Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 30
30 29. maí 2010 LAUGARDAGUR A lþjóðlegur fjár- málaheimur nötr- aði í vikunni vegna skuldavanda nokk- urra evrulanda, sérstaklega Grikk- lands, Spánar og Portúgals. Þrátt fyrir að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi samþykkt að leysa tímabundið úr vanda Grikklands með 110 millj- arða evra láni er vandinn hvergi nærri leystur enda nær víst talið að Spánn verði næsta ríkið til að lenda í skuldavanda. Titringurinn hefur smitað út frá sér á hlutabréfamarkaði en helstu hlutabréfavísitölur í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi hafa fallið um rúm þrjú til tæp átta pró- sent í mánuðinum. Mesta fallið er á Spáni en Ibex-hlutabréfavísitalan þar hefur fallið um tíu prósent frá byrjun maímánaðar. Skussum ekki hjálpað Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, hefur leitt þann hóp ráða- manna innan Evrópusambandsins sem tregir hafa verið til að koma þeim löndum til bjargar sem lent hafa í skuldavanda nema þau sam- þykki að taka rækilega til í ríkis- búskapnum. Sérstaklega var hún á móti því að koma Grikklandi til hjálpar, ekki síst fyrir þær sakir að komið hefur í ljós að grísk stjórn- völd beittu klækjabrögðum til að fá græna ljósið hjá myntbandalaginu til að taka upp evru sem gjaldmið- il og færðu skuldir hins opinbera á félög utan efnahagsreiknings. Við það fóru þau langt út fyrir reglur myntbandalags Evrópusambands- ins. Veikar stoðir Spánar Staðan versnaði enn frekar á Spáni í gær þegar alþjóðlega matsfyrir- tækið Fitch lækkaði lánshæfismat spænska ríkisins úr AAA í AA+. Stjórnvöld þar róa að því öllum öllum árum að fá lán úr björgun- arsjóði Evrópusambandsins upp á 110 milljarða evra sem ætlað er að koma aðildarríkjum úr skulda- klemmu. Spænskur þingheimur samþykkti í gær með naumum meirihluta, einu atkvæði, súrt lyf Evrópusam- bandsins um sáran niðurskurð hins opinbera en það greiðir götu fyrir lánveitingunni. Niðurskurðurinn er þó ekki jafn miskunnarlaus og Grikkir urðu að taka á sig í byrjun mánaðar; Spánverjar lækka laun opinberra starfsmanna um fimm prósent en Grikkir um sextán auk snarpra skattahækkana. Búist er við að fjöldi landa verði að bregð- ast við með svipuðum hætti. Engin hætta á smiti Þrátt fyrir titring víða um heim vegna skuldavanda evruland- anna hefur James Bullard, banka- stjóri bandaríska seðlabankans í St. Louis í Bandaríkjunum, ekki miklar áhyggjur af því að erfið- leikarnir muni smita út frá sér og draga heimshagkerfið á ný niður í kreppumýri. Hann sagði í sam- tali við netmiðilinn MarketWatch í vikunni kröfuhafa fyrirtækja í Evrópu flesta á meginlandinu og því um einangraðan vanda að ræða. Líkur séu á að Evrópuríkin snúi bökum saman og vinni bug á vandanum. Björgunarsjóður fyrir ríki í vanda sem Evrópusambandið stendur að baki sé dæmi um slíkt. Þá taldi Bullard jafnframt að evran myndi standa af sér storminn ólíkt því sem margir telja enda skuldir evrulanda í sömu mynt. Erfið staða Svartsýnustu fjármálasérfræðing- ar segja erfiðan niðurskurð landa í