Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 20
20 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þjóðin og Alþingi Tryggvi Gíslason fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Þegar talað er um nýtt Ísland og nýtt lýð- veldi á Íslandi er verið að óska eftir réttlát- ara þjóðfélagi þar sem heiðarleiki kemur í stað spillingar og lýðræði í stað flokksræð- is. Með lýðræði er átt við lögbundinn rétt hvers einstaklings til þess að hafa áhrif á stjórn landsins og að allir séu jafnir fyrir lögunum. Lög lands eiga að tryggja lýðræði á grundvelli þriggja meginstoða siðaðs sam- félags: frelsis, jafnréttis og bræðralags, en með bræðralagi er átt við virðingu fyrir öllum einstaklingum, mannvirðingu án til- lits til landamæra, litarháttar, skoðana eða trúarbragða. Form lýðræðis er mikilsvert. Skiln- ingur á lýðræði er ekki síður mikilsverð- ur. Atkvæðagreiðsla á fjögurra ára fresti tryggir ekki lýðræði. Það gerir aðeins skilningur á lýðræði og lýðræðisleg hugsun. Til þess að treysta lýðræði þarf að taka upp kennslu í lýðræðislegri hugsun og lýðræðis- legum starfsháttum í skólum landsins. Vísir að slíkri kennslu er þegar í sumum leik- skólum og grunnskólum og nokkrum fram- haldsskólum. En betur má ef duga skal. Ein helsta von til þess að endurreisa traust og virðingu í samfélaginu og tryggja framtíð þjóðarinnar er góð menntun – góðir skólar. Þjóðin þarf á að halda traustum stjórn- málaflokkum - stjórnmálamönnum sem unnt er að treysta. Til þess að þjóðin geti borið traust til stjórnmálamanna, stjórn- málaflokka og fulltrúa á Alþingi þurfa stjórnmálamenn, stjórnmálaflokkar og alþingismenn, karlar og konur, að vera sér þess meðvituð, að Alþingi þiggur vald frá þjóðinni: að uppruni valdsins er hjá þjóð- inni. Til þess að tryggja lýðræði á Íslandi eftir áföll síðustu missera þarf að halda sérstakt stjórnlagaþing sem kjörið er persónukjöri með landið allt sem eitt kjördæmi. Stjórn- lagaþingið semur frumvarp að nýrri stjórn- arskrá sem hæfi kröfum tímans og tryggi frelsi allra, jafnrétti á öllum sviðum og ský- lausa þrískiptingu valds. Frumvarp stjórn- lagaþingsins að nýrri stjórnarskrá – nýjum grundvallarlögum – yrði síðan lögð fyrir í þjóðaratkvæði. Fyrsta grein í stjórnarskrá nýs lýðveld- is á að fjalla um mannvirðingu og mann- réttindi og önnur greinin um að endanlegt vald sé hjá þjóðinni. Síðan komi þau atriði er varða form lýðræðis í nýju lýðveldi á Íslandi. Lýðræði er hugsun Námskeið um ræktun matjurta og kryddjurta til heimilisnota Heiður Björnsdóttir kennir hvernig rækta má grænmeti og kryddjurtir með lítilli fyrirhöfn! www.heilsuhusid.is kl. 19:30 - 22:30 Miðvikud. 5. maí Heilsuhúsinu Lágmúla Áhugasamir skrái sig á lagmuli@heilsuhusid.is eða í síma 578 0300 kl:10 -18 alla virka daga. Verð kr. 4.500.- NÝTTNÁMSKEIÐ5. MAÍ Áhrifalausir Björgólfur Guðmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreiðar Már Sigurðs- son eru ekki gleymdir erlendum fjöl- miðlum þótt íslenska bankakerf- ið sé rústir einar. Þeir komust á lista bandaríska tímaritsins Time yfir 100 áhrifaminnstu menn í heimi árið 2010. Farið er háðulegum orðum um þá alla. Fræg miðstjórn Miðstjórn Besta flokksins hittist í vik- unni. Í henni sitja þrír menn, hver öðrum frægari: Þetta eru Jón Gnarr, Einar Örn Bene- diktsson og Óttarr Proppé. Þeir eru að skipuleggja lokahnykkinn á kosn- ingabaráttu Besta flokksins. Jón Gnarr hefur þegar lofað öllum borgar- búum því að þeir fái ókeypis í sund og ókeypis handklæði ef þeir kjósa flokkinn. Hann vill líka skjóta kindurnar í Húsdýragarðinum