Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 10
10 29. maí 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING Hversu nærri úrslitunum fóru skoð- anakannanir sem gerðar voru fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2006? Lítið hefur verið um skoðanakann- anir fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar í dag. Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu samtals 13 kannanir í níu sveitarfélögum. Morgunblaðið lét gera eina könnun í Reykjavík, og Ríkisútvarpið birti könnun fyrir Reykjavík í gærkvöldi. Þá létu einhverjir staðbundnir fjölmiðl- ar einnig gera kannanir í sínum sveitarfélögum. Að auki voru niðurstöður ein- hverra af þeim könnunum sem stjórnmálaflokkarnir fengu könn- unarfyrirtæki til að gera fyrir sig birtar í fjölmiðlum. Talsvert fleiri kannanir voru birtar dagana fyrir síðustu sveit arstjórnarkosningar, í maí 2006. Einkum var þar um að ræða kann- anir Fréttablaðsins, Gallup og Félagsvísindastofnunar. Þegar kjörfylgi flokka í borgar- stjórnarkosningunum í Reykjavík í kosningunum 2006 eru borin saman við síðustu kannanir fyrir kosningar sést að könnun Gallup komst næst úrslitunum. Kannanir Fréttablaðsins og Félagsvísinda- stofnunar voru heldur fjær niður- stöðum kosninganna. Gallup var að meðaltali 1,3 pró- sentustigum frá réttu fylgi flokka. Kannanir Félagsvísindastofnun- ar voru að meðaltali 1,8 prósentu- stigum frá kjörfylgi, og 1,9 pró- sentustigum munaði að meðaltali hjá Fréttablaðinu. Raunar komst Gallup næst úrslitunum í könnun sem birt var á fimmtudeginum fyrir kosningar, en aðeins var eins prósentustigs munur á niðurstöðum þeirrar könnunar og kjörfylgi flokkanna. Í síðustu könnuninni, sem birt var daginn eftir, munaði meiru. Kannanir Gallup, Félagsvísinda- stofnunar og Fréttablaðsins mældu allar stuðning við framboð Fram- sóknarflokksins í Reykjavík undir kjörfylgi. Flokkurinn fékk 6,3 pró- sent í kosningunum. Minnstu mun- aði hjá Gallup, 0,4 prósentustigum, en mestu hjá Fréttablaðinu, 1,8 prósentustigum. Fréttablaðið var næst fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnun sinni, en eins og kannanir Gallup og Félagsvísindastofnunar mældi könnunin fylgi við flokkinn meira en það reyndist vera. Fréttablað- ið var 0,3 prósentustigum frá kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins, en Félagsvísindastofnun 4,3 pró- sentustigum. Allar kannanir vanmátu stuðn- ing við Frjálslynda flokkinn. Þar var Félagsvísindastofnun næst kjörfylgi, 1,6 prósentustigum undir, en Gallup fjærst, 2,8 pró- sentustigum undir kjörfylgi. Könnun Gallup var aðeins 0,1 prósentustigi frá kjörfylgi Sam- fylkingarinnar. Fréttablaðið ofmældi fylgi flokksins um 4,3 prósentustig, en Félagsvísinda- stofnun vanmat stuðning við flokkinn um 1,8 prósentustig. Félagsvísindastofnun komst næst því að spá fyrir um fylgi Vinstri grænna, og mældi stuðn- ing við flokkinn aðeins 0,2 pró- sentustigum yfir kjörfylgi. Frétta- blaðið ofmat fylgi flokksins um eitt prósentustig, en Gallup van- mat fylgið um 0,5 prósentustig. brjann@frettabladid.is Fáar skoðanakannanir fyrir kosningarnar í dag Óvenju fáar skoðanakannanir hafa verið birtar fyrir sveitastjórnarkosningarnar í dag. Mun fleiri kannanir voru gerðar fyrir sveitastjórnarkosningar árið 2006. Þá komust skoðanakannanir Gallup næst úrslitunum. SKÓLASTARF Vorhátíð Austurbæjar- skóla verður haldin í dag klukkan tíu stundvíslega. Hátíðin hefst með skrúðgöngu um hverfið líkt og venjulega en að þessu sinni tengist hún 80 ára afmæli skólans. Munu nemendur og foreldrar sem það kjósa, skrýð- ast fjölbreyttum klæðnaði og flagga ýmsu sem minnir á liðna tíma. Til að minna á gamla tíð verða fornbílar á ferðinni. - shá Austurbæjarskóli í sparifötin: Vorhátíð í dag á 80 ára afmæli Volkswagen Polo er nýkrýndur sigurvegari sparaksturskeppni Atlantsolíu og fór 100 km á aðeins 2,93 lítrum. Þessi nafnbót er skemmtileg viðbót í safnið hjá Polo sem einnig hefur verið valinn Alheimsbíll ársins og Bíll ársins í Evrópu. Nýttu þér hagstætt verð og sparaðu á verðlaunabílnum Polo! Das Auto. OPIÐ Í DAG FRÁ 12-16 - Komdu og reynsluaktu sparneytnasta bíl landsins Sparar sig vel á Íslandi Nýr Polo kostar aðeins frá 2.390.000 kr. Eða 25.293 kr. á mánuði miðað við gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða og 35% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 10,45%. Sigurvegari 50 40 30 20 10 0% Félagsvísindastofnun Fréttablaðið Gallup Kjörfylgi Þrjár kannanir á fylgi flokkanna í Reykjavík voru gerðar skömmu fyrir sveitastjórnar- kosningarnar árið 2006. Hér að má sjá samanburð á könnununum þremur og kjörfylgi flokkanna sem buðu fram í borginni. Eins og sjá má var Gallup að meðaltali næst úrslitum kosninganna, en litlu munaði á niðurstöðum kannana Félagsvísindastofnunar og Fréttablaðsins fyrir kosningarnar. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR KANNANIR FYRIR KOSNINGARNAR 2006 Risarampur í París Þrjátíu metra hár rampur fyrir hjólabrettafólk hefur verið reistur við Eiffel-turninn. Brettasnill- ingurinn Taig Kris mun í dag reyna að setja heimsmet í brettalangstökki. NORDICPHOTOS/AFP Áætlun gegn utanvegaakstri Umhverfisráðuneytið hefur unnið aðgerðaáætlun gegn akstri utan vega til þriggja ára. Áætlunin ber heitið Ávallt á vegi. Markmið átaksins er að draga úr náttúruspjöllum af völdum utanvegaaksturs. UMHVERFISMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.