Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2010, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 27.05.2010, Qupperneq 12
12 27. maí 2010 FIMMTUDAGUR Þegar litið er á svör oddvita flokk- anna í Reykjavík við spurningum Fréttablaðsins kemur í ljós að það sem sameinar þá helst er áhersla á atvinnuuppbyggingu. Um 11 pró- senta atvinnuleysi er í höfuðborg- inni og flokkarnir hyggjast allir bregðast við því á einn eða annan máta. Atvinnumálin, ásamt vel- ferðarmálunum, virðast því vera höfuðmál kosninganna. Málið er þó ekki svo klippt og skorið og innkoma Besta flokksins hefur hleypt hlutunum upp. Ný staða er komin upp sem enginn, hvorki aðrir stjórnmálamenn né fjöl- miðlamenn, virðast vita hvernig á að höndla. Þannig veit enginn hvort nýtt stjórnmálaafl, sem hefur í fáu svarað mörgum lykilspurningum um hvernig standa eigi að stjórn borgarinnar, verður í hreinum meirihluta eftir laugardaginn eða ekki. Fylgið hefur aukist jafnt og þétt eftir því sem liðið hefur á kosningabaráttuna. Ósagt skal látið hvað veldur þessari stöðu, enda er það kannski aukaatriði þegar að er gáð. Þess vegna er erfitt að setja kosningabaráttuna í Reykjavík nú undir hefðbundið mæliker stjórn- málanna. Fólk vill eitthvað annað en verið hefur, hver sem skilaboð- in á bak við það eru. Stjórnmála- menn kvarta yfir því að erfitt sé að ræða um alvöru stjórnmál, en kannski er það til marks um að of oft hafa stjórnmálamenn bankað upp á rétt fyrir kosningar í slíkt spjall, en gleymt því fljótlega upp úr því. Hvernig sem fer hljóta stjórnmálamenn að hugsa sinn gang. Fái enginn einn flokkur meiri- hluta í kosningunum um helgina má búast við því að upphefjist mikill stjórnarmyndunarkapall. Ein staða gæti verið sú að gömlu flokkarnir tækju höndum saman gegn þeim nýja. Nái Besti flokk- urinn mun færri mönnum inn en spáð er opnast staðan upp á gátt og ýmis stjórnarmynstur koma til greina. Það er því óvíða jafn mikil óvissa um niðurstöðu kosninga og í Reykjavík. Sundrung og órói einkenndi fyrrihluta yfirstand- andi kjörtímabils. Tólf ára valda- skeið Reykjavíkurlistans rann sitt skeið og við tóku fjórir meirihlut- ar á tveimur árum. Allir fengu að vera í meirihluta um skeið. Síðan núverandi meirihluti tók við, í ágúst 2008, hefur meiri stöðug- leiki ríkt. Margt á huldu um viðræður Síðustu kosningar voru um margt sögulegar. Reykjavíkurlistinn hafði setið við völd í tólf ár, en bauð ekki fram. Flokkarnir sem að honum stóðu buðu sig fram hver í sínu lagi. Sjálfstæðismenn eygðu því raunhæfan möguleika á að komast til valda í borginni á ný, nokkuð sem var þeim mjög mikil- vægt. Sigur vinstri manna árið 1994 var flokknum áfall og enn frekar að ná borginni ekki á ný. Þegar í ljós kom að flokkurinn hafði ekki náð hreinum meirihluta hóf hann viðræður við aðra full- trúa, þá Björn Inga Hrafnsson Framsóknarflokknum og Ólaf F. Magnússon, fyrrum borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, en nú fulltrúa Frjálslyndra og óháðra. Margt er enn á huldu með gang þeirra viðræðna og ásakanir hafa gengið á víxl um hver sleit hverju; staðreyndin er hins vegar sú að Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokkur náðu saman um myndun meirihluta. