Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 131
MORGUNN
121
Nugent, að hann skyldi koma með sér til Crewe og reyna
að láta ná af sér mynd hjá Hope. Og það tókst ágætlega.
Miller þekti tafarlaust, að myndin var af syni hans, er
hann leit á myndaplötuna, þegar myndin hafði verið
framkölluð. Framliðinn Kínverji, sem nefnir sig Sing,
og- mikið er riðinn við tilraunirnar hjá Nugent, tjáði sig
hafa hjálpað hermanninum til þess að fá þessa mynd af
sér. Um það sagði hann meðal annars: „Þar voru margir
komnir og vildu láta taka mynd af sér. Eg sagði þeim
að fara út. Þeir vildu ekki fara. Eg varð að byrsta mig.
Eg sagði: Guð blessi ykkur alla, en farið þið allir
út“. Sé þetta tekið trúanlegt — og engin sérstök ástæða
virðist til að véfengja það — þá fer að verða skiljanlegt,
hve oft koma á plötuna alt aðrar myndir en þær, sem
búist er við. Ekki er sjálfsagt, að allir séu jafn röskir
að reka út eins og þessi Kínverji.
Ekki er eingöngu sannanir í þessari bók,
-Hugmynda- heldur jafnframt ýmiskonar fræðsla,
sem lýtur að öðrum heimi. Hún er auð-
vitað ekki sannanleg, en hún er sennileg og skynsamleg.
Og ávalt er ástæða til að gefa gaum að því, sem
kemur frá góðum sannanamiðlum um annað líf. Ef
unt reynist að koma gegnum þá áreiðanlegum atrið-
um um þennan heim, atriðum, sem þeir geta enga hug-
mynd haft um, þá er ekki óskynsamlegt að ætla, að fram-
liðnir menn geti komið fram, með þeim miðlum sem verk-
færum, einhverju réttu um þann heim, sem þeir búa
sjálfir í. Hér skal að eins á það bent, sem sagt er um
sálrænar myndir — ,,að ,andamyndir‘ sé ekki rétta orð-
ið, heldur ,hugmyndamyndir‘. „Það, sem kemur fram á
ljósmyndaplötunni, er sú mynd, sem veran býr til í huga
sínum, af jarðneskum líkama sínum. Þegar nú myndin
verður ekki nákvæmlega lík því, sem útlit jarðneska
líkamans var, þá er það að kenna ófullkominni hugmynd
um hvernig útlit hans var. Eg vissi ekki að hægt væri að
taka slíkar myndir fyr en í kvöld. Eg skal nú taka vel