Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 43
MORGUNN
37
inn er sá, að vér erum ódauðlegar verur, sem eigum fram
undan oss dýrlega braut lífs og þroslca. Og sama má
segja um mannkynið sem heild hér á jörðu. Maðurinn er
nýlega orðinn maður, og siðleysi ríkir enn á mörgum
sviðum, — mennirnir meta hlutina ranglega og bítast
og berjast sem grimmir hundar. En jörðin á eftir að
verða í sannleika himneskur hnöttur, og himnaríki, guðs-
ríki á eftir að koma hér á jörðu.
Mannkynið á í stöðugri leit að æðri og fullkomnari
tilveru, — því skjátlast oft, og það fer vilt vegar. En í
þessari leit erum vér studdir af æðra valdi, af himneskum
hersveitum, samverkamönnum vorum hinumegin við
tjaldið. Hvorugir mega án annarra vera, hvorirtveggja
hafa sitt mikla hlutverk að vinna.
„Jörðin er dásamleg og fögur. Jarðlífið er auðsjá-
anlega feikilega mikils virði í fyrirætlun tilverunnar.
Eitt sinn munu hugsjónir vorar rætast, einhverntíma
mun mannkynið nálgast þá möguleika, sem vér erum nú
farnir að sjá, að það getur náð. Því að mannkynið hefir
þegar átt Plató, Shakespeare og.Newton, eins og fjalla-
tinda, sem roðna fyrir rísandi sólu á undan dölunum og
sléttunum; og þegar hversdagsmaðurinn hefir náð slíkri
hæð, — hverjir munu þá tindarnir verða?“ —
Þetta er nú útdráttur úr bók Sir Olivers. Ég hygg
ekki, að neinum, sem þekkingu hefir á sögu spíritismans
og sálrænna rannsókna, geti blandast hugur um það, hve
aðstaðan í þessum efnum er orðin breytt frá því, sem
aður var. Að vísu hafa jafnan, síðan að andahyggja nú-
tímans kom fyrst fram, verið til vísindamenn og heim-
spekingar, sem viðurkent hafa réttmæti hennar og gildi,
t. d. Crookes, Wallace, Lombroso, du Prel og um fram
alt Myers, Hodgson og Hyslop, svo að nefndir séu nokkr-
ir, en allur andinn í almenningi, jafnvel almenningi vís-
indamanna, er annar nú, en áður var, a. m. k. á Englandi
og raunar þótt víðar sé leitað. Og jafnvel þeir vísinda-
nienn, sem eru að burðast með aðrar skýringar á dular-