Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 27
M 0 R G U N N
21
honum hefir verið tekin, að öðru leyti en því, að hún er ber-
sýnilega af honum. Hún gæti ekki verið endurprentun af
neinni annari mynd. Og hvernig ætti það líka að geta verið?
Ljósmyndarinn hefir enga hugmynd um, hvaða manneskj-
ur eru til hans komnar, ])egar myndin er tekin, heldur helzt
að hjónin séu frá Austurríki. Honum hefir engin vit-
neskja verið gefin um þau. Hjónin eru við, þegar myndin
er framkölluð og þau þekkja síra Harald tafarlaust,
þegar þau sjá myndina á plötunni. Þau skrifa það þegar
frændkonu frú Soffíu í Khöfn, og þau segja frá því hér
heima, mér og öðrum, áður en myndin kemur hingað.
Eg verð að álíta, að það sé fullkomlega nægilega sannað,
að þessi mynd sé svikalaust til orðin. Og hverjar hug-
myndir, sem vér gerum oss um slíkar myndir — og út
í það efni ætla eg ekki að fara nú — þá er ekki annað
skynsamlegt en að ætla, að þær séu með einhverjum
hætti framkomnar fyrir áhrif frá þeim framliðna manni,
sem þær eru af.
Slíkir fundir sem þessir gæfu auðvitað tilefni til
ýmiskonar athugasemda og hugleiðinga, ef tími væri til.
Eg ætla að endingu að benda aðeins á eitt atriði. Hugs-
um okkur, að við hefðum eitthvað til muna af sannana-
miðlum vor á meðal eins og Mrs. Mason eða ljósmynda-
miðlunum Mr. Hope og Mrs. Buxton. Haldið þið ekki, að
það mundi breyta lífi æði margra manna? Haldið þið
ekki, að það mundi efla öruggleikann í sálunum og vekja
alvöru og dýpri skilning á lífinu? í mínum augum er
miðlafæðin eitt af veraldarinnar mestu meinum. Við
ættum að leggja sem kappsamlegasta stund á að koma
UPP miðlum. Við ættum að reyna að láta aldrei standa
á fé til þess, ef á því þarf að halda. Við ættum að inn-
ræta það æskulýðnum, að miðilsstarfið, rekið á skynsam-
íegan og samvizkusamlegan hátt, sé eitthvert veglegasta
hlutverkið, sem mönnum getur fallið í skaut á jæssari jörð.