Fréttablaðið - 30.04.2010, Síða 43

Fréttablaðið - 30.04.2010, Síða 43
 • 11 Hvernig er hægt að elska japanskan „rol- eplay“-leik á borð við Final Fantasy XIII? Leikurinn safnar saman hóp af virkilega pirr- andi persónum með furðulegar hárgreiðslur og lætur þær hlaupa um í heimi sem er svo ruglingslegur að honum fylgir alfræðiorða- bók, grínlaust. Allt sem einkennir japanskan „roleplay“- leik er hér til staðar. Stórbrjósta táningsstelpur sem sjá ekkert nema hvolpa og regnboga, vælandi stelpu- strákar með ödipusarduld og þöglar hetjur sem eru síðan mjúkar inn við beinið. Þrátt fyrir þetta er ekki annað hægt en að hrífast af FF XIII. Leikurinn lítur mjög vel út og draumaver- öldin sem er sköpuð í leiknum er undraverð, en illskiljanleg. Bardagakerfi leiksins, eftir að menn ná loks fullum tökum á því, er hnitmiðað og þægilegt í notkun og leikurinn mun endast mönnum töluvert lengi. Þó svo að leikurinn sé full lengi að komast á flug er vel hægt að hafa gaman af honum, svo lengi sem maður höndlar allar persónurnar, dramað og vitleysuna. Viggó I.J. GRAFÍK HLJÓÐ SPILUN NIÐURSTAÐA ENDING FINAL FANTASY XIII 5/5 4/5 4/5 3/5 4/5 HEILLANDI EN RUGLINGSLEG FANTASÍA ÓVENJULEGT Ekki einu sinni flugvélarnar í Final Fant- asy XIII eru venjulegar. UR SUKKIÐ ELLEFAN BAKKUS ENBERG SÓDÓMA Gefur til kynna að frægt fólk snigli sér fram fyrir röð á þessum stað. Rokktónlist, sviti og/eða svört föt. Brúnka, ljóst hár og mínípils er alls ráðandi, semsagt fullt af skinkum og hnakkarnir fylgja með. Þessi staður er opinn lengi. Ef þú vilt að öfug kynhneigð þín rími við aðra gesti staðarins. Þarna má finna gesti í eldri kantinum. Miklar líkur á því að þú gangir inn og hljóm- sveit sé að spila. Einstæðir feður, komnir af léttasta skeiði sækja þennan stað og reyna við kærustuna þína. Treflarnir eru þarna en drekka eitthvað annað en latte. Athugið að kortið er til glöggvunar. Staðirnir eru ekki nákvæmlega staðsettir. Hip hop tónlist, bling og hangandi buxur. Laugavegur 56 I 101 Reykjavík I www.nikitaclothing.com Cr ys ta l d re ss I C at w om an le gg in gs Ævintýri Bad Company- hópsins halda áfram í þessu framhaldi af samnefndum leik frá 2008. Meðlimir hóps- ins samanstanda af fjórum málaliðum sem passa hvergi inn nema hver með öðrum, enda skrautlegur hópur manna. Í leiknum berst hópurinn gegn rússneskum málaliðum í Suður-Ameríku. Fyrri leikurinn einkenndist af húmor, frábærum verk- efnum og þeim eiginleika að geta skemmt veggi inn í húsum, og er framhald- ið meira af hinu sama. Að því undanskildu að núna getur spilarinn nýtt húsin til þess að fella stóra hópa af andstæðingum með því að gereyða húsum. Ólíkt skotbardögunum í sambærilegum leikjum, eins og Call of Duty, þá er bardagavöllurinn í Bad Company þinn. Þú ræður hvernig þú vinnur úr að- stæðunum, að því leyti að ef þú vilt komast aftan að hópi andstæðinga, þá gerir þú einfaldlega gat í gegnum nokkur hús, og voila! þú ert kominn í bakið á þeim. Þessi taktík gerir skotbardagana fjölbreytta og skemmtilega. Það þreytist seint að leika sér að beita nýrri taktík í hvert skipti eftir að manni mistekst sú fyrri. Þeir spilarar sem spiluðu Battlefield: Bad Company fá meira af hinu sama, sem er í minni bók, meira en kærkomið. Frábær verkefni, spennandi og krefjandi skot- bardagar og dass af góðum húmor er góð blanda sem hægt er að mæla með. Vignir Jón Vignisson HÚMOR OG KREFJANDI SKOTBARDAGAR FJÖLBREYTTUR LEIKUR Þú ræður hvernig þú vinnur úr aðstæðunum í Bad Company 2. GRAFÍK HLJÓÐ SPILUN NIÐURSTAÐA ENDING BAD COMP- ANY 2 4/5 4/5 4/5 5/5 4/5

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.