Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 78
38 29. maí 2010 LAUGARDAGUR
Þ
essi plaköt eru frá-
bært framtak. Það er
gaman að fara í gegn-
um þau og sjá hvern-
ig knattspyrnan hefur
verið túlkuð í gegn-
um tíðina,“ segir Bobby Breið-
holt, grafískur hönnuður hjá Fíton,
eftir að hafa litið á plakötin nítj-
án. Bobby gefur sig ekki út fyrir
að vera sérstakur áhugamaður um
knattspyrnu og vissi ekki af þess-
ari plakata-hefð í tengslum við HM,
en segist munu fylgjast með þeim
í framtíðinni.
Hann segir
það áhugaverð-
asta við pla-
kötin í gegn-
um tíðina vera
hversu vel þau
fanga tíðarand-
ann þegar hver
keppni var hald-
in. „Við höfum
hér Art Deco fíling árið 1930, fas-
istamyndmál 1938 og plakatið fyrir
HM í Þýskalandi 1974 er eins og
progguð djassplötukápa. Reyndar
væri djössuð prog konseptplata um
knattspyrnu eitthvað sem ég væri
til í að kynna mér,“ segir Bobby,
og bætir við að honum þyki eldri
plakötin mun skemmtilegri en þau
nýju. „Þessi nýrri eru allt of „hönn-
unarleg“ að mínu mati. Það mætti
slökkva á tölvunni og gera þetta
meira í höndunum eins og eldri pla-
kötin,“ segir Bobby Breiðholt.
Um plakatið fyrir HM sem er að
hefjast í Suður Afríku segir Bobby
það þjóna sínu hlutverki en verði
þó varla í minnum haft. „Þetta
plakat er bara nokkuð ágætt, þótt
ég sé ekkert að drepast úr spenn-
ingi. Litirnir eru hressir. Það er
nokkuð skapandi hugmynd að
sameina Afríku og knattspyrnu á
þennan hátt þó að Afríka sé eins
og skelkaður drengur að fá bolta
í andlitið. En þetta er kannski
aðeins of hönnunarstofulegt. Það
hefði verið miklu meira gaman
ef þetta verið meira afrískt og
handgert.“BOBBY BREIÐHOLT
HM 2010 Svona lítur plakatið fyrir HM
í Suður Afríku, sem hefst 11 júní, út.
Það er helst til of hönnunarstofulegt
að mati Bobby Breiðholts. MYNDIR/AFP
Brasilía 1950
„Til að byrja með er aldrei gott að troða
of miklu af fánum og merkjum á plakat.
En hérna er öxlum bara yppt og fánum
allra knattspyrnuhæfra þjóða heimsins
er troðið saman … á sveittan sokk! Þetta
er skræpótt, skræpótt flík. Ég vorkenni
þjóðunum sem eru ofan í skónum.“
Chile 1962
„Heimsendir!! Þessi mynd er bara
sprenghlægileg. Reyndar talar þessi
armageddón mynd svolítið til mín.
Ég hef afar takmarkaðan áhuga á
fótbolta og mér finnst einmitt að HM
umturni heiminum eins og loftsteinn
á fjögurra ára fresti. En ég efast um
að knattspyrnuaðdáendur líti þannig
á það. Hringið í Bruce Willis.“
Þýskaland 2006
„Æi vá, þessi hugmynd er rosalega á
seinustu stundu eitthvað. Já ókei, á
fjögurra ára fresti koma fótboltastjörn-
urnar út til að láta ljós sitt skína og
fyrirgefðu, en ég sofnaði ofan í súpuna
mína. Svo er þetta bara illa gert. Þetta
hefði eflaust komið betur út ef þetta
væri teiknað í einhverju Avatar forriti,
en það bjargar ekki þreyttri hugmynd
og úbbs, ég sofnaði aftur.“
Mexíkó 1970
„Afgerandi besta plakatið af þeim
öllum. Sýnir bara að fyrir plaköt af
þessu tagi er minna alltaf meira.
Engin kássa af fánum og merkjum,
engin pólitík og engin þjóðremba.
Bara ein sterk, næstum abstrakt
mynd af því sem skiptir máli. Letrið er
líka alveg tryllt á sixtís-hátt.“
Ítalía 1990
„Eitt af aðeins tveimur plakötum þar
sem ljósmynd er notuð,“ (plakatið fyrir
HM í Mexíkó 1986 er einnig ljósmynd).
„Mér finnst þetta mjög vel heppnuð
blanda af svarthvítu og litagrafík. Fortíð
og nútíð mætast og þessir litir passa
vel við svarthvítu myndina.
Sviss 1954
Af öllum plakötunum sem fara alla leið
út í listrænar myndskreytingar finnst
mér þetta best. Alveg rosalegur Kaffi
Mokka fiftís-stíll sem er í góðu lagi mín
vegna. Boltinn teygir á netinu og er við
það að springa út úr myndinni. Spenn-
andi, smekklegt og frábærir litir.“
BESTU PLAKÖTIN
VERSTU PLAKÖTIN
Knattspyrnan túlkuð í plakötum
Allt frá fyrstu HM í knattspyrnu sem haldin var árið 1930 hefur FIFA heiðrað þá hefð að gefa út opinbert kynningarplakat fyrir
hverja keppni og er færasta fáanlega fólk fengið til verksins hverju sinni. Kjartan Guðmundsson fékk hönnuðinn Bobby
Breiðholt til að líta á herlegheitin og velja bestu og verstu HM-plakötin af þeim nítján sem gefin hafa verið út í gegnum tíðina
HM-TÍÐARANDINN ENDURSPEGLAÐUR HM-plakötin endurspegla tíðarandann þegar keppnirnar voru haldnar nokkuð vel, að mati Bobbys Breiðholts. Hér má sjá nokkur dæmi um
HM-plaköt í gegnum tíðina, meðal annars Art Deco-stílll árið 1930, „fasistamyndmál” 1938 og hið fræga plakat fyrir HM á Spáni 1982, sem hannað var af myndlistargoðsögninni Miró.
1930 ÚRÚGVÆ 1938 FRAKKLAND 1974 V-ÞÝSKALAND 1982 SPÁNN 1986 MEXÍKÓ