Fréttablaðið - 30.04.2010, Síða 30
2 föstudagur 30. apríl
núna
✽ fréttir af fólki
þetta
HELST
augnablikið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir
Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462
Ritstjórn Anna M.Björnsson Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Sjúklegur fatamarkaður verður haldinn í húsnæði Esk-imo við Skúlatún 4 á laugardag og eru það systurn-
ar Bára, Sigrún og Hrafnhildur Hólmgeirsdætur, Andr-
ea Brabin og Arna Borgþórsdóttir sem munu selja flík-
ur sínar.
„Mér finnst þetta tilvalin leið til að endurnýta flíkurn-
ar og gefa þeim lengri líftíma,“ segir Bára, sem starf-
ar sem fatahönnuður og rekur verslunina Aftur
við Laugaveg. „ Á markaðnum verður hægt að
kaupa ýmsar merkjavörur í bland við önnur
notuð föt og segir Bára að markmiðið sé að
fólk geti komið og gert góð kaup. Aðspurð
segist hún hafa fengið nokkrar fyrirspurn-
ir frá fólki sem vilji mæta degi fyrr til að
versla. „Ég segi öllum bara að mæta tím-
anlega á laugardeginum, hitt væri ósann-
gjarnt,“ segir Bára að lokum. Markaður-
inn hefst klukkan 11.00 og stendur til
klukkan 17.00. - sm
Þ etta er í sjötta sinn sem ég heimsæki Fær-eyjar og er einstaklega hrifinn af staðn-
um. Heimamenn taka sérstaklega vel á móti
Íslendingum og ég held að Færeyingar viti
meira um Ísland en við vitum um Færeyinga,“
segir frægasti húðflúrari Íslands, Fjölnir Geir
Bragason sem staddur er í Þórshöfn í Færeyj-
um. Í þetta sinn fékk Fjölnir far með skipinu
Dettifossi en faðir hans, Bragi Ásgeirsson, átti
far með skipinu hjá vini sínum, skipstjóran-
um Matthíasi Matthíassyni. „Þeir eru gamlir og
góðir vinir og ég fékk að fljóta með á síðustu
stundu. Þeir fara svo rúntinn til Bretlands
og ná í mig aftur á sunnudaginn.“ Fjöln-
ir situr ekki auðum höndum í Færeyjum
en hann hefur fengið aðstöðu í verslun-
inni Zoo til að flúra Færeyinga. Zoo er til
húsa nálægt höfninni undir skemmtistaðn-
um Sirkus sem er nánast nákvæm eftirlíking
af skemmtistaðnum sáluga sem eitt sinn var
til húsa á Klapparstígnum í Reykjavík.
„Það hefur verið nokkuð góð aðsókn,“ segir
Fjölnir. „Færeyingar eru að færa sig yfir í að fá
litaðar myndir líkt og heima á Íslandi í stað
þessara hefðbundnu tattúa. Þeir eru margir
mjög trúaðir þannig að kristin tákn og bænir
eru líka vinsælar.“ Verslunin Zoo selur það
heitasta í íslenskri hönnun og sem dæmi má
nefna fatnað frá Dead, Royal Extreme, Eygló og
Philippe Clause og því má áætla að viðskipta-
vinir Fjölnis í Færeyjum séu hipp og kúl lið
í yngra kantinum. „Nei, ég hef fengið fólk á
öllum aldri til mín og í gær komu til dæmis
mæðgin saman til mín,“ útskýrir hann. „Það
er búið að vera yndislegt að vera hérna. Fær-
eyingar kipptu sér ekki upp við öskufallið sem
þeir fengu um daginn en hafa dálitlar áhyggjur
af Kötlugösi vegna þess að síðast þegar Katla
gaus misstu þeir út heilt sumar.“ - amb
Fékk far með Dettifossi til Þórshafnar:
FJÖLNIR HÚÐFLÚRAR
FÆREYINGA
REBEKKA JÓNSDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR
Á laugardaginn ætla ég að kíkja á fatamarkað sem allar líkur eru á að verði frá-
bær. Um kvöldið er dj duó-ið alphabeta að spila á Hemma&Valda. Við lofum
miklu stuði fram eftir nóttu.
helgin
MÍN
Chloé Ophelia í
ævintýrakeppni
Fyrirsætan Chloé Ophelia Gorbul-
ev hefur búið í Newcastle á Bret-
landi um nokkurt skeið þar sem
hún stundar nám en nú hafa hún
og unnusti hennar, Árni Elliott, sótt
um að taka þátt í alþjóðlegri keppni
sem franski bílaframleiðandinn
Renault stendur fyrir. Vinningurinn
er hvorki meira né minna en afnot
af splunkunýjum Renault-blæju-
bíl en keppendur þurfa að rúnta
um Evrópu og leysa margvísleg-
ar þrautir. Umsókn þeirra skötu-
hjúa var send með mynd-
bandi á YouTube líkt og ann-
arra keppenda og þau hafa
þegar hlotið um þúsund at-
kvæði. Árni og Chloé kalla sig
„The Vikings“ og eru með Fac-
ebook-síðu þar sem hægt er að
styðja þau.
Færeyingar gestrisnir við Íslendinga Fjölnir flúrar í sama húsi og skemmtistaðurinn Sirkus.
Tískudrottningar
með trylltan markað
Flóamarkaður Bára Hólmgeirsdóttir held-
ur flóamarkað á laugardag ásamt fríðum flokki
kvenna.
HIPPALEG Fyrirsætan Agyness
Deyn var næstum óþekkjanleg á
götum Lundúnaborgar í síðustu viku
klædd í víðum fötum, með hatt og
blá Lennon-sólgleraugu.
P R O D E R M TM
Skjótvirk hjálp fyrir þurra
og viðkvæma húð
Fæst í apótekum www.celsus.is
Lagar strax, kláða, roða,
varaþurrk og sviða.
Húðin verður mjúk
og rakafyllt.
Engin fituáferð,
lyktarlaust.
Vörn gegn
ertandi efnum
á pH1-pH12
Hlífir húð barna,
þolir munnvatn,
nefrennsli og
pappírsþurrkur.
Klíniskar rannsóknir staðfesta
árangur, CE-lækningavara
Blús á Havarí
Það er hinn ungi Jó-
hann Páll Hreinsson
sem kemur fram
undir nafninu John-
ny Stronghands og
fetar í fótspor gömlu
delta-blúsaranna
og þeirrar tónlistar-
hefðar sem upprunnin er í og við
Clarksdale í Missisippi á þriðja ára-
tug síðustu aldar. Johnny er nýbú-
inn að gefa út plötuna Good Peop-
le of Mine og af því tilefni heim-
sækir hann verslunina Havarí í dag
klukkan fimm. Skemmtileg leið til
að sigla inn í helgina.