Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 130
20
MORGUNN
við sig í ósjálfráðri skrift hjá 12 ára gömlu stúlkubami,
og beðið um það að foreldrum sínum væri gert viðvart
um það. Þau hjónin létu tilleiðast að fara að sinna þessu.
Faðirinn, að minsta kosti, var mjög vantrúaður á, að
nokkurt vit gæti í þessu verið. „Hvorugt okkar hafði
nokkru sinni verið á sambandsfundi. Og okkur fanst
eftir frásögnum fréttablaðanna, að spíritisminn væri
ískyggilegur og fullur af illu einu“, segir höf. En svo
var á hina hliðina þessi beiðni, sem gat verið frá syni
þeirra.
Þau hjónin fengu ýmislegt merkilegt hjá
annamr. þessarj jitlu stúlku, bæði fyrirbrigði, sem
teljast verða sannanir frá syni þeirra, og eins vott um
yfirvenjulegan, fýsiskan kraft. Þetta tólf ára barn varð,
til dæmis að taka, sterkara á einum fundinum, en tveir
fullorðnir karlmenn, sem toguðust á við hana, báðir í
einu. En mestar komu sannanirnar eftir að þau hjónin
urðu svo lánsöm að komast í kynni við miðil, sem heitir
Nugent, og áður hafði verið þeim alveg ókunnur. Hann
er ekki atvinnumiðill og heldur fundi sína alveg ókeypis.
„Hann sagði mér“, segir höf. „að hann áliti það skyldu
sína að nota þessa hæfileika sína í þágu þeirra, sem
mist hefðu ástvini sína, sérstaklega þeirra sem hefðu
mist þá í ófriðnum mikla, til þess að þeir gætu fullvissað
sig um framhald lífsins og meðvitundarinnar, eftir þá
breytingu, sem vér köllum dauða. Og enn fremur til þess
að gera þeim kunnan möguleikann til þess að ná sam-
bandi við andlega heiminn, og á þann hátt láta þá verða
þeirrar huggunar aðnjótandi að fá aftur að tala við fram-
liðna ástvini sína“. Þessi Nugent er auðsjáanlega ágætur
miðill, og framliðna hermanninum tókst að sanna sig
svo vel fyrir foreldrum sínum, að allur efi um samband-
ið varð að engu í hugum þeirra.
... .. Ein af merkustu sönnununum, sem þau
Ljosmyndin. ,., , , . ’
fengu, var ljosmynd af hmum framhðna
syni þeirra. Miller sammældist við hann á fundi hjá