Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 22
22 29. maí 2010 LAUGARDAGUR Á morgun verður kosið til borgarstjórnar Reykja- víkur til næstu fjögurra ára. Ný hugsun og endurnýjun í íslenskum stjórnmálum er nauðsynleg og því býð ég mig fram á endurnýjuðum lista Framsóknar og heiti því að vinna af heiðarleika og ábyrgð fyrir ykkur borgarbúa allt kjörtímabilið. Atvinnumálin skipta okkur framsóknarmenn miklu máli. Við viljum að borgin sé ákjós- anlegur valkostur fyrir stór og smá fyrirtæki sem vilja hasla sér völl og stækka. Þannig minnkar atvinnuleysi, tekjur aukast og útgjöld minnka án þess að skattar og gjaldskrár hækki umfram verðlag. Með skynsamlegri fjármála- stjórn og markvissri forgangs- röðun, þar sem viðkvæmustu hópar samfélagsins eiga að njóta forgangs, á borgin að geta sinnt velferðar-, skóla-, dagvist- unar- og umhverfishlutverki sínu með sóma. Það er ekki sjálfsagt að þetta mikilvæga verkefni takist vel. Það er því mikil- vægt að fulltrúar öfgalausrar miðjustefnu og samvinnu hafi sterka rödd í borgarstjórn og komi að úrlausn vanda- mála og uppbyggingu í þágu borgarbúa. Þú getur lagt þitt af mörkum með því að mæta á kjörstað og setja X við B í Reykjavík á morgun. Þú kýst ekki eftir á Sveitarstjórnarkosningar Einar Skúlason oddviti Framsóknar- flokksins í Reykjavík Kosningar til sveitarstjórna verðskulda alla okkar athygli. Á vettvangi þeirra er fjallað um málefni daglegs lífs og umhverfið næst okkur sem hefur áhrif á alla velferð og þróun. Góð þátttaka í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna hefur verið aðalsmerki Íslendinga og við eigum ekki að láta það niður falla. Það er mikil óánægja, ósætti og reiði meðal fólks vegna þess sem misfarist hefur í stjórn þjóðmála á liðnum árum. Það er eðlilegt að menn vilji finna henni útrás við kjörborðið, en muna má einnig það sem hinir eldri sögðu við ungt ákafafólk í mínu ungdæmi að best væri að telja upp að tíu áður en reiðin fengi að stjórna orðum og gerðum. Uppgjör, uppstokkun og endur- reisn tekur tíma, og það er síður en svo að eindrægni ríki í samfélaginu um leiðir til þess að vinna Ísland út úr bankahruni og efnahagsáfalli. Okkur er þó nauðugur einn kost- ur að taka á þeim vandamálum sem blasa við, ná tökum á fjármál- um hins opinbera, einfalda kerf- ið í samræmi við fjárhagsgetu og endurreisa skuldsett atvinnulíf. Slík verkefni bíða sveitarfélaga um allt land. Sem betur fer er margt hæft fólk í framboði til sveitarstjórna og kjósendur ráða því í dag hverj- ir veljast til vandasamra ábyrgð- ar- og trúnaðarstarfa fyrir þeirra hönd næstu fjögur árin. Undan dómi kjósenda verður ekki vik- ist og sveitarstjórnarmönnum ber skylda til þess að vinna úr þeim pólitíska efniviði sem kjörið færir þeim. Sveitarstjórnir verða ekki rofnar á kjörtímabilinu og efnt til kosninga eins og möguleiki er að gera í landsmálum. Minn flokkur, Samfylkingin, hefur í aðdraganda kosninga lagt fram skýrar tillögur í atvinnu- málum þar sem áhersla er lögð á mannaflsfrekar framkvæmdir og flýtingu viðhaldsframkvæmda. Sérstaklega hefur atvinnustefna Samfylkingarinnar í Reykjavík vakið verðskuldaða athygli. Það er skynsamleg hagstjórnarstefna við núverandi aðstæður sem er í takt við áherslur okkar í ríkisstjórn. Atvinna og atvinnuþróun eru lyk- ill að því að við getum tryggt vel- ferð í dag og menntun barnanna okkar sem móta mun atvinnulíf framtíðarinar. Á þessu ári er Samfylkingin, sameiningarafl jafnaðarmanna, 10 ára. Flokkurinn heldur fram gildum sígildrar jafnaðarstefnu um jafnrétti, frelsi og bræðralag. Síðustu misseri á Íslandi hafa fært okkur heim sanninn um að jafn- aðarstefnan á erindi sem aldrei fyrr. Göngum ábyrg til kosninga í dag og veljum forystu sveitarfélaganna til næstu fjögurra ára. Göngum ábyrg til kosinga Sveitastjórnarkosningar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar Ef lýðræði á að virka þarf að gera upp á milli flokka. Að undan- förnu hefur varla verið talað um stjórnmál öðruvísi en að skella stjórnmálaflokkum saman í einn hóp sem nefndur er