og bjóða borgarbúum í grillveislu. Ný kosningaloforð eru á leiðinni næstu daga. Tækifæri? Ásbjörn Óttars- son, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, lýsti áhyggjum af agaleysi í ríkisfjármálum á Alþingi í gær. Hann er þekktur fyrir nýjar lausnir í erfiðri fjárhagsstöðu og fann frumlega leið út úr erfiðleikum eigin fyrirtækis. Þegar tap þess var gríðarlegt greiddi Ásbjörn sjálfum sér milljónir í arð. Kannski geta skattgreiðend- ur nú fylgt því fordæmi og greitt sér arð af tapinu á ríkissjóði? peturg@frettabladid.isG óðar fréttir bárust í gær þess efnis að 91 prestur og guðfræðingur hefðu lagt tillögu fyrir prestastefnu um að giftingar samkynhneigðra yrðu leyfðar innan þjóð- kirkjunnar. Verri fréttir bárust svo síðar um daginn; tillagan var ekki samþykkt heldur önnur sem vísar umfjöllun um málið til biskups og kenninganefndar, tillögu hinna framsýnu presta og guðfræðinga og tillögu séra Geirs Waage þess efnis að Alþingi létti af prestum Þjóðkirkjunnar umboði til þess að vera vígslumenn í skilningi hjúskaparlaga. Íslendingar eru stoltir af að hér ríkir almennt frjálslegt við- horf til kynhneigðar. Það er í takt við þennan frjálslynda anda að Ísland skipi sér í hóp þjóða og ríkja sem samþykkt hafa ein hjú- skaparlög fyrir alla. Frumvarp þess efnis hefur þegar verið lagt fram á Alþingi enda kveður á um það í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að lögfest verði ein hjú- skaparlög sem gildi fyrir alla. Tillaga hinna fjölmörgu presta og guðfræðinga sem fyrir prestastefnunni lá í gær var líka í þessum anda. Það væri á sama hátt í anda þessarar frjálslyndu hugsunar að íslenska Þjóðkirkjan fagnaði þessari lagasetningu. Það er stjórnarskrárvarinn réttur að allir séu jafnir fyrir lögum og njóti mannréttinda. Hlutverk Þjóðkirkju hlýtur að vera að taka fullt mið af þessum stjórnarskrárvarða rétti og taka á móti öllum þegnum landsins og bjóða þá velkomna til að þiggja þjónustu henn- ar og blessun. Litið er á hjónabandið sem eina af mikilvægustu grunneining- um samfélagsins. Það hefur ekki breyst þó að fjölskyldur séu nú á dögum mun fjölbreytilegri en áður tíðkaðist. Hjón eiga iðulega ekki öll börn sín saman og stundum engin börn, eða engin börn saman en mörg hvort í sínu lagi. Það sama á við um samkynhneigð pör. Samfélagslega er þannig enginn munur á hjónabandi karls og konu og staðfestri samvist samkynhneigðs pars. Það er því löngu tímabært að Þjóðkirkja Íslendinga svari því kalli tímans að líta sömu augum á hjónabandið hvort heldur að til þess er stofnað af tveimur einstaklingum hvort af sínu kyni eða af sama kyni. Ef kirkjunnar menn treysta sér hins vegar ekki til að ganga alla leið í því að tryggja samkynhneigðum sömu mannréttindi og gagn- kynhneigðum má skoða það að skilja að stofnun hjónabandsins fyrir lögum annars vegar og blessun þess í kirkjunni hins vegar, eins og tillaga Geirs Waage gengur út á og tíðkast í mörgum löndum, sérstaklega kaþólskum. Það leysir hins vegar ekki Þjóðkirkjuna frá því að taka á móti öllum börnum sínum, samkynhneigðum jafnt sem gagnkynhneigðum, og veita þeim sambærilega blessun. Geir Waage segir í frétt í blaðinu í dag að prestar Þjóðkirkjunnar muni vissulega fara að lögum, komi til þess að ein hjúskaparlög gildi um alla. Það er þó ekki nóg því Þjóðkirkjan verður að fara að lögunum af heilum hug og sannfæringu. Annars er hún ekki sú kirkja þjóðarinnar sem Þjóðkirkja verður að vera, kirkja fyrir alla. Ein hjúskaparlög gildi fyrir alla: Prestastefna móast við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.