hún ekki greiddi þeim hálfa milljón króna. Því næst færðu þeir manninn í far- angursrými bifreiðarinnar og óku með hann að slysadeild Landspít- ala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi þar sem þeir skildu hann eftir. Hann reyndist vera með umtals- verða áverka. - jss GARÐKLIPPUR Voru notaðar til að reyna að kúga fé út úr manni. Þrír fyrir dómi vegna frelsissviptingar, líkamsárásar og tilraunar til fjárkúgunar: Notuðu garðklippur á fingur ÍTALÍA, AP Næsta eldgos á Ítalíu gæti orðið á hinni friðsælu eyju Ischia, frekar en í hinu illræmda fjalli Vesúvíusi. Ekki er þó talin hætta á gosi alveg á næstunni. „Ef ég ætti að segja hvaða eldfjall er komið næst því að gjósa, þá myndi ég ekki nefna Vesúvíus heldur Ischiu,“ segir Guido Bertolaso, yfirmaður almannavarna á Ítalíu. Undir eyjunni er kvikuhólf, sem samkvæmt mæl- ingum hefur verið að þenjast út. Engin hreyfing hefur hins vegar mælst í Vesúvíusi, sem síðast gaus með látum árið 1944. Ischia er þekkt ferðamannaeyja skammt út frá borginni Napólí, ekki langt frá eyjunni Capri sem einnig dregur að sér ferðamenn í stórum stíl. Eldgos í Vesúvíusi yrði afar hættulegt, því í hlíð- um fjallsins býr meira en hálf milljón manna og borgin Napólí er í næsta nágrenni með eina milljón manns. Eldgos í Ischiu yrði þó ekki síður skeinu- hætt íbúum Napolí, því eyjan er rétt fyrir utan Napolíflóa. Síðast gaus í Ischiu árið 1302, eða fyrir rúmum sjö hundruð árum. Þá höfðu liðið rúm þúsund ár frá síðasta gosi árið 295, en eldvirkni var tíð á öldunum þar á undan, þegar sjaldan liðu meira en hundrað ár milli gosa og stundum aðeins fáir áratugir. - gb Ítalskir jarðfræðingar spá í væntanleg eldgos: Hafa helst áhyggjur af Ischiu FRIÐSÆL ELDFJALLAEYJA Friðsældin er úti ef eldfjallið vaknar af dvala. NORDICPHOTOS/AFP LÍFEYRISMÁL Viðskiptaráð Íslands telur grófa mismunun viðgangast í lífeyrissjóðakerfinu. Ráðið gagnrýnir hart að á sama tíma og starfsmenn á almenna vinnumarkaðnum taka á sig skerðingu lífeyrisréttinda í stór- um stíl séu kjör starfsmanna rík- isins innan Lífeyrissjóðs starfs- manna ríksins (LSR) tryggð. Sérstaklega stingi þetta í augun þar sem LSR hafi verið á meðal þeirra lífeyrissjóða sem skiluðu verstri ávöxtun árið 2008. Ríkið bætir upp tap sjóðsins. Viðskiptaráð telur ljóst að óbreytt lífeyriskerfi opinberra starfsmanna sé ósjálfbært og feli í sér miklar skattahækkanir til framtíðar. Réttindi sjóðfélaga LSR eru bundin í lög og því óháð ávöxtun og eignum sjóðsins. - shá Viðskiptarráð á móti LSR: Segja misrétti í lífeyriskerfinu KEYPT Í MATINN Ekki standa allir jafn- fætis þegar kemur að lífeyrisgreiðslum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEILBRIGÐISMÁL Bæjarráð Akur- eyrar samþykkti á fundi í gær að leggja göngudeild SÁÁ til 8,3 milljónir króna í ár og á næsta ári. Er þetta gert með því fororði að rekstur göngudeildarinnar verði haldið áfram með sambærilegum hætti og á undanförnum árum. Í bókun segir að þrátt fyrir fjár- framlagið telji ráðið að rekstur SÁÁ eigi skilyrðislaust að vera fjármagnaður af fjárlögum ríkis- ins, en í ljósi aðstæðna er sam- þykkt að leggja deildinni til 3,3 milljónir í ár og fimm milljónir árið 2011. - shá Göngudeildin fær annað líf: Akureyrarbær aðstoðar SÁÁ VIÐSKIPTI Jón Ásgeir Jóhannesson fékk tvö kúlulán til tíu ára fyrir samtals 440 milljónir í síðasta mánuði. Lánveitandinn er ókunn- ur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Að veði fyrir lánunum liggja tvær fasteignir í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, konu Jóns Ásgeirs, við sömu götu í miðbæ Reykja- víkur. Húsin eru nú bæði yfir- veðsett. Ingibjörg Pálmadóttir hafði samband við Stöð 2 eftir að frétt- in var flutt í gær og kom því á framfæri að lánin væru vegna skuldauppgjörs þeirra við Lands- bankann og væru einkamál. - sh Jón Ásgeir yfirveðsetur eignir: Fékk lánaðar 440 milljónir JÓN ÁSGEIR OG INGIBJÖRG Jón Ásgeir þarf að borga lánin til baka á einu bretti árið 2020. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM DÓMSMÁL Rúmlega þrjú hundruð manns hafa ritað undir yfirlýs- ingu þar sem þess er krafist að dregnar verði til baka ákærur á hendur nímenningunum sem nú eru fyrir dómi fyrir að ryðjast inn í alþingishúsið í búsáhaldabylting- unni í desember 2008. Ella krefj- ast þeir sem undir yfirlýsinguna rita að þeir verði einnig ákærðir þar sem þeir hafi tekið þátt í að ráðast á Alþingi. „Þann 1. febrúar 2009 sprakk þingmeirihluti og ríkisstjórn féll. Árásir okkar gegndu þar lykilhlut- verki,“ segir í yfirlýsingunni, sem stíluð er á íslenska ríkið. - jss Innrásin á Alþingi: Rúm 300 vilja láta ákæra sig VARSJÁ, AP Sitjandi Póllandsfor- seti myndi sigra örugglega í for- setakosningum gegn Jaroslaw Kaczynski, tvíburabróður fyrr- um forseta sem fórst í flugslysi í Rússlandi fyrr í mánuðinum. Þetta er niðurstaða þarlendrar skoðanakönnunar. Bronislaw Komorowski, forseti þingsins tók við embættinu eftir slysið. Fyrirhugað er að halda kosning- arnar 20. júní. - sh Tvíburabróðirinn ekki vinsæll: Kaczynski spáð ósigri í Póllandi SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.