fjórflokkurinn eða stjórnmálastéttin. Ef mönnum er alvara með að stjórnmál þurfi að breytast og batna þarf hins vegar að aðgreina fólk og flokka og meta hverjir eru að þróast í rétta átt. Trú á stjórnmálin Ég hafði sjálfur misst trú á stjórn- málum og ákveðið að halda mig fjarri þeim. Ég skil því vel fólk sem hefur efasemdir nú. Við efna- hagshrunið varð hins vegar ljóst að stjórnmálin þyrftu að leysa vand- ann sem stjórnmál höfðu átt þátt í að skapa. Frá því að ég sneri mér að stjórnmálum hef ég kynnst hundr- uðum framsóknarmanna um allt land sem eiga það sameiginlegt að vera reiðubúnir til að fórna frítíma sínum og leggja á sig ómælda vinnu til að gera samfélagið betra fyrir aðra. Fólk með brennandi réttlætis- kennd og sterka framtíðarsýn. Grasrótin tekur völdin Þetta er grasrótin sem stóð fyrir mestu endurnýjun í sögu íslenskra stjórnmála og þurfti ekki að bíða eftir niðurstöðum rannsókna til að sjá að samfélagið hefði farið út af sporinu og róttækar aðgerðir þyrfti til að finna aftur gildin sem samfé- lag þarf að byggjast á og verið hafa grunngildi flokksins. Grasrótin krafðist þess að flokk- urinn mundi ekki gera það sem væri best fyrir flokkinn á hverj- um tíma heldur best fyrir landið og byggja endurreisnina á rökum og fagmennsku sem ekki væri háð sínum flokki eða öðrum. Samvinna Í öllum málum hafa framsóknar- menn verið reiðubúnir að vinna að góðum tillögum sama hvaðan þær hafa komið og leitað að hugmyndum og ráðgjöf utan flokks ekki síður en innan. Í landsmálunum vörð- um við minnihlutastjórn í þeirri trú að allir væru að vinna að sömu hagsmunum og höfum iðulega lagt áherslu á samstarf ólíkra flokka í þinginu. Í sveitarstjórnarmálum hafa menn lýst sig reiðubúna til að taka þátt í að leysa vanda ann- arra þótt þægilegast hefði verið að sitja á hliðarlínunni. Í Borgarbyggð hefðu framsóknarmenn t.d. getað setið hjá án þess að taka ábyrgð. Þess í stað buðust menn til að leggj- ast á árarnar og taka þátt í erfiðum ákvörðunum. Þetta er Framsókn Þetta er fólkið sem hleypur inn í brennandi hús þegar aðrir hlaupa út, fólkið sem gerir þá kröfu til sjálfs sín og annarra að hagsmunir samfélagsins séu settir ofar flokks- hagsmunum, fólkið sem finnst skipta meira máli hvað menn gera en hvað þeir segja, þetta er Fram- sókn. Þetta er Framsókn Sveitastjórnakosningar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins Kjósendur í Reykjavík ganga að kjörborðinu í dag og kjósa um hugmyndafræði, sem verður ríkj- andi í borginni næstu fjögur ár. Þetta er óskýrt hjá sumum flokk- um sem vilja jafnvel ekki kenna sig við neina hugmyndafræði. Hún er samt alltaf til staðar. Ákvörðun um að færa auðlindir borgarbúa í hendur útrásarvík- inga byggir á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins eins og stækkun golfvallar á sama tíma og velferðarmál eru skorin niður. Okkar hugmyndafræði gengur út á að verja almannafyrirtæki og auðlindir þjóðarinnar – og for- gangsraða velferð á undan golf- völlum. Eftir farsakennt kjörtímabil í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var til í allt, eru borgarbúar dauðþreytt- ir. Hugmyndafræði er bannorð og stjórnmálin mega helst ekki snú- ast um neitt. En að flýja pólitík er eins og að flýja morgundaginn. Pólitík er alls staðar og kjósendur eiga rétt á að vita fyrir hvað flokkar standa. Það er pólitík að tryggja aðgang að hreinu neysluvatni. Það er pól- itík að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Leik- og grunnskólar og almenningssam- göngur eru pólitík, eins og fjár- hagsaðstoð, sorpflokkun og gæði andrúmsloftsins. Því lífsgæði borgarbúa eru háð þeirri hug- myndafræði sem ræður ríkjum í ráðhúsinu hverju sinni. Verkefni næsta kjörtímabils eru risavaxin, vegna þess að sam- eiginlegir sjóðir okkar hafa verið rýrðir í þágu hugmyndafræði frjálshyggju og afskiptaleysis. Sameiginlegi sjóðurinn okkar er bæði fjármagnaður og nýttur af okkur öllum – við leggjum í hann eftir getu og tökum úr honum eftir þörfum. Skattagrýlan er ekki ljót- ari en svo. Eftir óábyrga fjármálastjórn