Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 4
4 29. maí 2010 LAUGARDAGUR
ALÞINGI Allir ráðherrar sem sátu
í ríkisstjórn frá 1. janúar fram
að hruni hafa fengið bréf frá
þingmannanefnd um rannsókn-
arskýrsluna. Þar er þeim gef-
inn kostur á því að útskýra sitt
sjónarmið varðandi aðkomu þeirra
að hruninu eða aðgerðaleysi.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er tímasetningin miðuð
við fyrningarákvæði varðandi
Landsdóm. Málum verður ekki
vísað til hans vegna gjörða sem
fram fóru fyrir 1. janúar 2007.
Þingmannanefndin hefur lagt
mikla áherslu á að ljúka þess-
um þætti rannsóknar sinnar sem
fyrst. Óvíst er hvort nefndin mun
skoða ráðslag fleiri ráðherra, þó,
formsins vegna, ekki verði hægt
að vísa þeim málum til Lands-
dóms. Samkvæmt heimildum
blaðsins hafa ráðherrarnir fyrr-
verandi frest til 8. júní til að svara
erindinu.
Atli Gíslason, formaður nefnd-
arinnar, vildi ekki tjá sig um
bréfasendingarnar. Hann sagði í
vikunni að nefndin gerði allt sem
í hennar valdi stæði til að skila
vinnu sinni innan tímamarka.
Henni er ætlað að skila tillögum
sínum á yfirstandandi þingi, en
samkvæmt nýrri starfsáætlun
verða þinglok 15. september. Atli
sagði þó mögulegt að þingmanna-
nefndin þyrfti lengri tíma.
Nefndin hefur lagt mikla
áherslu á að vinna fyrir opnum
tjöldum og fundargerðir hennar
birtast á Netinu. Atli segir bréf-
in dæmi um gagnsæja stjórnsýslu
nefndarinnar. kolbeinn@frettabladid.is
Vilja sjónarmið nítj-
án ráðherra frá 2007
Allir ráðherrar frá 1. janúar 2007 hafa fengið bréf og verið boðið að skýra mál
sitt fyrir þingmannanefnd um rannsóknarskýrslu. Unnið er hratt svo málin
fyrnist ekki fyrir Landsdómi. Verk ríkisstjórna fyrir 2007 einnig skoðuð.
Þingmannanefndin sendir nítján ráðherrum, sem setið hafa frá 1. janúar
2007, bréf og krefur þá um skýringar á þætti þeirra í hruninu.
Krafin svara
GEIR H.
HAARDE
ÁRNI M.
MATHIESEN
BJÖRN
BJARNASON
EINAR K.
GUÐFINNSSON
GUÐLAUGUR
ÞÓR ÞÓRÐAR-
SON
GUÐNI
ÁGÚSTSSON
JÓN
SIGURÐSSON
INGIBJÖRG
SÓLRÚN
GÍSLADÓTTIR
JÓHANNA
SIGURÐAR-
DÓTTIR
BJÖRGVIN G.
SIGURÐSSON
VALGERÐUR
SVERRISDÓTTIR
ÞORGERÐUR
KATRÍN GUNN-
ARSDÓTTIR
ÞÓRUNN
SVEINBJARN-
ARDÓTTIR
ÖSSUR SKARP-
HÉÐINSSON
STURLA
BÖÐVARSSON
JÓNÍNA
BJARTMARZ
MAGNÚS
STEFÁNSSON
SIV FRIÐLEIFS-
DÓTTIR
KRISTJÁN L.
MÖLLER
LÖGREGLUMÁL Kaupþingsstjórarn-
ir fjórir sem sætt hafa gæsluvarð-
haldi og farbanni undanfarnar
vikur eru nú lausir úr haldi. Sér-
stakur saksóknari ákvað í gær að
fara ekki fram á framlengingu á
farbanni þeirra Hreiðars Más Sig-
urðssonar, Magnúsar Guðmunds-
sonar, Ingólfs Sigurðssonar og
Steingríms P. Kárasonar.
Ólafur Þór Hauksson, sérstak-
ur saksóknari, segir þetta þýða að
búið sé að klára að stórum hluta
að spyrja mennina um þeirra þátt
í málunum sem eru til rannsókn-
ar. Ekki sé þó útilokað að það þurfi
að yfirheyra þá frekar. „Það getur
farið svo að það þurfi að bera eitt-
hvað frekar undir þá. En það þykja
ekki standa rök til þess að halda
þeim áfram í farbanni.“
Mennirnir búa allir í Lúxemborg
og Ólafur segist búast við því að
þeir snúi nú þangað aftur. „Ég á
allt eins von á því en engu að síður
þykir ekki ástæða til að standa
neitt í vegi fyrir því. Ef svo hefði
verið hefðum við náttúrulega óskað
eftir framlengingu á farbanninu.
