Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 59
FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 27 Óvarleg ummæli forseta Íslands um yfirvofandi Kötlugos með ógurlegum afleiðingum fyrir heimsbyggðina gefa tilefni til að hugleiða þetta tvennt: líkur á eld- gosum og líkur á öskuskýjum í háloftunum af völdum þeirra. Hugum fyrst að öskuskýinu: Íslendingar á miðjum aldri hafa upplifað talsvert mörg eldgos, sum þeirra á kafi í vatni undir jökli eða úti í sjó, en samt er gosið í Eyja- fjallajökli það fyrsta sem hefur þessar víðtæku afleiðingar fyrir þotuflug í Evrópu. Hvernig stend- ur á því? Trausti Jónsson veður- fræðingur gerir ágæta grein fyrir því á vef Veðurstofunnar (Hvert berst gosaska? Birt 15.4.2010 á www.vedur.is). Í venjulegum eld- gosum hér á landi nær lítið af gos- ösku upp í gegnum veðrahvörfin milli veðurhvolfs og heiðhvolfs, en það er einkum fíngerð aska í heiðhvolfinu sem veldur þotu- flugi vandræðum. Aðeins þau eld- gos sem hefjast með mjög kraft- miklum sprengingum ná að dæla umtalsverðri ösku upp í heiðhvolf- ið og eftir á að hyggja þarf ekki að koma á óvart að eldkeilan Eyja- fjallajökull hagi sér þannig. Vissulega stafar mönnum mikil ógn af Kötlugosi ef til þess kem- ur,en ekki þarf þó að vera að það hefjist með svo kraftmiklum sprengingum að öskuský myndist í heiðhvolfinu, ekki frekar en til að mynda Gjálpargosið í Vatnajökli. Mest hætta hefur jafnan stafað af því jökulhlaupi sem er samfara Kötlugosum og berst venjulega niður Mýrdalssand, og sú hætta er auðvitað enn til staðar ef Katla gýs. Með nútímamælingum á jarð- skjálftum og fleiru er eftirlit með fjallinu þó orðið svo gott að gos þar mun varla koma á óvart og ýmis konar almannavarnir draga mjög úr þeirri lífshættu sem fylgir ham- förunum. Þegar rætt er um líkur á gosum er oft vísað til fjölda gosa á liðn- um öldum: Til dæmis hefur Katla gosið um tuttugu sinnum á síðast- liðnum þúsund árum, þannig að gos eru að meðaltali á fimmtíu ára fresti (eða á hundrað ára fresti ef maður er forseti) og síðasta stóra gosið þar var 1918, þannig að það nú ætti að vera kominn tími á hana – þetta heyrir maður oft sagt. En meðaltöl eru ekki góð lýsing á hegðun eldfjalla, því algengt er að virkni þeirra komi í hrinum með hvíldum á milli. Nær væri kannski að segja að ef ekki er of langt um liðið frá eldgosi megi eiga von á að það gjósi aftur innan tíðar. Ef til dæmis er litið á virkni Heklu á sögulegum tíma, þá verð- ur þar mikið gos 1104 eftir rúm- lega 250 ára hlé. Síðan verða að jafnaði tvö gos á öld fram að stóra gosinu 1947, en síðan hefur gosið þar fimm sinnum: Árin 1970, 1080, 1981, 1991 og 2000. Annað dæmi eru Vestmanneyjar – þar hafði ekki gosið í þúsundir ára svo vitað væri þegar Surtsey reis úr sæ, en áratug síðar hófst svo gos í Heima- ey. Hvað skyldi þá að meðaltali líða langt milli gosa í Eyjum? Enda þótt skilningi okkar á hegð- un eldfjalla fleygi nú hratt fram erum við litlu nær um þá þætti sem ráða tíðni eldgosa. Á tækni- máli má þó segja að sennilega séu líkur á gosi í hverri eldstöð yfir- leitt ekki normaldreifðar og því er ekki heppilegt að nota meðaltöl þegar rætt er um líkur á gosi. Um líkur á öskufalli og eldgosi Eldgos Freyr Þórarinsson jarðeðlisfræðingur Bæjarstjórn Akureyrar sam-þykkti 13. apríl sl. sérstaka fjölmenningarstefnu fyrir sveit- arfélagið og er Akureyri fyrst íslenskra sveitarfélaga til að sam- þykkja slíka stefnu. Í upphafskafla fjölmenningar- stefnunnar segir að markmiðið sé: Að allir íbúar sveitarfélags- ins njóti jafnra tækifæra og verði virkir þátttakendur í samfélaginu á sem flestum sviðum mannlífs- ins, að nýir íbúar skynji að þeir séu velkomnir og að þeir búi við öryggi og að styrkur fjölmenning- ar verði nýttur til góðra verka. Innflytjendum hefur fjölgað mikið á Akureyri síðasta ára- tuginn eins og víða annars stað- ar á landinu. Um síðustu áramót bjuggu hér í bæ 460 einstakling- ar með erlent ríkisfang og komu þeir frá 48 þjóðlöndum. Hafði þeim fækkað um 10% árið 2009. Fram að þeim tíma hafði fólki með erlent ríkisfang hins vegar fjölgað jafnt og þétt úr aðeins 190 aldamótaárið 2000. Fjölmenningarstefna Akureyr- arbæjar felur í sér að til verði skýrir verkferlar um hvernig staðið verði að móttöku og upplýs- ingagjöf til nýrra íbúa, að stofnað verði innflytjendaráð og að ráð- gjöf til innflytjenda verði veitt í Ráðhúsi Akureyrarbæjar. Þannig verður þjónusta og ráðgjöf við innflytjendur og aðra nýbúa að mestu leyti sambærileg þeirri ráðgjöf sem aðrir bæjarbúar njóta og veitt á sama stað. Sett eru fram 18 markmið sem lúta að leik- og grunnskóla, full- orðinsfræðslu, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu, menningar- málum og íþróttum. Skrifaðar verða handbækur sem nota skal í þeim deildum innan bæjarkerf- isins sem veita innflytjendum mesta þjónustu. Fjölmenningarstefnan lýsir ein- dregnum vilja okkar til að taka vel á móti nýjum íbúum, hvað- an sem þeir koma. Það ber vott um styrk hvers sveitarfélags ef það dregur til sín nýja íbúa, hvort heldur þeir koma frá öðrum landshlutum eða frá útlöndum. Gæfa Akureyrar er að vera slíkt sveitarfélag. Fjölbreytt flóra innflytjenda setur sterkan svip á mannlífið, auðgar samfélagið, eflir það og bætir. Auðugra samfélag Nýir íbúar Sigrún Stefánsdóttir formaður félagsmála- ráðs Akureyrarbæjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.