frjálshyggjuafla verðum við að grípa til aðgerða. Borgarsjóður stendur ekki af sér óbreytta þjón- ustu án þess að tekjur aukist. Til þess eru tvær leiðir: Gjaldskrár- hækkanir eða útsvarshækkun. Augljóst er hvor leiðin er sann- gjarnari – gjaldskrárhækkanir leggjast flatt á notendur þjónust- unnar, en útsvarshækkun krefst meira af tekjuháum en tekjulág- um. Óábyrg fjármálastjórn hefur ekki aðeins sett velferðarkerfið í hættu. Almannafyrirtæki riða líka á barmi gjaldþrots. Hræ- gammar sveima yfir landinu og hafa þegar krækt í feitan bita á Suðurnesjum. Orkuveita Reykjavíkur má aldrei lenda í höndum einkaaðila, hún er undirstaða lífsgæða okkar. Orkuveitan á ekki aðeins að vera í eigu almennings, heldur einnig undir stjórn hans. Öðruvísi verða hagsmunir borgarbúa ekki tryggð- ir. Eftir hrunið stendur hugmynda- fræði Vinstri grænna ósködduð. Við megum vera stolt. Félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og umhverfis- vernd á erindi í stjórnmálin nú sem þá – og raunar meira ef eitt- hvað er. Við Vinstri græn þorum að glíma við erfiðar aðstæður og erfið verkefni. Við þorum að setja mál á dagskrá – og takast á við kröfuharða sérhagsmunahópa – og halda fram hagsmunum heild- arinnar. Borgin þarf á Vinstrihreyfing- unni – grænu framboði að halda. Nú sem aldrei fyrr. Borgin þarf Vinstri græn Borgarstjórnarkosningar Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík Ég er stoltur af því að við sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ höfðum forgöngu um að kaupa meirihluta í HS veitum og bæjarbúar eiga nú 67% í hitaveitunni. Ég er stoltur af því að með meirihlutaeign í hitaveitunni, HS veitum, stjórnum við bæði magni og verði á heitu og köldu vatni til íbúa og fyrirtækja, enginn annar. Ég er stoltur af því að við höfðum for- göngu um að Reykjanesbær hefur keypt land og auðlindir undir virkjunum á okkar svæði til að tryggja að þær séu í höndum íbúa. Ég er stoltur af því að við höfum haft for- göngu um forvarnir sem skapa fleiri börn- um í Reykjanesbæ heilbrigði og hamingju. Ég er stoltur af því að standa með þeim sem minna mega sína og búa þeim skjól í okkar bæjarfélagi. Ég er stoltur af árangri íbúa Reykjanes- bæjar í íþróttum og aðstöðu íþróttafélaga sem við höfum skapað saman. Tónlist og menning blómstrar í bænum Ég er stoltur af því að við höfum umbreytt umhverfi Reykjanesbæjar og skapað með því lífsgæði sem allir bæjarbúar geta notið, óháð efnahag og stöðu. Ég er stoltur af því að þrátt fyrir alvarleg- an atvinnumissi við brotthvarf varnarliðsins og mikla varnarbaráttu fyrir íbúa Reykja- nesbæjar, skuli eignir bæjarins vera 11 þús- und milljónir kr. umfram skuldir. Ég er stoltur af því að hafa staðið að atvinnuverkefnum sem geta skilað þúsund- um manna vel launuðum störfum og styrkt fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar. Ég er stoltur af því að hafa staðið gegn andróðri margra stjórnmálaafla sem hafa ráðist á Reykjanesbæ og snúið staðreynd- um í þeim eina tilgangi að fella D-lista sjálf- stæðismanna í Reykjanesbæ Ég er stoltur af íbúum Reykjanesbæjar sem hafa staðið með mér gegn andróðursöfl- um og barist við hlið mér til að afla alþýðu manna betur launaðra starfa og skapa betra samfélag. Ég er stoltur af því að kannanir fyrir þessar kosningar sýna að 65% íbúa kjósa að ég verði bæjarstjóri þeirra eftir kosningar. Ég er stoltur af því að hafa helst til sakar unnið, að mati andróðursafla, að vera bjart- sýnn á framtíðina. Ég geng stoltur með íbúum Reykjanesbæj- ar til kosninga í dag til að merkja X við D – velja bjarta framtíð fyrir Reykjanesbæ. Sekur um bjartsýni Sveitastjórnakosningar Árni Sigfússon bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ Síðustu misseri á Íslandi hafa fært okkur heim sanninn um að jafnaðar- stefnan á erindi sem aldrei fyrr. Ef mönnum er alvara með að stjórnmál þurfi að breytast og batna þarf hins vegar að aðgreina fólk og flokka og meta hverjir eru að þróast í rétta átt. Auglýsingasími Allt sem þú þarft…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.