Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 22
16
M0E6UNN
væri nú úti á sjónum. [Sem var alveg rétt, hann var
þá á leið til Vesturheims].
Þá kom þetta skeyti: Viljið þið þakka Kvaran fyrir
að koma ykkur hingað, til þess að tala við mig, og segja
honum, að mér hafi þótt mjög vænt um að fá kost á
að tala við hann og að eiga líka kost á að koma nú með
frekari sannanir. Við töluðum mikið saman um þessi
málefni. [Átti við Kvaran].
Þá komu þau skilaboð, að hann bæði okkur að halda
áfram eins og við hefðum nú byrjað. Við skyldum reyna
að mynda hring á heimili hans með öðrum meðlimum
fjölskyldunnar. Hann héldi, að ég (Soffía) hefði ein-
hverja hæfileika, sem unt væri að þroska. Þá mundi hann
koma og koma skeytum til okkar. Hann hefði haft mjög
mikinn áhuga á sálarrannsóknum í jarðneska lífinu.
Hann hefði fengist mikið við vísindaleg efni, en þetta
væru einu vísindin, sem hefðu fullnægt honum á síðustu
árunum. [Ég bendi á, hvað þetta er skýrt og nákvæm-
lega rétt. E. H. K.].
Þá vorum við beðin að leggja einhverjar spurningar
fyrir hann. Við spurðum, hvort við ættum engu að skila
til yngsta drengsins hans. Þá virtist hann verða mjög
ákafur. Hann sagðist hafa elskað þann dreng mjög inni-
lega og hann hefði verið sér mikil gleði á sínum efri
árum. Miðillinn reyndi að sýna okkur, hvað hár hann
væri og sagði að hann væri eitthvað nálægt 12 ára gamall.
Hann er aðeins 9 ára, en þau hjónin fengu að vita, þegar
þau komu heim, að keypt höfðu verið á hann föt, sem
ætluð voru 12 ára dreng. Hann er svo stór eftir aldri.
Við spurðum þá, hvort hann gæti sagt okkur, hvað dreng-
urinn heiti. Þá kom nafnið Halldór. Við spurðum hvort
hann hefði ekkert annað nafn. Þá kom Jónas, og að hann
héti Jónas Halldór. [Sem er alveg rétt]. Þá fór hann að
tala um afmæli drengsins. Það hefði verið fyrir nokkrum
dögum. [Það var þá afstaðið fyrir 2 dögum]. Þá hefði
verið kátur hópur saman kominn og drengurinn hefði