Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 100
90
MORGUNN
Næsta kvöld kom fram kafli ritaður á ítölsku og
segir þar Paganini svo frá lífi sínu:
-----„Eg var einmana og síleitandi að sannri ástúð,
sem eg aldrei fann. Lygar hafa menn breytt út um mig.
Eg var ekki nirfill, og varði altaf miklu fé til styrktar
fátæklingum og vanræktum börnum, en altaf svo að lítið
bar á. Aftur hafði eg gaman af að leika á fjöldann. í
rauninni var eg ekki slarkfenginn. Mér leið illa á upp-
vaxtarárunum. Faðir minn var grófgeðja og beitti mig
hörku. Móðir mín var mér ekki vond, en skorti hug-
rekki til að taka málstað minn. Samúð fann eg aldrei.
Eg hvorki reykti né drakk og lifði heldur ekki á kjöt-
kræsingum. Á hverjum degi hlýddi eg heilagri messu, en
samt var eg altaf kallaður djöfull. Mér hefir nú verið
fyrirgefið mikið vegna þess, hvað illa var farið með mig á
æskuárunum, enda dvel eg nú meðal vina, glaður og
ánægður.-----------“
Við þessa frásögn bætir v. R. þeirri athugasemd, að
enda þótt flestir, sem ritað hafa um Paganini, hafi gert
sér far um að sverta dagfar hans, þá kveðst hann nýlega
hafa fundið ítalskt rit um Paganini, sem skýrir frá því, að
eftir lát listamannsins hafi fundist fjöldi ]>akkarbréfa
til hans frá ýmsum góðgerðarstofnunum, sem hann
hafði styrkt.
í annað sinn skrifaði Paganini greinargerð um það
hvernig myndast hefði þetta nána samband hans við
þau Reuters-mæðgin. Hann kvaðst þegar áður en v.
Reuter fæddist hafa orðið snortinn af þeirri sterku trú,
sem frú Reuter hafi haft á því að hann (Pag.) væri enn
við lýði og hrifist af þeirri heitu ósk hennar um það
að eignast son honum líkan. Sagði hann, að þetta hefði
skapað hjá sér hvöt til að gera það sem í sínu valdi
stæði til að stuðla að því að ósk hennar gæti rætzt, enda
hefði það nú orðið öllum vonum fremur.
Eg hefi nú verið alllangorður um sambandið við
Paganini, vegna þess að v. R. leggur líka mesta áherzlu