fjárhagsvanda skaðlegan fyrir efnahagslíf evrusvæðisins, sem ætti með réttu að vera að jafna sig eftir heimskreppuna og muni þau glíma við mikið atvinnuleysi um árabil. Aðrir benda á að gengi evrunnar, sem hefur lækkað um sjö prósent gagnvart Bandaríkja- dal í mánuðinum, muni blása lífi í útflutning evrulandanna og styðja við efnahagsbatann. Þeir svartsýnu segja stöðuna í Evrópu um þessar mundir hafa valdið því að fjárfestar haldi að sér höndum og muni þurfa gulrót til að fá þá til að opna veskið – háa vexti á skulda- og fyrirtækjabréf. Þetta getur leitt til þess að erfiðara og dýrara verði fyrir fyrirtæki á meginlandi Evrópu að fjármagna sig en áður nema greiða fyrir það dýru verði. Gengi evrunnar hefur gefið verulega eftir síðustu tvo mán- uði, eða frá því að stoðir Grikk- lands tóku að titra svo um mun- aði. Þeir bjartsýnu benda á að lágt gengi geti verið jákvætt fyrir bæði útflutning og ferðamennsku í evru- löndunum. Eric Challier, sjóðs- stjóri hjá franska fjármálafyrir- tækinu Avenir Finance Investment Mangers, benti á það í samtali við Bloomberg-fréttaveituna á fimmtu- dag, að reikna mætti með auknum fjölda ferðamanna frá Bandaríkj- unum og Asíu til Spánar og Grikk- lands í sumar auk þess að iðnríki á borð við Þýskaland mættu reikna með því að líf færist í útflutning. Christoph Kind, kollegi hans hjá Frankfurt Trust í Þýskalandi, er sömuleiðis sannfærður um að efna- hagslíf evrulandanna muni standa styrkum fótum þegar þungi niður- skurðarhnífurinn verður lagður á borðið eftir aðgerðirnar og aga verður komið á í hagstjórn land- anna. Dæmi um velheppnaðar aðgerð- ir af þessu tagi séu Suður-Kórea og Indónesía, sem hafi orðið fyrir miklum búsifjum í gjaldeyris- kreppunni sem hrjáði Asíu undir lok tíunda áratugar síðustu aldar. „Vonandi mun sagan endurtaka sig og aðgerðirnar leiða til bata hér,“ segir hann. Kind tekur undir með Challier að útflutningsfyrirtæki á evru- svæðinu muni koma vel undan vetri í skugga lágs gengis evrunn- ar. Þetta muni koma fram í gengi hlutabréfa framleiðslufyrirtækja þegar fram í sækir. Þetta hefur þegar gengið eftir. Þrátt fyrir almennan skell á hluta- bréfamörkuðum á evrusvæðinu gegnir öðru máli um fyrirtæki á borð við raftækjaframleiðandann Siemens en gengi hlutabréfa fyr- irtækisins hefur hækkað um tíu prósent frá áramótum. Þrátt fyrir jákvæðar vísbendingar í skugga skuldakreppu telja aðrir að lágt gengi evrunnar sé ekki jafn gott og af sé látið enda greitt fyrir olíu og aðra hrávöru með dölum. Það auki hættuna á því að þótt útflutn- ingur aukist þýði það ekki að meiri peningur skili sér í kassann. Þetta á við um flest evruríkin, ekki síst Þjóðverja, sem eiga að mestu við- skipti við Frakka og gætu því horft upp á að lágt gengi keyri upp rekstrarkostnaðinn. Súrt seyði neytt í skuldalönd Nokkur evruríki glíma við alvarlegan skuldavanda. Evrópusambandið var tregt til að veita þeim hjálparhönd þar til verulega syrti í álinn. Þau lönd sem taka líflínuna verða að taka verulega til í ríkisbúskapnum og skera niður útgjöld hins opinbera. Hag- fræðingur