Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 44
GUNTRUM RIESLING Fölsítrónugult. Létt fylling, hálfsætt og ferskt með keim af eplum, ferskjum og þrúgum. 1.499 kr. Nú 1. júní lækkað verð í 1.299 kr. GUNTRUM RIESLING Fölsítrónugult. Létt fylling, hálfsætt og ferskt með keim af eplum, ferskjum og þrúgum. 4.499 kr. Nú 1. júní lækkað verð í 4.199 kr. GUNTRUM HVÍTVÍN Fölsítrónugult. Létt fylling, hálfsætt, mild sýra. Epli, léttur ávöxtur, steinefni. 1.299 kr. Nú 1. Júní lækkað verð í 1199 kr. GUNTRUM HVÍTVÍN Fölsítrónugult. Létt fylling, hálfsætt, mild sýra. Epli, léttur ávöxtur, steinefni. 3.998 kr. Nú 1. Júní lækkað verð í 3899 kr. HVÍTVÍN GUNTRUM – LÆKKAR VERÐ Í VÍNBÚÐUM Flest þekktustu vínræktarsvæði Þýskalands liggja að fljótunum Rín og Mósel. Öll hafa þau sín sérkenni. Stærstu svæðin – og í raun umfangs- mesta vínræktarsvæði Þýskalands – er Rheinhessen. Vínræktarsvæðið teygir sig yfir svæðið á hæðunum við Rín á milli borganna Mainz og Worms. Guntrum-fjölskyldan hefur starfað óslitið að vínrækt allt frá miðöldum. Fyrir stuttu tók Konstantin Guntrum við stjórn fyrirtækisins úr hendi föður síns Louis Guntrum og er ellefta kynslóðin nú við stjórnvölinn. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru við bakka Rínar sem á sér nokkra sögu. Undir húsinu teygja sig vínkjallarar Guntrum-fjölskyldunnar eina sex hundruð metra, sem er æði stór kjallari í Þýskalandi. Þetta svæði er fyrst og fremst þekkt fyrir hvítvín en einnig eru ræktuð rauðvín í Rheinhessen. Það eru hins vegar hvítvínin sem mestu máli skipta og þegar um hágæðavín er að ræða er það fyrst og fremst þrúgan Riesling og Sylvaner sem hér er á heimavelli. Guntrum-vínin eru auðdrekkanleg og þægileg vín sem hægt er að dreypa á í rólegheitum. Frábær í veislur með fingurfæði og salötum. Með austurlenskum mat fara þau sérlega vel þar sem krydd og vínsætan fara vel saman. Frábær t.d. sem kaldur fordrykkur á sumarkvöldi í góðum félagsskap. Frá og með 1. júní lækka þau umtalsvert í verði sem ætti að gleðja marga Baldvin Jónsson, oddviti Reykjavíkurframboðs-ins, ætlar að taka það rólega á kosningadaginn. „Þá er kapphlaupið búið. Ég býst við að kjósa snemma og eyða svo deginum með börnunum mínum sem ég hef lítið séð af síðustu daga,“ segir Baldvin sem mun vissulega horfa á Eurovision með fjölskyldunni um kvöldið. „Þó eru skiptar skoðanir um ágæti keppninn- ar á heimilinu,“ segir Baldvin glaðlega. Hann bætir við að sér finnist Eurovision hræðilegt útvarpsefni en oft gaman að horfa á það. Baldvin útbýr fyrir lesendur rétt sem hann kallar Supernachos og er vinsæll við ýmis tækifæri á heim- ilinu. „Uppskriftin er afar einföld, enda fáir sem hafa talið mér til hróss afrek mín í eldhúsinu hingað til,“ segir Baldvin og hlær. Dásamlegt sjónvarpssnakk Ólafur F. Magnússon, oddviti H-lista, framboðs um heiðarleika og almannahagsmuni, segist yfir- leitt minnst muna hvað hann borði á Eurovision-kvöldinu síðustu árin þar sem kosningar beri upp á sama dag og því mikið að gera. „Ég hef ekki peninga á bak við mig, er bara með lítinn þéttan hóp sjálfboðaliða og þarf að vinna alla handavinnuna sjálfur. Ég má því þakka fyrir að hafa eitthvað til að borða yfirhöf- uð og halda þyngd, ég hef að vísu þegar misst nokkur kíló,“ segir Ól- afur léttur í bragði. „Ég er hins vegar fagurkeri og finnst yndislegt að eiga stund með góðu fólki og njóta eðalveiga. En óneitanlega tengir maður Euro- vision við kosningabaráttuna þótt ég eigi mjög ljúfar minningar um Eurovision frá því að ég var fjöl- skyldufaðir í Svíþjóð á 9. áratugn- um, sérstaklega keppnirnar árin 1983 og 1984, þegar Herreys-tríó- ið flutti lagið Diggi-Loo Diggi-Ley, það var í miklu eftirlæti.