Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 71
FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 39 HÉLT SIG HEIMA Yesmine Olsson komst ekki til Englands að kynna matreiðslu- bók sína. Líkt og margar aðrar stjörnur heldur leikarinn John Cusak úti Twitter-síðu þar sem hann tjáir skoðanir sínar á hinu og þessu. Cusak hefur þó ítrekað lent í hópi fólks sem skammar hann fyrir lélega stafsetningu. „Ég ákvað að loka fyrir þá aðila sem settu út á mig, en það virkaði ekki. Þau mættu þá bara aftur undir öðru nafni og létu eins og fúllynd tröll,“ sagði leikar- inn. „Nú er ég kom- inn með taktík, nú skrifa ég eins vit- laust og ég mögu- lega get til að pirra þau enn meira.“ John Cusak í twitter-stríði Í STRÍÐ John Cusak á í stríði við fólk sem leið- réttir stafsetningu hans á Netinu. NORDICPHOTOS/GETTY „Nei, ég komst ekki út á hátíðina. Mér þótti það mjög leiðinlegt en á sama tíma var þetta kannski ekki svo slæmt því ég gat slappað aðeins af og eytt tíma með fjöl- skyldunni,“ segir Yesmine Ols- son sem átti að fara til London fyrr í mánuðinum til að kynna matreiðslubók sína, Framandi og freistandi – indversk og arabísk matreiðsla. Hún varð þó að hætta við ferðina þar sem allt flug til Englands lá niðri vegna ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli. „Fólk frá nærliggjandi löndum komst land- og sjóleiðina, en líkt og ég þurftu margir að fresta komu sinni. Það er kannski bara eins gott að ég hafi ekki komist, ég veit ekki hversu vinsæll maður hefði verið í Englandi eftir allt sem á undan er gengið,“ segir hún og hlær. Yesmine er um þessar mundir að kenna Bollywood-dansa í World Class auk þess sem hún heldur vinsæl matreiðslunám- skeið í Turninum, en þar kennir hún Íslendingum að elda upp á indverskan máta. - sm Gosið stopp- aði Yesmine Björn Árnason opnar ljósmynda- sýningu í Sjoppunni við Banka- stræti 14 á laugardag. Þetta er önnur einkasýning Björns en áður hélt hann sýningu í Gallerí Gel fyrir tveimur árum. „Ég mun sýna tíu ljósmyndir sem teknar voru í fyrra. Þetta eru ein- hverjar landslagsmyndir í bland við annað. Ég mynda helst bara það sem ég rek augun í hverju sinni, sama hvert myndefnið er, það verða þó engar gosmyndir á sýningunni,“ segir Björn. Aðspurður segir hann áhuga sinn á ljósmyndun hafa orðið til er hann hóf störf við ljósmynda- vöruverslun fyrir fimm árum. „Á mínum yngri árum var ég í götulist og teiknaði einnig mikið. Ég hafði einhvern áhuga á ljósmyndun en sá áhugi jókst þegar ég fór að vinna í ljósmyndavöruverslun og komst í almennilegar græjur.“ Björn hefur einnig myndað hljómsveitir á borð við Mínus og Esju við tónleikahald en þykir per- sónulega skemmtilegra að taka list- rænar ljósmyndir. Opnun sýningar- innar er klukkan 18.00. -sm Áhugamálið tengist vinnunni ÁHUGAMAÐUR Björn Árnason heldur ljósmyndasýningu í Sjoppunni við Bankastræti á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR Kringlan // Smáralind // www.blendcompany.com // www.blendtheworld.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.