Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 12
 29. maí 2010 LAUGARDAGUR Verðandi lagahöfundar óskast Lagadeild www.lagadeild.hi.is Umsóknarfrestur til 5. júní Kennarar við lagadeild Háskóla Íslands skrifa nánast allar kennslubækur í lögfræði sem notaðar eru í landinu. Við byggjum framsækið og krefjandi nám á 100 ára hefð við langöflugasta háskóla landsins. Engin skólagjöld Skrásetningargjald aðeins kr 45.000 Tilgangur fyrirtækisins er að styðja fatlað fólk við að útvega og skipuleggja persónulega aðstoð þannig það geti stjórnað sínu eigin lífi. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem skipulögð er af notandanum og miðar að því að hann eigi kost á að taka fullan þátt í þjóðfélaginu á jafnréttisgrundvelli. Hún byggir á: að fatlað fólk hafi fulla stjórn á allri aðstoð sem það telur sig þurfa, m.a. með því að ákveða hver, hvar, hvernig og hvenær aðstoðin er veitt. að fatlað fólk njóti jafnréttis og taki þátt í samfélaginu. Fyrirtæknu verður stjórnað af og í eigu fatlaðs fólks sem mun nýta sér notendastýrða persónulega aðstoð. Nánari upplýsingar á NPA.is Kynningarfundur um stofnun samvinnufyrirtækis um notendastýrða persónulega aðstoð verður haldinn laugardaginn 5. júní á Grand Hótel kl. 14:00 FRÉTTASKÝRING: Hverjir eru í svipaðri stöðu og Steinunn Valdís? Steinunn Valdís Óskars- dóttir þingmaður sagði af sér á fimmtudag og sagðist gera það þar sem umræða um styrkjamál yfirgnæfði þingstörf sín. En Stein- unn Valdís var ekki frek- ust til fjörsins í styrkjamál- um 2006 og 2007, hvorki í heildina séð né í einstökum styrkjum. Steinunn Valdís hefur beðið kjós- endur afsökunar á að hafa þegið svo mikla styrki að trausti til henn- ar væri teflt í tvísýnu. En fimm kjörnir fulltrúar þáðu hærri styrki en Steinunn í heildina, í prófkjörsbaráttu vegna alþingis- kosninga 2007 og borgarstjórnar- kosninga 2006. Sé miðað við forsendur Steinunn- ar Valdísar í yfirlýsingu hennar ættu því fleiri að víkja sæti, til að „lækna sárin sem hrunið hefur vald- ið okkur“, eins og hún orðar það; eða til að kraftar landsmanna fari í eitt- hvað nytsamlegra en að ræða um hugsanlega mútuþægni. Séu styrkir vegna beggja próf- kjara Steinunnar lagðir saman þáði hún alls 12.750.000 krónur. Þrátt fyrir það er hún ekki styrk sælust frambjóðenda. Þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Illugi Gunnarsson fengu hærri fyrir einar kosningar en Steinunn fyrir tvennar. „Ég ber virðingu fyrir hennar ákvörðun,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður, spurð álits á afsögn Steinunnar. Ragnheiður vill ekki segja hvort fleiri eigi að feta í fótspor Steinunnar og hefur ekki hugleitt að segja af sér. „Þegar bókhaldið mitt er skoðað sést að það samrýmist þeim lögum sem voru sett ári síðar. Ég ákvað að taka ekki við styrkjum yfir 300.000 krónum,“ segir hún. Gísli Marteinn Baldursson segist einnig virða ákvörðun Steinunnar og vonar að henni vegni vel. Spurður hvort hann hafi íhugað afsögn segir Gísli að hann hafi farið mjög varlega í þessum málum. Hæsti styrkurinn hans hafi verið þrefalt lægri en hæsti Steinunnar. „Hæsti styrk- urinn til mín er í nítjánda sæti þegar styrkjunum er raðað eftir upphæð- um. Í mínu prófkjöri kom mest frá fjölda einstaklinga, sem hver og einn lagði til litla fjárhæð.” Guðlaugur Þór svarar fyrirspurn blaðsins með tölvupósti, en ekki spurningum blaðamanns. Hann seg- ist hafa verið að vinna að því að fá samþykki styrktaraðila sinna til að birta upplýsingar um hverjir standa að baki framboði hans. Hann ætli að birta gögnin í næstu viku. Ekki náð- ist í Illuga og Helga Hjörvar. Fimm með hærri styrki 25 20 15 10 5 0 25 20 15 10 5 0 Borgarstjórnarkosningar 2006 Alþingiskosningar 2007 m ill jó ni r k ró na m illjónir króna St ei nu nn V al dí s Ó sk ar sd ót ti r H an na B ir na K ri st já ns dó tt ir K ja rt an M ag nú ss on D ag ur B . Eg ge rt ss on G ís li M ar te in n B al du rs so n G uð la ug ur Þ ór Þó rð ar so n Ill ug i G un na rs so n H el gi H jö rv ar R ag nh ei ðu r El ín Á rn ad ót ti r St ei nu nn V al dí s Ó sk ar sd ót ti r Styrkir til frambjóðenda eru misjafnir að gerð. Sumir þiggja fáa háa styrki eða einung- is frá lögaðilum, svo sem Steinunn Valdís, meðan aðrir eru með marga lága styrki, svo sem Ragnheiður Elín, sem tók ekki við hærri styrkjum en 300.000 krónum, og Kjartan Magnússon, sem fékk 3,7 milljónir frá 47 lögaðilum. Fleiri settu sér mörk. Dagur B. Eggertsson ákvað til dæmis að taka ekki við hærri styrkjum en sem nemur hálfri milljón og Gísli Marteinn milljón. Hæstu einstöku styrkir Guðlaugs og Steinunnar námu tveimur milljónum, miðað við þeirra eigið bókhald, en Illugi þáði þrjár milljónir frá Exista. (Landsbank- inn telur styrkina öðruvísi fram og reiknar 2,5 milljónir til Steinunnar annað árið). Guðlaugur hefur lítið sagt um hverjir styrktu hann, en viðurkennt aðspurður að FL Group hafi gefið tvær milljónir og Baugur tvær. Í skýrslu rannsóknarnefndar kom svo fram að hann hefði þegið milljón frá Kaupþingi og 1.500.000 frá Landsbanka 2006. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fráfarandi forseti borgarstjórnar, hefur ekki sagt frá styrkjum til sín. Aðrir borgarfulltrúar hafa gefið allt upp, sumir til Ríkisendurskoðunar og aðrir til Fréttablaðsins. Heildartalan segir ekki allt Klemens Ólafur Þrastarson klemens@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.