Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 51
M 0 E G U N N
45
mjög einkennilegt er þaS, að garðurinn er að nokkuru
leyti sýndur eins og hann var áður en hjónin tóku við
honum, að nokkuru leyti eins og hann var hjá þeim, og
að nokkuru leyti eins og þau höfðu hugsað sér að breyta
honum. En einkennin á garðinum voru svo glögg, að
ekki varð um vilst. Því vandlegar sem garðurinn var
skoðaður, því greinilegar kom þetta í Ijós.
Ennfremur er sagt frá fundi hjá Damaris, þar sem
aftur kemur lýsing af Mrs. White, og alt er það rétt,
sem sagt er.
Það er einkennilegt og eftirtektarvert, að á engum
þessara Damaris-funda verður beint vart við Mr. White
sjálfan, þó að þar komi að öðru leyti fram svo mikil
vitneskja, sem enginn viðstaddur hefir minstu hugmynd
um. Aragrúi af atriðum, sem standa í sambandi við
þennan framliðna mann, eru sýnd. Eg get ekki með þessu
örlitla yfirliti gefið ykkur neina hugmynd um, hve vel
þessar sýningar hafa tekist, hve margbrotnar þær eru,
hve nákvæmar þær margar eru, og hve réttar þær eru
flestar. En sjálfan sig virðist Mr. White ekki hafa getað
sýnt, né komið neinu fram, sem eingöngu á við hann
sjálfan, nema ef það á að teljast, að nafnið White er
nefnt eitthvað tvisvar sinnum.
En af öllum þeim tilraunafundum, sem haldnir voru
til þess að gera Mr. White kost á að gera vart við sig,
og allir báru einhvern árangur, eru óneitanlega tilraun-
irnar hjá Mrs. Leonard mest sannfærandi, enda er sú
kona víst nú frægastur endurminningasannana-miðill
veraldarinnar. Fyrsti fundurinn þótti óvenjulega lélegur,
eftir því sem gerist hjá þeim miðli. Eftir á fékst vitneskja
um það, að miðillinn var með áhyggjum, þegar þessi
fundur var haldinn, og líklegt er talið, að af því hafi
það stafað, að fundurinn varð ekki betri.
Miss Walker fékk þennan fund hjá Mrs. Leonard í
því skyni að ná sambandi við White fyrir ekkju hans.