Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2010, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 30.04.2010, Qupperneq 18
 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. Alþjóðlegur baráttu- dagur verkalýðsins er 1. maí en dagurinn var valinn á þingi Alþjóða- sambands sósíalista í París 1889, á hundrað ára afmæli frönsku byltingarinnar. Þann 1. maí má sjá kröfugöngur, heyra Internasjónalinn og flaksandi fánar með rauða lit uppreisnarinnar gegn ranglætinu bera við himininn. Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Classic Í sveita þíns andlits færðu þér svart BKI kaffi. Taktu BKI kaffi svart og sykurlaust í dagrenningu réttlætisins. Flaggaðu, því 1. maí er líka einn af löggiltum fánadögum lýðveldisins. Kjóstu BKI verkalýðskaffi. Verkalýðsdagurinn er á morgun! Fagnaðu 1. maí með BKI kaffi 1. maí er á morgun! BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. Kauptu BKI fyrir verkalýðsdaginn FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx Skýrsla rannsóknarnefnd- ar Alþingis sýnir að það kom Seðlabanka Íslands á óvart í hve miklum mæli Landsbankinn flutti þann gjaldeyri sem safnaðist á Icesave-reikningnum í Bretlandi heim til Íslands. Hreyfanleiki fjármagnsins innan samstæðunnar var þó hin upphaflega forsenda þess að ákveðið var að reka Icesave sem útibú íslenska móðurfélagsins en ekki sem breskt dótturfélag. Eiríkur Guðnason seðlabanka- stjóri fékk þær upplýsingar frá ónafngreindum stjórnanda Landsbankans síðla árs 2007 að Landsbankinn væri ekki að færa heim það fé sem kom inn á erlenda innlánsreikninga. Þegar Eiríki var sagt þetta var Seðla- bankinn að undirbúa að rýmka reglur sínar um bindiskyldu bankanna. Bæði Eiríkur og Davíð Odds- son sögðu nefndinni að þeir hefðu fyrst um mitt ár 2008 gert sér grein fyrir flutningum pen- inganna til Íslands. Í minnis- blaði eftir fund sinn 3. mars með Mervyn King, seðlabankastjóra Englands, hafði Davíð ritað: „Ráða mátti af orðum forsvars- manna Bank of England að þeir hefðu ekki nægar upplýsingar til þess að meta rétt stöðu íslensku bankanna. Þeir töldu t.d. að inn- lán sem safnað er í Bretlandi væru meira og minna notuð til þess að fjármagna hraðan vöxt útlána á Íslandi.“ Íslenskur misskilningur Skýrslan tekur af tvímæli um að í þessu efni var misskilningur- inn Seðlabanka Íslands en ekki Bretlands. Landsbankinn safnaði Icesave- innlánunum fyrst og fremst í því skyni að flytja þau til innan samstæðunnar og til Íslands. Þess vegna var sú leið farin að reka Icesave undir merkjum úti- bús frá íslenska móðurfélaginu en ekki í nafni bresks dótturfé- lags. Fram kemur í skýrslunni að mjög strangar reglur á Bret- landi hefðu hindrað fjármagns- flutningana ef reksturinn hefði lotið þarlendum reglum. Einnig leiddi það af þessu rekstrarformi að íslenska Fjár- málaeftirlitið en ekki það breska bar höfuðábyrgð á eftirliti með Icesave. Síðast en ekki síst gerði þetta form á rekstrinum íslenska innstæðutryggingakerfið en ekki hið breska ábyrgt gagnvart breskum sparifjáreigendum. Eftir að Icesave var sett á laggirnar í október 2006 festi Landsbankinn fjórðung innlán- anna í tryggum og auðseljanleg- um eignum. „Þessum sjóði var ætlað að gera bankanum auð- veldara að jafna sveiflur vegna úttekta af Icesave-reikningum,“ segir í skýrslunni. Seinni hluta 2007 setti bankinn hins vegar þessar eignir að veði í endur- hverfum viðskiptum við Seðla- banka Evrópu og kom sú ráðstöf- un í veg fyrir að hægt væri að nota þær til sveiflujöfnunar eins og ráðgert hafði verið. Breskir þingmenn þrýstu á Á fyrstu mánuðum ársins 2008 fóru Icesave-reikningarnir að verða viðfangsefni íslenskra stjórnvalda. Þeir höfðu þá verið reknir í hálft annað ár. Erlend- ir fjölmiðlar lýstu áhyggjum af stöðu íslenska bankakerfisins og töluðu um Ísland sem risastóran