Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 24
 29. maí 2010 LAUGARDAGUR Í dag göngum við til kosninga og veljum borgarstjórn til næstu fjögurra ára. Viðfangsefni borgar- stjórnar eru afar mikilvæg og hafa bein áhrif á líf allra borgar- búa á degi hverjum. Skólarnir okkar, leikskólarnir, þjónusta við eldri borgara – allt verður þetta að virka og vera í góðu lagi. Þess vegna eru þessar kosningar mikil- vægar, við eigum svo mikið undir því að okkar nánasta umhverfi sé í lagi, ekki síst fyrir þau sem standa hjarta okkar næst. Ég er stolt af störfum mínum sem borgarstjóri. Við höfum náð miklum árangri. Ég hef beitt mér fyrir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum og lagt mig fram um að vinna vel með öllum, sama úr hvaða flokki þeir koma. Þessi nýju vinnubrögð hafa skilað farsælum lausnum og árangri fyrir borgar- búa, enda er í mínum huga enginn vafi á því að þannig njóti borgar- búar betur krafta allra borgarfull- trúa en þegar hver höndin er upp á móti annarri. Skattar hafa ekki verið hækk- aðir en þrátt fyrir það stend- ur borgin sterk fjárhagslega og íbúar geta verið öruggir um að njóta áfram þeirrar grunnþjón- ustu sem þeir hafa vanist. Borg- arsjóður hefur verið rekinn halla- laus. Þessi trausta staða skiptir miklu fyrir börnin okkar og fram- tíðina. Við höfum forgangsrað- að í þágu barna og velferðarþjón- ustu í borginni. Við höfum tryggt öllum börnum sem verða tveggja ára á árinu leikskólapláss og öllum grunnskólabörnum þjónustu á frí- stundaheimilum. Að auki eru leik- skólagjöld, frístundaheimilisgjöld og matargjöld í grunnskólum með þeim lægstu á höfuðborgarsvæð- inu. Ég er stolt af því að Reykjavík- urborg hefur haldið uppi fram- kvæmdum, sem veita fjölda fólks atvinnu og stutt við atvinnuskap- andi verkefni. Á þessu ári verður framkvæmt fyrir 26 milljarða á vegum Reykjavíkurborgar og fyr- irtækja hennar en til samanburðar má nefna að ríkið framkvæmir á sama tíma fyrir 18 milljarða. Ég vona að í dag verði kosið um þessi góðu verk. Reykvíkingar eiga það skilið að hagsmunir þeirra og framtíð séu meginverkefni þess- ara kosninga. Ég hvet Reykvíkinga til að mæta á kjörstað í dag og bið um stuðning til að gegna áfram störfum borgar- stjóra. Atkvæði greitt Sjálfstæðis- flokknum er atkvæði til þess og stuðlar að enn frekari árangri, sátt og stöðugleika. Þannig getum við haldið áfram að vinna saman í þágu allra borgarbúa. Í dag ræður þú Ég hef beitt mér fyrir nýjum vinnu- brögðum í stjórnmálum og lagt mig fram um að vinna vel með öllum, sama úr hvaða flokki þeir koma. Kæri borgarbúi! Í dag er kosið í Reykjavík. Kosningabaráttan hefur verið stutt en áherslurnar eru skýrar. Við í Samfylkingunni viljum að borgin beiti sér af fullu afli gegn atvinnuleysinu. Ástæðan er sú að ef atvinnuleysið fær að aukast þá þarf að skera niður þá þjónustu sem borgin veitir og hækka skatta eða gjaldskrár, til dæmis á leik- skólum. Atvinnan er grunnurinn að öllu hinu. Við höfum lagt fram útfærða aðgerðaráætlun sem virkaði í Árósum og í kreppunni miklu í Bandaríkjunum. Við vilj- um flýta framkvæmdum, leggja áherslu á viðhaldsverkefni við skóla, leikskóla, þjónustumið- stöðvar aldraðra, sundlaugar og uppbyggingu í hverfum borgar- innar. Við verðum að skapa fjöl- breytt störf fyrir ungt fólk og koma af stað fjárfestingu. Þannig komum við vinnufúsum höndum til starfa. Í skólamálum leggjum við áherslu á að stöðva niðurskurðinn og standa vörð um faglegt starf. Vanlíðan stráka er aðkallandi vandamál sem þarf að veita miklu meiri athygli og einnig þarf að tryggja að ekkert barn sé án hollra skólamáltíða vegna fjárhagsstöðu foreldra. Samfylkingin sættir sig ekki við sístækkandi raðir eftir matar- gjöfum hjálparstofnana. Við vilj- um