Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 73
5 MENNING
Þ
að grípur hann lítillæti þegar í manninn
næst. Hann er á leiðinni út en gefur okkur
tíma: Í nýju hefti Opera, þess virta blaðs
um óperuheiminn, er fjallað um komandi
verkefni Ensku Þjóðaróperunnar og þar er
talin upp frumsýning hinn 24. mars á nýrri sviðsetn-
ingu á Endurkomu Ódysseifs. Leikstjórinn er Bene-
dikt Andrews sem væntanlegur er hingað upp í haust
til að sviðsetja Lé konung í Þjóðleikhúsinu. Í greininni
í Opera er „Bokur Jonsson“ sagður leikmyndahönnuð-
ur að óperu Monteverdi frá 1641: „Já hann veðjaði á
mig,“ segir Börkur. Reyndar ekki í eitt verkefni held-
ur bæði Ódysseif og Lé. Þeir Benedikt, sem er rómað-
ur fyrir sviðsetningar sínar bæði heima í Ástralíu og
víða um Evrópu, verða því mikið saman á næstunni.
„Við klárum þetta í sumar og erum komnir vel á veg
með Lé. Þetta er svona í útlöndum, að menn vinna
langt fram í tímann,“ segir Börkur.
Frami Barkar á erlendri grund hefur að mestu verið
bundinn við sýningar Vesturports. Þeir Gísli Örn
eru á leið til Málmeyjar að setja Hamskiptin á svið.
Hann er nýkominn heim frá sviðsetningu á dansverki,
Electric hotel, sem flutt er í gámum á vegum Fuel-
hópsins og fer nú suður eftir Englandi. Þar sitja áhorf-
endur úti við með heyrnartól og horfa á verkið í upp-
stöfluðum gámum. Og talandi um gáma þá eru þeir
félagar Gísli Örn og Börkur komnir á fullt með annað
verk fyrir gáma, samnorræna sýningu sem á að taka
á flóttamanninum í norrænum samfélögum í víðum
skilningi, en Vesturport fékk ásamt tveimur norræn-
um leikhúsum stóran styrk frá norrænu menningar-
málanefndinni til að koma þeirri sýningu á koppinn.
Verkefnin eru því ærin. Leikmyndir Barkar hafa
um margt skorið sig frá öðrum sem sést hafa hér á
landi, einkum í byggingu og efniskennd. Frami hans
á erlendri grund er tilkominn fyrir það tengslanet
sem byggst hefur upp í kringum starf Vesturports
og er nú að leiða til þess að verk þessa unga höfundar
eru tekin að sjást víðar á áætlunum virtra leikhúsa
og leikflokka Evrópu. Það er fleira útflutningur en
ál og fryst flök.
ÓDYSSEIFUR
OG LÉR
Börkur Jónsson og bak við hann einn gestaleikara Vesturports, Gael Garcia Bernal.
Börkur
Jónsson
leikmynda-
hönnuður
hefur getið
sér gott orð
með ágeng-
um leik-
myndum
hér heima,
bæði fyrir
Vesturport
og stóru
leikhúsin.
Nú berast
fréttir um
að hann sé
að hasla sér
völl víðar.
MENNING
PÁLL BALDVIN
BALDVINSSON
Matsveina- og matartæknanám fyrir þá sem
starfa eða vilja starfa í mötuneytum vinnustaða
og skipum, í eldhúsum heilbrigðisstofnana,
leikskólum og skólum.
Komið og upplifið!
Leikir og þrautabrautir
Stoð- og hjálpartæki
Myndir úr starfinu
Leikhópurinn Lotta
skemmtir kl.13.15
Grillaðar pylsur og Svali
Kynningar og fræðsla um:
Sjúkra- og iðjuþjálfun á
Æfingastöðinni
Iðjuþjálfun í Hafnarfirði
Þjálfun í daglegu umhverfi
Hópþjálfun
Sjúkraþjálfun á hestbaki
Fjölskyldumiðaða þjónustu
Við hvetjum alla til að líta við og bjóða ættingjum og vinum með.
Hlökkum til að sjá ykkur!
OPIÐ HÚS – KOMIÐ OG UPPLIFIÐ!
Við á Æfingastöðinni ætlum að opna dyrnar upp á gátt í dag
laugardaginn 29. maí frá kl. 13-16.
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á Háaleitisbraut 13.
Á Æfingastöðinni er veitt fjölbreytt þjónusta iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara. Þjónustan er fyrir
börn og ungmenni sem þurfa aðstoð við að bæta færni sína í leik og starfi svo þau geti
þroskast, dafnað og notið lífsins.
Eftirtaldir kynna einnig
starfsemi sína:
ADHD samtökin
CP félagið
Sjónarhóll
Tölvumiðstöð fatlaðra
Umhyggja
Umsjónarfélag einhverfra
Þroskahjálp