frá Mexíkó segist í samtali við Jón Aðalstein Bergsveinsson telja Evrópu geta orðið sterkari þegar tiltektinni lýkur. „Ég tel að skuldakreppan í Evrópu geti markað jákvæð skref fyrir Evr- ópu, sem getur orðið sterkari. Þegar storminn lægir verða ráðamenn stærstu landa álfunnar, sérstaklega í Þýskalandi og Frakklandi, að setjast niður og leita leiða til að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti endurtek- ið sig,“ segir mexíkóski hagfræðing- urinn Aldo Mussachio. Hertar reglur um fjármálastöðugleika eru einn mikilvægasti hluti þessa enda geti þær komið í veg fyrir annan skell. „Ég tel ólíklegt að löndin vilji veita öðru landi hjálparhönd í allra nánustu framtíð.“ Mussachio bendir á að Evrópu- ríkin hafi áður sýnt samstarfsvilja og vísar til þess þegar gengi breska pundsins hrundi árið 1992, meðal annars vegna risastórrar stöðutöku ungversk ættaða fjárfestisins George Soros gegn því. Bretar höfðu verið óformlegir aðilar að myntbandalagi Evrópusambandsins í tvö ár þegar þetta var en breska pundið var tengt þýska markinu og mátti muna sex prósentum á gengi myntanna. Erfiður og dýr samruni Austur- og Vestur-Þýskalands fór ekki vel í mark- ið og urðu stjórnvöld á meginlandi Evrópu að hækka stýrivexti til að halda í við gengið. Aðstæður í bresku og þýsku efnahagslífi voru gerólíkar og viðbúið að gengi pundsins myndi lækka verulega eftir tengingu gjaldmiðlanna. Stöðutaka Soros var líkust því að olíu væri skvett á eld. Breskum stjórnvöldum mistókst að halda gengi pundsins innan fráviks- marka og urðu þau að segja sig úr myntbandalaginu í september 1992. Lítill vilji hefur verið til að taka upp myntsamstarf í Bretlandi síðan þá. Árásin á pundið var fjarri því sú eina í álfunni enda voru myntir Evrópuríkjanna nátengdar og tóku fjárfestar stöður með og á móti þeim flestum. Í kjölfar þessa sneru Evr- ópuríkin bökum saman og ákváðu hvort tveggja að taka upp aðra mynt, evruna, og setja á laggirnar evrópska seðlabankann, sem jafnframt er lán- veitandi evrulandanna til þrautavara. Mussachio var með erindi í Háskólanum í Reykjavík í gær þar sem hann fjallaði um fjármála- og skuldakreppur í nokkrum löndum, þar á meðal Mexíkó, Argentínu, Asíu og hér. Hann segir margt sameigin- legt með kreppunum. Hið opinbera eigi hins vegar að forðast að sýna of mikla hörku gagnvart kröfuhöfum, eins og að lýsa sig gjaldþrota líkt og Argentína gerði árið 2002. Landið hafi síðan þá ekki getað fjármagnað sig á erlendum vettvangi, nema í Venesúela. Sú leið lokast senn, að sögn Mussachios. Mikilvægt er að stjórnvöld hér finni lánveitanda til þrautavara, að mati Mussachios. Ein af varanleg- ustu lausnunum er innganga í Evr- ópusambandið, myntbandalagið og upptaka evru sem gjaldmiðils með samþykki bandalagsins. Með upp- töku evru fylgi mikið öryggi. „En þið verðið fyrst að leysa Icesave-deil- una. Hún verður að vera forgangs- mál. Fjármunirnir sem þar um ræðir skipta svo litlu máli í samanburði við það sem þið fáið á móti,“ segir hann og bendir á að um leið og málið leysist megi gera ráð fyrir því að trú erlendra fjárfesta á landinu aukist á ný. Það sé mikilvægara en Icesave-málið enda muni efnahags- lífið lifna við á ný þegar það verður að baki. Skuldakreppan getur verið jákvæð HAGFRÆÐINGURINN Stjórnvöld hér verða að leita eftir myntsamstarfi við Evrópu til að koma á stöðugleika í hagstjórninni, að sögn mexíkóska hagfræðingsins Aldo Mussachio. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HERTAR AÐGERÐIR Í EVRÓPSKUM RÍKISBÚSKAP Ríkisstjórnir nokkurra landa í Evrópu, þar á meðal í Frakklandi og Þýskalandi, hafa kynnt niðurskurð á fjárlögum til að draga úr halla á rekstri hins opinbera. Aðgerðirnar líta dagsins ljós á sama tíma og Spánn tekur við skuldakeflinu af Grikklandi *Áætlaður halli hins opinbera ásamt skuldum sem hlutfall af landsframleiðslu árið 2010 Betri horfur í efnahagsmálum Varhugaverðar horfur Viðvarandi svartsýni Verulegir hnökrar í efnahagslífinu BRETLAND Halli á fjárlögum* 12,0% 163 ma punda Skuldir hins opinbera 79,1% Spara á 57 milljarða með skattahækkun og niðurskurði á útgjöldum á næstu fimm árum PORTÚGAL Halli á fjárlögum 8,5% 15,4 ma evra Skuldir hins opinbera 85,8% Stefnt að því að spara tvo milljarða evra með skatta- hækkunum og fimm prósenta launalækkun æðstu stjórnenda hjá hinum opinbera. SPÁNN Halli á fjárlögum 8,0% 117,6 ma evra Skuldir hins opinbera 64,9% Stjórnvöld á Spáni verða að skera niður um 65 milljarða. Því verður náð fram með fimm prósenta launalækkun ríkisstarfs- manna. ÍTALÍA Halli á fjárlögum 5,3% 80,8 ma evra Skuldir hins opinbera 118,2% Stjórnvöld vilja lækka útgjöld um 24 milljarða evra. Ítölskum sveit- arfélögum í vanda verður ekki hjálpað í bili. Ríkisstarfsmenn fá ekki launahækkun í þrjú ár. ÍRLAND Halli á fjárlögum1 1,7% 23,4 ma evra Skuldir hins opinbera 77,3% Stjórnvöld á Írlandi ætla að skera niður um fjóra milljarða evra á þessu ári. Þar á meðal er allt að tuttugu prósenta launalækkun opinberra starfsmanna. ÞÝSKALAND Halli á fjárlögum 5,0% 79,4 ma evra Skuldir hins opinbera 78,8% Stefnt er á lækkun fjárlagahalla um tíu milljarða evra á ári næstu fimm árin. Meðal helstu aðgerða er skerðing atvinnuleysisbóta og aðstoð við atvinnulausa. FRAKKLAND Halli á fjárlögum 7,5% 144,8 ma evra Skuldir hins opinbera 83,6% Útgjöld hins opinbera verða fryst fram til 2013 ef frá eru taldar lífeyris- og vaxtagreiðslur. Stefnt er að því að lækka útgjöld hins opinbera um allt að tíu prósent. RÚMENÍA Halli á fjárlögum 8,3% 40,8 ma evra Skuldir hins opinbera 30,5% Landið hefur fengið tuttugu millj- arða evra lán frá AGS. Hluti af skilyrðum er 25 prósenta launa- lækkun opinberra starfsmanna. GRIKKLAND Halli á fjárlögum 13,6% 32,3 ma evra Skuldir hins opinbera 124,9% Grikkland hefur fengið 110 milljarða evra lán frá ESB og AGS. Eitt af skilyrðum lánsins er 35 milljarða evra niðurskurður á fjárlögum og fleiri aðgerðir. © Graphic news 0,3% GRIKKLAND 0,8% ÍTALÍA 0,5% PORTÚGAL -0,4% SPÁNN FRAKKLAND 1,3% -0,9% ÍRLAND 1,2% BRETLAND 1,2% ÞÝSKALAND 0,8% RÚMENÍA ESB-lönd Evrulönd Áætlaður hagvöxtur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.