Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 10
4
M 0 R G U N N
Ekki tekst að gera grein fyrir, hvað börnin séu mörg.
Bergljót hafi þekt mig, og hún hafi líka þekt konuna mína.
Hún hafi talað við okkur um spíritismann. Hún muni hafa
verið 36—40 ára, þegar hún fór yfir um; ræður það af
útlitinu, því að nú sýni hann hana með sér.
[Frú Bergljót, fyrri kona síra H. N., var 36 ára,
þegar hún andaðist].
Konan mín sé ekki með mér. Eg skuli ekki hafa
neinar áhyggjur út af henni. Þeir líti eftir henni hinu-
megin. Og þeim sé mjög ant um að hjálpa mér. „Haltu
áfram og láttu ekki vera neitt hik á þér“. ,,Eg hefi ekki
yfirgefið hann“ (mig).
[Miðillinn gat ekki vitað, að eg ætti neina konu, né
að hún væri ekki með mér í London. Ekki gat hún heldur
vitað, að eg væri að fást við neitt, sem væri áhugamál
þess, er var að gera vart við sig].
Þessi maður hlýtur að hafa haft eitthvað mikið að
gera við spíritismann, bæði frá heimspekilegu hliðinni og
fyrirbrigðahliðinni. Hann hafi prédikað um þess konar
efni.
[Ekki þarf að taka það fram við lesendur Morguns,
að þetta er rétt].
Ég spyr, hvort hann geti ekki gert neina frekari
grein fyrir sér.
Stjórnandinn segir, að hann hafi verið einhver kenn-
ari. Ég spyr, hvers konar kennari. Hún segist ekki geta
náð því. En hann hafi haldið mikið af fyrirlestrum.
Hann hafi farið víða til þess að halda fyrirlestra, líka í
öðrum löndum.
[Þetta er alt rétt].
Hún segir, að hann langi til að nota á mér hendurnar.
Eg segist ekki fást við ósjálfráða skrift. Hún segir, að
hann eigi ekki við það. Hann langi til að koma inn í mig
hugsunum, og fá mig til að skrifa þær.
Hún biður mig að spyrja einhvers. Eg spyr, hvort
hann muni eftir nokkurum atvikum í sambandi við andlát