vogunarsjóð. Innstæðueigend- urnir tóku mun meira út en sem nam nýjum innlánum. Farið var að ræða flutning Icesave yfir í breskt dótturfélag. Bresk stjórnvöld töldu að það mundi róa breska sparifjár- eigendur og fullvissa þá um að innstæður þeirra væru undir breskri löggjöf. Breskir þing- menn voru farnir að setja þrýst- ing á sín stjórnvöld að vernda breska hagsmuni. Um miðjan mars 2008 funduðu Landsbankamenn með breska fjármálaeftirlitinu, FSA. Bretar höfðu gert úttekt á bankanum, og lögðu að Landsbankamönnum að færa Icesave úr útibúi og undir dótturfélagið Heritable Bank. „Slík yfirfærsla myndi leiða til þess að ábyrgð á innstæðu- tryggingum færðist frá Trygg- ingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta yfir til breskrar syst- urstofnunar sjóðsins (Financial Services Compensation Scheme). Tilefni fundarins var einnig veik staða Tryggingarsjóðs innstæðu- eigenda og fjárfesta, hækkandi skuldatryggingarálag íslensku bankanna og neikvæð umræða í breskum fjölmiðlum,“ segir í skýrslunni. Bretar voru tilbúnir að taka yfir umsjón og ábyrgð á reikn- ingunum – en ekki nema eignirn- ar yrðu einnig fluttar á breskt yfirráðasvæði. Bretarnir ætluðu ekki að taka skellinn fyrir Lands- bankann og hálftóman íslenska tryggingasjóðinn. Framhald í innlánssókn Landsbankinn varðist þessum kröfum af hörku, lét vinna lögfræðiálit til að telja bresk stjórnvöld ofan af sinni afstöðu og hélt fram rétti sínum til þess að safna innlánum í Bretlandi á ábyrgð veikburða trygginga- sjóðs á Íslandi. Landsbankinn taldi að Bretar vildu fara of hratt í sakirnar, Landsbankinn réði ekki við að flytja svo mikl- ar eignir til Bretlands. Auk þess gæti yfirfærsla milli landa kippt forsendum undan samningum sem bankinn hafði gert við sína lánardrottna. Þegar líður á sumarið fara að koma fram efasemdir íslenskra embættismanna um að Lands- bankamenn skilji alvarleika málsins og átti sig á því um hvað það snúist í raun og veru. Bókað er að það sé ekkert annað hægt að gera en að láta reyna á þolin- mæði breskra stjórnvalda. Hinn 4. september, mánuði fyrir hrun, er bókað svo í örvænt- ingartóni á fundi íslenskra emb- ættismanna að Landsbankinn einblíni enn á „framhald í inn- lánasókn sem fjármögnun fyrir bankann“. Leita nýrra bandamanna Um þetta leyti virðist Lands- bankinn leita til nýrra banda- manna í stjórnkerfinu á Íslandi. Tveimur dögum áður en bókunin er gerð hitti Björgvin G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra, Alistair Darling, fjármálaráðherra Bret- lands, á frægum fundi í breska fjármálaráðuneytinu. Fram kemur í skýrslunni að það var Landsbankinn sem hafði frum- kvæði að því að viðskiptaráð- herra óskaði eftir þessum fundi með Darling. Björgvin hafði ekki áður verið þátttakandi í málinu. „Skiljið þið ekki hversu alvar- legt mál þetta er?“ spurðu Bret- ar á fundi Darlings og Björgvins, samkvæmt skýrslunni. Bretar virtust búnir að gera upp hug sinn um að Landsbankinn væri að falla, og þeir höfðu ákveðið að greiða breskum borgurum Icesave-innstæðurnar að fullu. Þeir vildu fyrst og fremst fá að vita hverjum á Íslandi þeir ættu að senda reikninginn. Í samskiptum sendiherra Íslands í London og breskra emb- ættismanna eftir fundinn kom fram að Bretar efuðust um að Íslendingar hefðu almennilegan skilning á alvöru málsins. Kom á óvart að fé var flutt til Íslands FRÉTTASKÝRING PÉTUR GUNNARSSON peturg@frettabladid.is ICESAVE „Þá var einnig ljóst að þarna var stofnað til innlánsskuldbindinga af hálfu Landsbankans gagnvart einstaklingum í Bretlandi og að útgreiðslum, þar með talið við áhlaup, yrði að mæta í pundum en Landsbankinn gat ekki vænst þess að eiga kost á þrautavarafyrirgreiðslu seðlabanka í annarri mynt en íslenskum krónum,” segir rannsóknarnefnd Alþingis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.