Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 38
MENNING 2 HLJÓÐVERSPLÖTUR Big Science (1982) Mister Heartbreak (1984) Strange Angels (1989) Bright Red (1994) The Ugly One with the Jewels (1995) Life on a String (1991) HLJÓMLEIKAPLÖTUR United States Live (1984) Home of the Brave (tónlist úr samnefndri tónleikamynd And- erson - 1986) Live in New York (1982) menning kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Páll Baldvin Baldvinsson Hönnun: Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd: Anna Melsteð Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is Frásagnir af and- láti mínu eru stór- lega ýktar, var eitt sinn haft eftir bandaríska skáld- inu Mark Twain. Hann er merkilegt fyrirbæri í banda- rískri menningar- sögu, lagði raunar til verk sem hafa verið grundvöll- ur í sjálfskynj- un bandarískra sagnaskálda og höfunda æ síðan eins og Stikils- berja-Finni og sögunum af Tom Sawyer sem til eru í styttum þýðing- um á íslensku. Twain vann síð- asta áratuginn að stórri ævi- sögu sinni og við andlát hans voru fyrirmæli hans virt að hún skyldi ekki koma út fyrr en öld eftir andlát hans. Sá tími er nú liðinn og er brátt að vænta að ævisagan komi út vestanhafs. Fimm þúsund síðna handritið er áætlað til útgáfu í nóvember og verður gefið út í þremur bindum. Fræðimenn greinir á hvers vegna Twain vildi geyma útgáfu verksins í heila öld: trú og stjórnmál ræðir hann í verk- inu af miklu hispursleysi og þá er hann óspar á harða dóma um marga samferðamenn sína. Hluti verksins rekur samband hans við ritara sinn, Isabel Van Kleek Lyon, sem hóf störf hjá honum við fráfall eiginkonu hans 1904. Þau voru svo náin að hún keypti fyrir hann rafdrif- ið hjálpartæki en eftir fimm ára sam- vistir sleit hann öllu sambandi við hana og viðbætur við ævisöguna sem hann skrifaði síðasta æviár sitt bera henni ekki góða sögu. Twain, sem hét réttu nafni Samuel Langhorne Clem- ens, gerði fyrstu tilraunir til að rita ævisögu sína um 1870 en það var ekki fyrr en 1906 að hann tók að ein- beita sér að samn- ingu hennar með því að lesa fyrir rit- ara. Skoðanir hans á efri árum voru á skjön við ríkj- andi hugmyndir: hann efaðist um tilvist guðs, var andsnúinn heimsvaldastefnu Bandaríkj- anna og ráðandi þjóðernisstefnu landa sinna. Handritið hefur um langan tíma verið aðgengilegt í handritadeild Berkeley-háskól- ans og því verið nýtt af fjölda höfunda. Helmingur handrits- ins hefur þó aldrei komið fyrir augu lesenda né heldur verk- ið sem heild. Höfundarréttur Twains liggur hjá stofnun sem hefur síðan síðustu ættingjar hans féllu frá styrkt stofnan- ir og verk sem halda minningu hans á lofti. Útgáfa ævisögunnar bætir þúsundum síðna við mikið og fjölbreytilegt ævistarf hans og styrkir stöðu hans sem föður bandarísku skáldsögunnar. Sjálfsævisaga Marks Twain Bókmenntir Mark Twain var brautryðjandi í skáldsagnaritun vestanhafs í fleiri en einum skilningi. Þetta ku einn þekktasti gjörn- ingur listakonunnar, nefnist Duets on Ice og stimplaði hana inn í bandarískt listalíf árið 1975. Þegar ísinn hefur bráðnað af skautunum er gjörningnum lokið. Laurie gaf áhorfendum á Vatna- safninu skýrt til kynna að hún vissi ekki hvað uppákoma henn- ar tæki langan tíma. Því hafi hún búið sig undir að þurfa að standa í óratíma með fætur í ísnum og hafði margar sögur í handraðan- um. „Ég er hætt að flytja þennan gjörning. Hann er gamall, frá 1975. Ég ákvað að fremja hann vegna þessara hluta hér, vegna vatnsins, vegna Vatnasafns- ins,“ segir Laurie mér þegar hún hefur gengið frá fiðlunni rúmum klukkutíma síðar. Hún bendir á glersúlurnar með jöklavatninu sem standa á móti okkur. „Vatnið í súlunum er allt á mismunandi stigum í tilverunni. Það virt- ist góð hugmynd að gera þetta innan um bráðinn ís,“ segir hún og bætir við að hún sé ekki viss hvaðan ísinn á skautum hennar hafi verið. Ég bendi henni á að ísinn sé úr Snæfellsjökli, sem hafi verið að gufa upp í tímans rás. „Ég ætti þá að koma einhverju af … vatninu til baka,“ svarar hún glettin og virðir fyrir sér litla polla þar sem hún stóð á skaut- unum. Gamlar sögur og tíminn Sögur Laurie Anderson á viðburð- inum á Vatnasafninu fjölluðu öðru fremur um hana sjálfa á ýmsum skeiðum og fólk henni nátengt. Aðrar fjölluðu um Bandaríkin, ein sagan um