Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 20
14
M0R6UNN
Þá reynir stjórnandinn með miklum erfiðismunum
að koma með nafn, sem við héldum í fyrstu að ætti að
vera Kaaber. Þá var farið að stafa nafnið og stafaðist
nafnið Thordur. Maðurinn, sem var að gera vart við sig,
bað okkur að færa Thordi skilaboð. Þá er sagt sem
skilaboð:
„Thordur og ég höfðum mikið sameiginlegt í starfi
okkar og áhugamálum, og meira en ég átti sameiginlegt
með ykkur. Og ég bið hann að halda áfram því verki, sem
ég fór frá. Hann er líka kennari“. (Prófessor Þórður
Sveinsson var lengi háskólakennari og kom altaf til síra
Haralds, þegar hann kom frá kenslu í háskólanum).
Næst fór stjórnandinn að lýsa konu, sem væri á
meðalhæð, merkilega falleg í vexti, með langt hár,
kringluleit, með mikið enni og ljómandi fallegar auga-
brúnir. Hárið dökt. Hérumbil 30 til 40 ára gömul,
fremur nær fertugu. Hárið ofurlítið farið að grána. Með
þessari konu er stúlka, hérumbil 16—18 ára, sem er í
einhverju sambandi við konuna. Og báðar eru þær í ein-
hverju sambandi við þennan karlmann. Stúlkan var barn,
hérumbil 7 ára, þegar hún fór yfir um, fremur skyndi-
lega. Hún hafði veikindi í kverkunum, og hún tekur
höndunum um hálsinn. Hún fór yfirum löngu á undan
eldri konunni. Karlmaðurinn segist hafa verið alsann-
færður um, að þær lifðu í öðrum heimi, og að hann hefði
náð sambandi við þær, eftir að þær hefðu farið yfirum.
En hann segði, að hann hefði aldrei gert sér þann
fögnuð í hugaj'lund, sem hann hefði fundið, þegar hann
hefði hitt þær og komist að raun um, að hann gat tekið
í hendurnar á þeim.
Þá kom nafnið Mary. Við spurðum, hvort ekki væri
neitt annað nafn. Okkur var sagt að nafnið byrjaði á
S. og að lokum kom nafnið Sigrid, og jafnframt að stúlk-
an hefði heitið þessum tveimur nöfnum, Sigrid Mary.
Þá fengum við nafn, sem byrjaði á Berg (hljómaði