“ Ólafur segist þó reyna að borða eitthvað og grípi þá gjarnan til ban- ana. „Ég er mjög meðvitaður um mína andlegu og líkamlegu heilsu og ég bendi fólki á að bananarnir eru mun hollari og fljótteknari inn en snakk og skyndibitarnir.“ Grípur gjarnan í banana HOLLT OG GOTT Ólafur grípur gjarnan í hollan bita þegar mikið annríki er. Banani verður gjarnan fyrir valinu en Ólafur sló á létta strengi og sagði það væri þó síst hægt að tengja hann við apa með banananum. „Máltækið margur verður af aurum api gildir allra síst um mig.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kosningasnarl odd EINFALDUR RÉTTUR Baldvin Jónsson gæðir sér á Supernachos sem er vinsæll réttur á heimilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Supernachos 1 stór poki af Tortilla-flögum, helst bara saltar 1 meðalstór krukka af mildri salsa-sósu 1 meðalstór krukka af osta-sósu 1 heill grillaður kjúklingur vel útilátið af rifnum osti Rífið kjúklinginn niður í frekar litla bita. Dreifið flögunum í eldfast mót í þunnum lögum með slettum af salsa og ostasósu á milli, ásamt lagi af kjúklingi. Hafið um tvö til þrjú lög af sósu og kjúkl- ingi og dreifið svo sósu líka í litlu magni ofan á efsta lagið af flögunum. Setjið svo þétt af rifnum osti yfir allt saman. Hitið í ofni við ca 200 gráður þangað til osturinn er orðinn vel bráðinn. Helga Þórðardóttir oddviti Frjáls-lynda flokksins nefnir ídýfu og snakk sem létt kosningasnarl. „Ég geri þetta ef ég þarf að flýta mér sem ég þarf stundum að gera með stóra fjölskyldu og fjögur börn.“ Innt eftir uppskrift að ídýfunni segir Helga: „Ég var að kenna strákunum mínum að elda og sagði þeim að þeir yrðu að vera með mér þegar ég elda því ég geri allt eftir tilfinningunni. Þeir eru orðn- ir snillingar núna. Ég nota mest reynsluna og bragðlaukana.“ Helga segir að snarlið sé vin- sælt á heimilinu. „Það er alltaf vinsælt að gera sér dagamun,“ upplýsir Helga og bætir glað- lega við að kannski verði boðið upp á það á kosningavöku Frjáls- lynda flokksins þar sem hún ætlar að eyða kvöldinu. „Við ætlum að bjóða öllum vinum og vandamönn- um og gera okkur glaðan dag.“ VINSÆLT Helga Þórðardóttir segir ídýfuna vinsæla á heimilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kosningavökur og Eurovisionpartý verða haldin um allt land í kvöld og nótt. Frambjóðendur í sveitarstjórnarkosningunum fara ekki varhluta af því og því og þrátt fyrir mikla spennu er nauðsynlegt að fá sér eitthvað í gogginn. Því voru oddvitar listanna í Reykjavík fengnir til að greina frá sínu uppáhalds kosningasnarli. Ídýfa og snakk Helgu: 1/2 box Rjómaostur. 1 krukka Mexíkóskt salsa. Ostur. Doritos flögur. Blandið saman rjómaostinum og mexíkósku salsa. Setjið í eldfast mót og skerið ost yfir. Notið sem ídýfu á Doritos flögur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.