Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 11
M 0 R GU N N
5
Bergljótar. Stjórnandinn segir, að hann hafi ekki verið
heima, þegar hún hafi andast. Hann hafi verið langt burtu
á ferðalagi og verið að flytja fyrirlestra.
Eg spyr, hvort hann muni eftir nokkuru atviki í því
ferðalagi.
Hann man eftir slysi. Hann datt ofan af einhverju.
Stjórnandinn segir, að hann sýni hest. Hann hafi dottið
af hestbaki. Hesturinn hafi dottið, og hann hafi dottið
fram af hestinum. Ég hafi verið með honum. En ég hafi
ekkert meitt mig. Hann hafi verið veikur eftir þessa byltu,
haft þrautir í höfðinu.
[Alt er þetta nákvæmlega rétt].
Eg spyr enn, hvort hann geti gert nokkura frekari
grein fyrir sér.
Stjórnandinn segir, að hann hafi talað mikið við mig
um spíritismann. Hann hafi líka rætt við mig um myndun
„þessa félags" (félagið ekki nefnt). Honum hafi fundist
ég leggja nokkuð mikið fram til „þessa málefnis“ (mál-
efnið ekki nefnt).
[Ef vér gerum ráð fyrir, að „félagið" sé Sálarrann-
sóknafélag Islands og „málefnið" sé sálarrannsóknirnar,
sem virðist liggja beint við, þá er þetta rétt. Við töluðum
mikið um myndun félagsins, áður en ])að var stofnað. Og
á síðasta stjórnarnefndarfundi félagsins, sem haldinn var
á undan andláti síra H. N., hafði hann orð á því, að fram-
lög mín til málsins væru mikil].
Stjórnandinn segir, að hann minnist á tilraunafundi,
sem haldnir séu heima hjá mér, og honum getist vel að
miðlinum, sem sé karlmaður.
[Um það leyti, sem síra H. N. andaðist, höfðu til-
raunafundir verið stöðugt heima hjá mér um nokkuð
langt skeið, og miðillinn var karlmaður].
Nú var eins og stjórnandinn kæmist í vandræði. —
Maðurinn, sem sé að gera vart við sig, hafi verið kennari,
en — þessi maður hljóti að hafa verið prestur. Henni finst
ólíklegt, að hann hafi verið hvorttveggja. Hann sýni sig