hækka grunnframfærslu til þeirra sem hafa minnst á milli handanna. Við viljum líka styrkja frí- stundakort barna svo ekkert barn hrekist úr íþróttum eða æsku- lýðsstarfi vegna efnahags. Í þriðja lagi þarf af fjölga örugg- um valkostum í húsnæðismál- um með því að koma upp almenn- um leigumarkaði í Reykjavík. Þessi metnaðarfulla stefna er afrakstur hugmyndavinnu undan- farinna missera sem hefur meðal annars farið fram á tugum heima- funda um alla borg og á Reykja- víkurþingi. Allt er þetta nýbreytni í stefnumótun stjórnmálaflokka í borginni. Kæru kjósendur. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur hugmyndirn- ar sem við berjumst fyrir og veita okkur umboð til að hrinda þeim í framkvæmd. Á framboðslista Sam- fylkingarinnar er úrvalsfólk sem ég er stoltur af enda góð blanda af endurnýjun og reynslu. Þetta er kraftmikill hópur með mikla þekkingu á verkefnum Reykja- víkurborgar. Ég vona að við fáum þinn stuðning. Atvinnan skiptir öllu máli Borgarstjórnarkosningar Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Við verðum verðum að skapa fjöl- breytt störf fyrir ungt fólk og koma af stað fjárfestingu. Þannig komum við vinnufúsum höndum til starfa. Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hún mótaði mig og gerði að því sem ég er í dag. Pabbi var lögga. Mamma vann í mötu- neyti Borgarspítalans. Ég safnaði peningum með tombólum, til að láta gott af mér leiða og fá mynd af mér í Vísi. Ég var í Réttó. Ég naglhreinsaði mótatimbrið utan af Seðlabankabyggingunni. Ég fór á tónleika í Hafnarbíó. Ég vann í Hampiðjunni. Ég fór í Iðnó og þar heillaðist ég af leiklistinni. Ég hef labbað yfirbugaður af ástarsorg frá Lækjartorgi uppí Breiðholt. Ég hef grátið í strætó. Mér fannst ég ekkert vita eða geta fyrstu vaktina mína hjá Bæjarleið- um. Það var erfitt að viðurkenna að ég rataði ekki á Óðinsgötu. En ég fékk hjálp frá „Stöðinni“ og smátt og smátt lærði ég að bjarga mér. Síðustu ár hefur það verið atvinna mín að gleðja fólk með gamanleik en þrátt fyrir það hefur líf mitt ekki verið tómur fífla- gangur. Ég hef alið upp fimm börn í þessari borg og þar af er eitt á leikskólaaldri í dag. Ég hef verið með langveikt barn. Ég hef verið atvinnulaus. Ég hef fylgt öldruð- um foreldrum mínum í gegnum heilbrigðiskerfið og öldrunarþjón- ustuna. Ég hef jarðað föður minn og trillað mömmu minni um borg- ina í hjólastól. En þrátt fyrir erfið- leika hefur þessi borg alltaf séð vel um mig þegar ég hef sýnt áhuga og frumkvæði. Þá hef ég bjargað mér með útsjónarsemi og dugnaði. Borgin okkar er alltaf að stækka og breytast. Sem krakki fór ég með pabba mínum að tína svartbaks- egg uppí Grafarvogi. Seinna bjó ég þar. Ég hef fylgst með nýjum hverfum verða að grónum hverf- um. Ég elska þessa borg og vil endurgjalda henni allt það sem hún hefur gefið mér. Undanfarin ár finnst mér rangur hugsunar- háttur hafa ráðið hér ríkjum. Mér hefur sárnað að horfa uppá það og afleiðingarnar. Mér finnst að ljót- ir og virðingarlausir hlutir hafi verið gerðir. Hagsmunir borgar- anna hafa vikið fyrir hagsmunum einhverra annarra. Tækifæri hafa verið vannýtt. Þess vegna stofnaði ég Besta flokkinn og fékk til liðs við mig fólk sem ég þekki, virði og treysti. Það er fólk úr öllum stétt- um þjóðfélagsins. Reykjavík getur orðið fallegri og skemmtilegri borg sem hefur allt- af eitthvað nýtt og óvænt að bjóða upp á. Gott gengi Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum getur markað nýtt upphaf í sögu borgar- innar. Ó, borg mín borg! Borgarstjórnarkosningar Jón Gnarr oddviti Besta flokksins í Reykjavík Ég elska þessa borg og vil endurgjalda henni allt það sem hún hefur gefið mér. Borgarstjórnarkosningar Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.