Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 36
30
MORGUNN
hann var þar ekki, og ekkjan kvaðst hafa gefið elzta
syni sínum frakkann, en hann bjó 20 enskar mílur í
burtu. Mánudaginn 6. júlí fór sonurinn, sem dreymt hafði
drauminn, til bróður síns og fann frakkann, og þar var
saumað innan í vasann lítið blað; á því voru þessi orð,
rituð með hendi föður hans: „Lesið 27. kapítulann í 1.
Mósebók í gömlu biblíunni hans pabba míns“. Nú var
sonurinn orðinn svo viss um, að eitthvað merkilegt væri
á seyði, að hann vildi ekki fara heim til móður sinnar
að athuga biblíuna án þess að hafa með sjer vitni; hann
fékk því einn nágranna sinn, Th. Blackwelder, til að
fara með sér, og dóttir hans og dóttir Blackwelders voru
einnig viðstaddar. Þau leituðu lengi, áður en þau fundu
biblíuna; loks fanst hún í skrifborðsskúffu uppi á lofti.
Bókin var svo lasin, að hún datt í þrjá parta. Black-
welder tók upp fyrsta partinn og fletti, unz hann kom
að 27. kapítulanum í 1. Mósebók. Þar voru tvö blöð
brotin saman, svo að það myndaðist hólkur, og í þeim
hólk fann Blackwelder arfleiðsluskrána, þ. e. a. s. skjal,
dagsett 16. jan. 1919, þar sem James L. Chaffin ákvað,
að eigur sínar skyldu skiftast jafnt á milli fjögra sona
sinna og þeir allir sjá um móður sína. Þessa ákvörðun
kvaðst hann hafa tekið, eftir að hann hafði lesið 27. kap.
í 1. Mósebók, þar sem sagt er frá því, er Jakob vélar
frumburðarréttinn frá Esaú bróður sínum. Skjalið var
óvottfest, en ritað með hendi arfleiðanda, og samkvæmt
lögum fylkisins var það nægilegt, til þess að arfleiðslu-
skráin væri gild. — Því næst var hún lögð fram fyrir
rétt sem síðasta arfleiðsluskrá James L. Chaffins, því
að upprunalegi erfinginn var dáinn, en ekkja hans og
sonur vildu vefengja skrána. Málið fór þannig, að úr
varð samkomulag, áður en til dóms kæmi, því að í mat-
málshléi í réttinum var ekkjunni og syni hennar sýnd
arfleiðsluskráin, og virðast þau þá hafa viðurkent, að
hún væri gild, eða að minsta kosti tóku þau aftur ve-
fengingu sína, enda voru 10 vitni reiðubúin að sverja.