Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 29. maí 2010 27
sé ekki nógu akademískt, of litlar
kröfur gerðar til nemenda og svo
framvegis. Hvernig svararðu þeirri
gagnrýni?
Gagnrýnin byggir kannski fyrst
og fremst á vanþekkingu á þeirri
aðferðafræði sem er verið að beita
og hinum hefðbundna ríg á milli
skóla. Ég þekki líka Bifrestinga
sem gagnrýna kennsluna og nám-
skeiðin við Háskóla Íslands án
þess kannski að þekkja þau og fyr-
irkomulagið þar og lesa kannski
ritgerð eftir einhvern sem var að
útskrifast frá Háskóla Íslands og
segja: Nær hann virkilega gráð-
unni með þessa ritgerð? Þetta er
bara hluti af þessum hefðbundna
ríg. En ég vísa því algjörlega á bug
að það séu ekki gerðar kröfur til
nemenda á Bifröst, því það er svo
sannarlega gert.
■ Háskólinn á Bifröst á rætur að rekja til
Samvinnuskólans sem var stofnaður í
Reykjavík árið 1918. Skólinn fluttist í
Norðurárdal í Borgarfirði árið 1955 og
hefur verið starfræktur þar síðan, sem
Samvinnuháskólinn, Viðskipta-háskólinn
á Bifröst og síðast Háskólinn á Bifröst.
■ Skólinn er sjálfseignarstofnun og er stýrt
af fimm manna stjórn. Hollvinasamtök
háskólans skipa einn, háskólaráð Háskól-
ans á Bifröst einn og Samtök atvinnulífs-
ins þrjá.
■ Alls nema nú um 1.300 manns árlega
við Háskólann á Bifröst. Það er töluverð
breyting frá því sem var fyrir einungis tólf
árum, þegar um 120 manns voru þar við
nám.
Skóli með 92 ára söguí Reykjavík, Háskólans á Bifröst
og Listaháskólans. Þær náðu ekki
lengra að því sinni en þær voru
hugsanlega fyrsta skrefið í þá átt
í íslensku háskólasamfélagi. Ég
hlakka bara til að koma mér inn
í það. Ég er ekkert farinn að ræða
af viti við rektora annarra háskóla
en það mundi ekki stranda á okkur
á Bifröst að taka þátt í einhverju
samstarfi ef það væru uppi hug-
myndir sem okkur litist vel á í
þeim efnum.
Hins vegar verður að taka það
mjög skýrt fram að við myndum
aldrei fallast á það að Háskólinn
á Bifröst yrði útibú frá öðrum
háskóla eða einhver útstöð sem
væri nýtt í endurmenntunarhelg-
ar eða eitthvað slíkt. Við teljum
að hin 50 ára saga skólans á þeim
stað sem hann er núna sýni fram
á að það sé vel hægt að reka skóla
á þessum stað, og að það sé í raun-
inni skemmtilegt, skynsamlegt og
að mörgu leyti hagkvæmt.
Þú nefndir áðan ríkisstyrkina
sem fylgja nemendum. Er eðlilegt
að einkareknir háskólar njóti sömu
ríkisstyrkja á hvern nemanda og
ríkisháskólar, og geti síðan inn-
heimt skólagjöld að auki? Væri
ekki tilvalið fyrir ríkið að spara
þar?
Þetta er einmitt spurning sem
maður heyrir oft, en svarið við
henni er auðvitað bara jafnrétti
nemenda. Peningarnir fara ekki í
skólana heldur fylgja nemandan-
um. Þeir fylgja þér sem íslenskum
ríkisborgara, sem hefur val um að
nema á mismunandi stöðum. Nú er
til dæmis gott að vera með börn á
Bifröst, leikskólinn er þarna við
hliðina og samfélagið heldur utan
um barnafólk og er því hliðhollt.