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, oddviti flokksins, varð borgarstjóri og Björn Ingi, oddviti Framsóknarflokksins, formaður borgarráðs. REI fellir meirihlutann Ekki bólaði á öðru en samstarf- ið gengi vel, í það minnsta voru forráðamenn flokkanna ósparir á yfirlýsingar þess efnis. Það voru hins vegar áætlanir um orkuútrás sem urðu meirihlutanum að falli. Í október var tilkynnt um fyrir- hugaða sameiningu Geysis Green Energy, sem var í eigu FL Group og Glitnis, og Reykjavík Energy Invest, dótturfélags Orkuveit- unnar. Markmiðið var að sam- eina krafta fyrirtækjanna í orku- útrás. Fljótlega fór að bera á óánægju með hugmyndirnar og fregnir af rétti starfsmanna OR til hluta- bréfakaupa í REI, sérstaklega þar sem nokkrir starfsmenn áttu að fá að kaupa mun stærri hlut en aðrir. Því var spáð að verð hluta- bréfanna myndi hækka til muna. Listi yfir þá starfsmenn var lagður fram á eigendafundi 3. október og staðfestu Svandís Svav- arsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, og Guðmundur Þórodds- son, forstjóri REI, það. Vilhjálm- ur borgarstjóri sagðist hins vegar ekki hafa séð þennan lista. Fulltrúar minnihlutans í borg- arstjórn gagnrýndu þessar hug- myndir harðlega og málið varð áberandi í fjölmiðlum. Ljóst var að það var meirihlutanum þung- ur ljár í þúfu og lítil samstaða var innan hans um málið. Fulltrúar meirihlutans ætluðu að hittast á fundi í Höfða klukk- an 14 þann 11. október. Fyrr um morguninn hafði forseti borgar- stjórnar, Björn Ingi Hrafnsson, hins vegar setið fund með fulltrú- um Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista. Síðar um daginn var til- kynnt um nýjan meirihluta þess- ara flokka á tjarnarbakkanum við Iðnó. 100 dagar og Ólafur F. Tjarnarkvartettinn, en svo var nýi meirihlutinn kallaður, tók við völdum og kynnti stefnu sína. Efsti maður F-listans, Ólafur F. Magn- ússon, var í veikindafríi þegar til hans var stofnað. Aðspurð full- yrti Margrét Sverris-dóttir, annar maður á lista, hins vegar að sam- starfið nyti stuðnings Ólafs. Hann snéri úr veikindaleyfi í desember og tók við embætti for- SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR Hvað einkenndi kjörtímabilið í Reykjavík? Fjórir borgarstjórar, jafn- margir meirihlutar, hjaðn- ingavíg og deilur um orku- útrás einkenndu síðasta kjörtímabil í borginni. Einn borgarfulltrúi hætti og allir fengu að vera í meirihluta um skeið. Ekki er ólíklegt að sú saga hafi áhrif á afstöðu fólks á laugardag. Nýtt framboð þýðir svo að upp er komin ný staða sem enginn veit hvernig á að bregðast við. Sameiginleg áhersla á atvinnumál HÆTTU ALLIR Miklar sviptingar einkenndu síðasta kjörtímabil og menn fóru í og úr embættum. Framhald á síðu 16 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Líf í borgina Vi ns tri hr ey fin gi n - g ræ nt fr am bo ð vil l b ei ta sé r f yr ir ró ttæ ku m þ jó ðf él ag su m bó tu m a lm en ni ng i t il ha gs bó ta , h ef ja v er nd n át tú ru o g um hv er fis ti l v eg s á Íslandi og treysta byggð um allt land. Hreyfingin er samstarfsvettvangur og baráttutæki þeirra , sem vilja útrým a kynjam isrétti og tryggja jafnrétti, kvenfrelsi og aukinn jöfnuð í sam félaginu. Vinstrihreyfingin - ... // sjá m eira á w w w .vg.is/stefna/ „Mér þykir vænt um Reykjavík. Reykjavík á að vera borg þar sem lífsgæði eru á heimsmælikvarða. Þess vegna býð ég mig fram – við þurfum breytingar.“ Líf Magneudóttir 3. sæti á framboðslista VG í Reykjavík RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Á laugardaginn verður kosið til borgarstjórnar. Fái enginn flokkur hreinan meirihluta gætu tekið við flóknar samningaviðræður um myndun stjórnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.