Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 42
36
MORGUNN
ingar til að sanna, að þeir séu samir við sig, og skeyti,
sem láta í ljósi áframhaldandi tilfinningar, ást eða vin-
áttu. Þau eru harla merkileg oft og einatt og eru bráð-
nauðsynleg og ómissandi. En svo koma lýsingar á öðru
lífi, og þeim verður auðvitað 'að taka með allri varúð.
Yfirleitt kemur skeytunum saman um það, að annar
heimur sé miklu lílcari þessum, en hinir framliðnu hefðu
búist við. Þeir tala um dýr og blóm og bækur, allskonar
áhugamál og fegurð, og segja oss, að þeir séu hinir sömu.
og þeir voru hér, og hafi hvorki breyzt í engla né
djöfla, en skilyrðin, sem þeir eigi við að búa, séu farsælli
en áður og heppilegri til framfara. Hlutirnir í kringum
þá virðast áþreifanlegir og fastir fyrir, en efnisheimurinn
er þeim sem skuggaheimur. Þeir framliðnu virðast hafa
líkama, sem er að öllu sköpulagi eins og efnislíkaminn.
En annars sýnist vera erfitt að lýsa öðru lífi, eins og
hugsast gæti, að fugl ætti erfitt með að gera fiski skiljan-
legt líf sitt og flug í loftinu, þó að tilvera og umhverfi
beggja hafi margt sameiginlegt og sé hvort um sig hluti
úr samfeldri heild.
Á sambandsfundum er bezt að vera stiltur, rólegur
og vingjarnlegur, ekki of ákafur eða æstur og allra-sízt
fjandsamlegur. Biezt er að varast sem mest beinar spurn-
ingar, en taka heldur við því, sem kemur, og rannsaka
það eftir á; þó eru miðlar mjög misjafnir að þessu leyti.
Sjöundi kafli er stutt yfirlit yfir farna leið, — yfir
efni bókarinnar í heild. Höf. bendir á, að það sé að
heimska sig, að rugla saman sálinni og starffæri hennar,
og skýrir það með dæmum.
Þeir, sem hyggja dauðann vera endi alls fyrir oss og
takmarka sig við efnisheiminn, hugsa lágt og smátt um
örlög og framtíðarhorfur mannkynsins, jafnvel þótt þá
kunni að dreyma um einhverja jarðneska gullöld. Þá
væri lífið meiningar- og tilgangslaust, — öll vor trú, von
og kærleikur slcapaðist þá aðeins til að verða að engu,
hverfa í tilvistarleysið eins og sungið lag. En sannleikur-