Þessi nemandi á þess kannski ekki
kost að vera í hefðbundnu námi við
Háskóla Íslands og kýs að fara á
Bifröst. Af hverju í veröldinni ætti
ríkið að borga minna með honum
en þeim sem getur, félagslegra
aðstæðna sinna vegna, verið í námi
í Háskóla Íslands? Þessi nemendi er
svo tilbúinn til að leggja fram auka-
lega peninga úr sínum eigin vasa til
að njóta þessarar þjónustu.
Ég spyr miklu frekar: Af hverju
fær Háskóli Íslands ekki tækifæri
til að taka hófleg skólagjöld til að
renna styrkari stoðum undir sína
starfsemi? Því skólagjöld eru,
þegar upp er staðið, minnsti kostn-
aðurinn við nám sem nemandi legg-
ur út í.
Finnst þér ekki mikilvægt að það
sé til staðar háskóli sem stendur
öllum til boða óháð því hvað þeir
hafa á milli handanna?
Bifröst stendur öllum til boða
óháð því hvað þeir hafa á milli
handanna vegna þess að við erum
með ákaflega öflugt námslánakerfi
á Íslandi sem lánar fyrir skóla-
gjöldunum. Ég tek sjálfan mig sem
dæmi: Ég er kennarasonur, foreldr-
ar mínir eru grunnskólakennarar
og ekkert hátekjufólk. Pabbi varð
öryrki þegar ég var tíu ára gam-
all, þannig að ekki voru miklar
tekjur þar. Ég hafði tækifæri til að
nema við dýrustu og bestu háskóla
í heimi. Ég nam við Cambridge-
háskóla af því að kerfið hérna
gerði mér það kleift. Það skiptir
engu máli hvaða félagslega bak-
grunn þú hefur og hvort það eru
einhver skólagjöld, þú getur klof-
ið það því það er lánað fyrir skóla-
gjöldunum.
Og staðan er einfaldlega sú að
menntun er einhver sú besta fjár-
festing sem einstaklingur getur
lagt út í og skilar sér margfalt
til þeirra í tekjum í framtíðinni.
Það er einfalt að sýna fram á það.
Hófleg skólagjöld, eins og eru við
íslenska háskóla – skólagjöldin á
Bifröst eru um 20 prósent af því
sem þau myndu vera við sambæri-
legan skóla í Bandaríkjunum – eru
mjög lítil prósent af þeim kostn-
aði sem nemendur eru að leggja
til í sínu námi. Fólk tekur miklu
hærri lán fyrir framfærslu en fyrir
skólagjöldum við íslenska háskóla.
Einhvern tímann var reiknað út
að miðað við þann tekjuauka sem
meðalnemandinn á Bifröst mætti
vænta eftir útskrift þá væri hann,
bara með tekjuaukanum, búinn að
borga upp skólagjöldin sín á einu
ári eftir útskrift.
Reglulega skýtur upp kollinum
gagnrýni á námið á Bifröst – það
■ Háskólinn á Bifröst fær um 333 milljónir króna í framlög frá ríkinu á
þessu ári. Þar af eru 50 milljónir til rannsókna. Hinar 283 milljón-
irnar eru föst framlög á hvert nemendaígildi, sem á Bifröst eru á
sjöunda hundrað.
N
B
I
h
f.
(
L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
),
k
t
.
4
7
1
0
0
8
-
0
2
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
17
6
0
Einkabankinn í
símann þinn á l.is
EINKABANKINN | landsbankinn.is | 410 4000
Nú getur þú sinnt bankaviðskiptum í símanum þínum, hvar og hvenær sem er.
Það er einfalt að skoða yfirlit yfir stöðu reikninga og kreditkorta, framkvæma
millifærslur, kaupa inneign fyrir GSM síma, sækja PIN-númer fyrir VISA kreditkort,
greiða inn á kreditkort og fletta upp í þjóðskrá.
Farðu inn á l.is og prófaðu Einkabankann í símanum þínum. Innskráning er með
sama hætti og þegar farið er í Einkabankann í tölvunni þinni. Þú skráir notendanafn,
lykilorð og auðkennisnúmer og þar með er fyllsta öryggis gætt.