Í langflestum tilvikum hafa menn
sinnt kvaðningum í skýrslutökur
og þó að ákveðin undantekning sé
frá því þá á ég ekki von á því að
það breytist gegnumsneitt.“
Ólafur segir góðan gang í rann-
sókninni. Spurður hvort sakborn-
ingar hafi verið samvinnuþýð-
ir svarar hann: „Þetta hafa verið
þó nokkuð langar yfirheyrslur
í sumum tilvikum sem þýðir að
menn hafa allavega veitt svör við
þeim spurningum sem að þeim var
beint.“
Enn hefur ekki tekist að fá Sig-
urð Einarsson, fyrrverandi stjórn-
arformann Kaupþings, hingað frá
London til yfirheyrslu. Staðan í því
máli er óbreytt. - sh
Sérstakur saksóknari segir sakborninga í Kaupþingsmáli hafa veitt svör við spurningum rannsakenda:
Kaupþingsmenn eru frjálsir ferða sinna
SÉRSTAKUR SAKSÓKNARI Ólafur Þór
Hauksson segir góðan gang í Kaup-
þingsrannsókninni. FRÉTTABLAÐIÐ / ANTON
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
23°
24°
19°
15°
22°
20°
15°
15°
21°
15°
25°
19°
32°
15°
20°
19°
12°
Á MORGUN
Hæg breytileg átt.
MÁNUDAGUR
Suðaustan 5-10 m/s.
12
10
10
10
10
12
5
8
8
8
8
4
2
1
2
2
2
1
1
3
2
2
14
12
12
10
8
11
10
10
11
9
HÆGVIÐRI Fínasta
veður á landinu í
dag og því upplagt
að fara gang-
andi eða hjólandi
á kjörstað. Það
munu skiptast á
skin og smáskúr-
ir suðvestan- og
vestanlands en
norðaustanlands
ætti að verða bjart
með köfl um. Litlar
breytingar til morg-
uns en birtir til
syðra.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
HEILBRIGÐISMÁL Rannsókn á
vegum sóttvarnalæknis á heilsu-
farslegum afleiðingum ösku og
annarra efna frá eldgosinu í Eyja-
fjallajökli hefst um mánaðamótin.
Rannsóknin er unnin í sam-
vinnu við sóttvarnalækna og
heilbrigðisstarfsmenn á Suður-
landi, lækna og hjúkrunarfræð-
inga lungnadeildar Landspítala
og fleiri. Markmiðið er að meta
hugsanleg bráð heilsufarsleg
áhrif gjóskunnar, gildi sóttvarna-
ráðstafana og hvort grípa þurfi
til frekari ráðstafana. Einnig er
áætlað að meta langtíma áhrif
öskufalls á heilsufar. -jss
Rannsókn hleypt af stokkunum:
Áhrif ösku á
heilsu metið
KOSNINGAR Kjósendur geta bæði
breytt röð frambjóðenda á þeim
lista sem þeir kjósa og strikað út
frambjóðendur.
„Vilji kjósandi breyta nafna-
röð á lista þeim er hann kýs
setur hann tölustafinn 1 fyrir
framan það nafn er hann vill
hafa efst, töluna 2 fyrir framan
það nafn sem hann vill hafa
annað í röðinni, töluna 3 fyrir
framan það nafn sem hann vill
hafa það þriðja o.s.frv., að svo
miklu leyti sem hann vill breyta
til. Ef kjósandi vill hafna fram-
bjóðanda á þeim lista sem hann
kýs strikar hann yfir nafn hans,“
segir á kosningavef dómsmála-
og mannréttindaráðuneytisins.
Á kosningavef ráðuneytisins er
ennfremur ítrekað að ekki megi
gera breytingar á öðrum listum
en þeim sem viðkomandi kjós-
andi krossi við. - sbt
Útstrikanir á atkvæðaseðli :
Hægt að endur-
raða á listum
ELDGOS Gjóskan á börmum austur-
gíganna í Eyjafjallajökli mældist í
fyrradag 30 til 40 metra þykk. Þá
tóku starfsmenn Jarðvísindastofn-
unar Háskólans stöðu á gosinu.
Miklir gufumekkir stóðu upp
úr gígunum og einstaka smáar
sprengingar heyrðust, sem
í var aska. Mikið hviss var í
gígnum sem bendir til hvera eða
afgösunarvirkni, að því er kemur
fram í stöðuskýrslu Veðurstofu
Íslands og Jarðvísindastofnunar.
Megn brennisteinsfýla var á gíg-
börmum og óróinn hafði verið
mjög svipaður alla vikuna. - jss
Staða gossins metin:
Gjóska 30 til 40
metrar á þykkt
GOSIÐ Gjóskan á gígbörmum er orðin
tugir metra á þykkt.
SJÁVARÚTVEGUR Veiðar íslenskra
skipa á norsk-íslenskri síld byrja
rólega þetta árið. Fimm skip
eru á miðunum um 180 sjómílur
norðaustur af Vopnafirði, og því
innan íslensku landhelginnar.
Skipin eru að fá 100 til 200 tonn
í holi.
Á heimasíðu HB Granda segir
Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri á
Lundey, að aðstæður á veiðisvæð-
inu séu mjög svipaðar og við upp-
haf vertíðar í fyrra. Síldin standi
djúpt yfir hádaginn en helst von
til að ná sæmilegum afla þegar
síldin skýtur sér upp á grynnra
vatn um miðnættið.
Ingunn AK átti að láta úr höfn
á Akranesi í gær og Faxi RE fer
væntanlega til veiða á morgun.
- shá
Norsk-íslensk síld:
Vertíðin byrjar
rólega á síldinni
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
GENGIÐ 28.05.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
216,032
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
128,65 129,27
187,55 188,47
159,54 160,44
21,439 21,565
20,115 20,233
16,514 16,61
1,4115 1,4197
189,56 190,68
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822
www.polarnopyret.is
SUMARTILBOÐ!
20% afsláttur
af vor- og sumarfatnaði