Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 81
M 0 R G U N N
71
ist ekki hafa um langan tíma litið í myndasafn (album)
af fólki sínu og hafði því á móti því, að röddin gæti
farið með rétt mál. En þá svaraði röddin: „Ég á ekki
við myndir í myndasafni ykkar. Fyrir nokkru heimsótti
ykkur ungur maður. Það var tekin mynd af honum, og
ég er á þeirri mynd“. Stúlkan segist enn hafa mótmælt
því, að þessi frænka hennar væri á þeirri mynd, en
röddin hafi staðið fast á því og lagt fast að þeim að
skoða myndina að nýju.
Stúlkurnar töldu sig sannfærðar um, að röddin gæti
ekki vitað um það, sem hún var að segja. En samt vildu
þær ganga úr skugga um það og tóku því myndina fram,
athuguðu hana nú nákvæmar og sáu nú, sér til mikillar
furðu, að mannshöfuð kom fram á myndinni, auk mynd-
arinnar af von Reuter, en ekki þektu þær það. Sýndu
þær nú föður sínum myndina og kallaði hann þá upp
yfir sig: „Hvernig stendur á þessu? Þetta er líkt Emmu
systur minni. Þið vitið, að hún er dáin fyrir 25 árum“.
Það, að aukamyndin kemur á filmuna hjá stúlkunni,
er erfitt að skýra með venjulegum hætti. Um röddina
í lúðrinum er það að segja og það, sem hún sagði, að
ekki gat miðillinn hafa fengið vitneskju um aukamyndina
frá nokkrum lifandi manni, því að enginn hafði ennþá
vitað, að hún var til. Fyrir hugsanaflutning eða hug-
lestur hefir miðillinn því ekki getað fengið vitneskju um
Riyndina. Hins mætti heldur geta til, að miðillinn hefði
með einhverjum yfirvenjulegum hætti skynjað nafn
stúlkunnar og frænku hennar, bústaðinn, myndarblaðið,
°g getað búið röddina til. En slíkt eru þó lausar get-
gátur, sem ekki er hægt að fara hér nánar út í. En
ftiyndatakan er jafnóskýrð, hverja skýringu sem menn
vilja hafa á hinum atburðunum. Sagt er frá mönnum,
gæddum þeirri dulargáfu, að þeir hafi getað sagt rétt
nöfn manna, sem þeir höfðu aldrei heyrt áður né séð.
Og til eru og hafa verið menn, sem séð hafa hluti í
fjarska og skynjað atburði, er gerst hafa í fjarska. Og