hryðjuverkin í heima- borg hennar, New York, 11. sept- ember 2001. Hún segir sögurn- ar samtíning um umskipti, innri sem ytri breytingar. Sumar með hraðri framvindu eins og eldgos; aðrar hægari, líkar jöklum. Ljóst er af verkum Laurie Anderson í gegnum tíðina að tíminn er henni hugstæður. Laurie Anderson sló í gegn í bandarísku listalífi snemma á áttunda áratug síðustu aldar og steig hærra á stjörnuhimninum þegar hún fetaði sig inn í tón- listarheiminn með hljómplötun- um Big Science (1982) og Mister Heartbreak (1984). Á fyrrnefndu plötunni er lagið „O Superman,“ sem lenti í öðru 2. sæti breska vinsældalistans árið 1981. Þetta er jafnframt annað lagið á ferli Laurie Anderson sem hefur lætt sér inn í almenna spilun með þessum árangri. Sjöunda platan er væntanleg í enda næsta mán- aðar. Sú heitir Homeland og er fyrsta hljóðversplata Anderson í níu ár. Aðdáendur listakonunnar sem hafa farið á tónleika henn- ar síðustu ár ættu að kannast við eitthvað á nýju plötunni. Á meðal þeirra sem ljá Anderson tóna er bassagúrúinn Skúli Sverrisson, sem búsettur hefur verið í New York í Bandaríkjunum um margra ára skeið. Hann lagði sömuleiðis hönd á plóg á síðustu plötu And- erson, Life on a String, sem kom út árið 2001. Laurie Anderson er um þess- ar mundir á heimstúr sem kall- ast Delusion. Þar flytur hún verk sem hún frumflutti á viðburði tengdum Vetrarólympíuleikun- um í Vancouver í Kanada. Fjöldi fólks tekur þátt í uppsetningunni ytra og nýtir hún bæðir brúður og margmiðlun. Því var ekki að skipta hér þar sem Laurie Ander- son stóð ein á gólfinu og sá sjálf um að taka föggur sínar saman. List fyrir bestu vinina Laurie Anderson fagnar 63 ára afmæli á laugardag eftir viku. Tímamótunum fagnar hún með tónleikahaldi í óperuhúsinu í Sydney í Ástralíu en þar stendur nú yfir tæplega mánaðarlangur tónlistar- og myndlistarviðburð- ur. Þar flytur eiginmaður henn- ar, Lou Reed, forsprakki þeirr- ar goðsagnakenndu hljómsveitar Velvet Underground, jafnframt textalausa hávaðaverkið Metal Machine Music, sem kom út á hljómplötu sama ár og Laurie flutti gjörninginn á skautunum í fyrsta sinn. Laurie er með tvö sett í Sydney. Hitt er frumflutningur á tuttugu mínútna verki fyrir hunda, sem flutt verður utandyra við óperu- húsið. Listamaðurinn ljómar þegar við komum að þessu efni enda hundar henni afar nákomnir og hefur hún samið um þá fjölda laga. Hún á smáhundinn Lulu- belle, sem er af amerísku rat terrier-kyni og var viðfangsefni einnar sagnanna sem hún sagði á Vatnasafninu. Laurie segir þessa skemmtilegu tilraun hafa orðið til í samræðum við sellóleikarann Yo-Yo Ma. „Við elskum bæði hunda og okkur datt í hug hvort það yrði ekki stórkost- legt að halda tónleika sem aðeins þeir gætu heyrt. Ég hef hvorki hugmynd um það hvernig muni takast til né hvernig hundarnir koma til með að bregðast við tón- listinni. Hún verður á lágstemmd- um nótum með sellóum og fiðlum en send út á hátíðni. Ég vona að margir komi. En tveir verða að koma með hverjum hundi, sem verður að vera í bandi. Þetta verður frábært,“ segir Laurie Anderson. HELSTU VERK LAURIE ANDERSON Vatnasafnið sem opnað var um mitt ár 2007 er eitt af nokkrum langtímaverkefnum bresku listasamtakanna Artangel en þau hafa haft það að markmiði síðastliðin átján ár að hrinda í fram- kvæmd óvenjulegum myndlistarverkefnum eftir samtímalista- menn. Á meðal nokkurra verkefna sem sjóðurinn hefur styrkt eru stór skúlptúrverk á opinberum stöðum, afsteypa af innanverðu raðhúsi í austurhluta London, 25 metra há vera úr heimilisrusli í strandbænum Margate, sem og tímabundnar umbreytingar á ýmiss konar umhverfi. Þá hefur sjóðurinn fjármagnað verk á borð við Cremaster 4 eftir Matthew Barney og marga fleiri. VATNASAFNIÐ Í STYKKISHÓLMI NOKKUR VERK UNNIN MEÐ ÖÐRUM You’re the Guy I Want To Share My Money With unnið með rithöfundinum William S. Burroughs og John Giorno (1981) This is the Picture (Excellent Birds) unnið með tónlistarmanninum Peter Gabriel (1986) Zoolook unnið með tónlistarmanninum Jean Michel Jarre (1984) Métamorphoses unnið með Jean Michel Jarre (2000) Plague Songs (2006) The Stone: Issue Three unnið með tónlistarmönnunum Lou Reed og John Zorn (2008) FRAMHALD AF FORSÍÐU FRÉTTA BLA Ð IÐ /JA B ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.