Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 71
FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 39
HÉLT SIG HEIMA Yesmine Olsson komst
ekki til Englands að kynna matreiðslu-
bók sína.
Líkt og margar aðrar stjörnur
heldur leikarinn John Cusak úti
Twitter-síðu þar sem hann tjáir
skoðanir sínar á hinu og þessu.
Cusak hefur þó ítrekað lent í hópi
fólks sem skammar hann fyrir
lélega stafsetningu. „Ég ákvað að
loka fyrir þá aðila
sem settu út á mig,
en það virkaði
ekki. Þau mættu
þá bara aftur undir
öðru nafni og létu
eins og fúllynd
tröll,“ sagði leikar-
inn. „Nú er ég kom-
inn með taktík, nú
skrifa ég eins vit-
laust og ég mögu-
lega get til að pirra
þau enn meira.“
John Cusak í
twitter-stríði
Í STRÍÐ John Cusak á í
stríði við fólk sem leið-
réttir stafsetningu hans
á Netinu.
NORDICPHOTOS/GETTY
„Nei, ég komst ekki út á hátíðina.
Mér þótti það mjög leiðinlegt en
á sama tíma var þetta kannski
ekki svo slæmt því ég gat slappað
aðeins af og eytt tíma með fjöl-
skyldunni,“ segir Yesmine Ols-
son sem átti að fara til London
fyrr í mánuðinum til að kynna
matreiðslubók sína, Framandi og
freistandi – indversk og arabísk
matreiðsla. Hún varð þó að hætta
við ferðina þar sem allt flug til
Englands lá niðri vegna ösku frá
gosinu í Eyjafjallajökli. „Fólk frá
nærliggjandi löndum komst land-
og sjóleiðina, en líkt og ég þurftu
margir að fresta komu sinni.
Það er kannski bara eins gott að
ég hafi ekki komist, ég veit ekki
hversu vinsæll maður hefði verið
í Englandi eftir allt sem á undan
er gengið,“ segir hún og hlær.
Yesmine er um þessar mundir
að kenna Bollywood-dansa í
World Class auk þess sem hún
heldur vinsæl matreiðslunám-
skeið í Turninum, en þar kennir
hún Íslendingum að elda upp á
indverskan máta. - sm
Gosið stopp-
aði Yesmine
Björn Árnason opnar ljósmynda-
sýningu í Sjoppunni við Banka-
stræti 14 á laugardag. Þetta er
önnur einkasýning Björns en áður
hélt hann sýningu í Gallerí Gel
fyrir tveimur árum.
„Ég mun sýna tíu ljósmyndir sem
teknar voru í fyrra. Þetta eru ein-
hverjar landslagsmyndir í bland
við annað. Ég mynda helst bara það
sem ég rek augun í hverju sinni,
sama hvert myndefnið er, það verða
þó engar gosmyndir á sýningunni,“
segir Björn. Aðspurður segir hann
áhuga sinn á ljósmyndun hafa orðið
til er hann hóf störf við ljósmynda-
vöruverslun fyrir fimm árum. „Á
mínum yngri árum var ég í götulist
og teiknaði einnig mikið. Ég hafði
einhvern áhuga á ljósmyndun en sá
áhugi jókst þegar ég fór að vinna
í ljósmyndavöruverslun og komst í
almennilegar græjur.“
Björn hefur einnig myndað
hljómsveitir á borð við Mínus og
Esju við tónleikahald en þykir per-
sónulega skemmtilegra að taka list-
rænar ljósmyndir. Opnun sýningar-
innar er klukkan 18.00. -sm
Áhugamálið tengist vinnunni
ÁHUGAMAÐUR Björn Árnason heldur
ljósmyndasýningu í Sjoppunni við
Bankastræti á laugardag.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SANYL
ÞAKRENNUR
• RYÐGA EKKI
• PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN
• STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR
• AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU
• ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR
Kringlan // Smáralind // www.blendcompany.com // www.blendtheworld.com