Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 97
MOEGUNN
87
Höfundur segir enn frá fjórum tilfellum þar sem
Paganini virtist gefa sig mjög skýrt til kynna í gegn
um trance-miðla.
I fyrsta sinn var það í gegn um miðilinn Arthur
Ford, á þann hátt að stjórnarandi miðilsins talaði í gegn
um hann og bar skilaboð frá ítölskum anda, sem hann
lýsti á þann hátt, að það átti við hið einkennilega sköpu-
lag Paganini. Var sagt að þessi andi vildi gefa v. Reuter
nokkrar ráðleggingar. Var ein, sú að hann skyldi ekki
leika lög eftir Bach í New-York, ]>ví að menn hefðu þar
engan smekk fyrir ]>ann höfund. Sagði andinn að v.
Reuter hefði ekki æft sig nóg þennan dag (sem v. Reuter
kannaðist við að væri alveg rétt) og kvaðst andinn
mundu vilja fara með honum yfir lögin, sem hann ætlaði
að leika á tónleiknum. V. Reuter var þá ekki ljóst,
hvernig slíkt mætti verða. Hann spurði nú andann um
hvað hann segði um það að einn fiðlukennari í Berlin
þættist hafa fundið það upp, hvernig Paganini hefði
haldið á fiðlunni. Kvað andinn það tóma vitleysu og
vísaði á málverk af sér í Flórenz, sem sýndi ])að rétt,
hvernig hann hefði haldið á fiðlunni. Er ]>að rétt, að
slíkt málverk er þar á málverkasafni.
1 annað sinn var miðillinn öldruð skozk al]>ýðukona.
Var í gegn um hana lýst þessum háa granna manni,
sem væri mjög þunnleitur með langt svart hrokkið hár.
Hann sýndist leika á tvö hljóðfæri til skiftis, annað
stryki hann með boga en hitt hefði hann á hnjám sér
°g slægi strengina með fingrunum. Nú er það fáum kunn-
ugt, að Paganini lék einnig mjög vel á gítar!
Þriðji trance-miðillinn var Mrs. Sanders í New-
York. Eftir að hún hafði í miðilsástandinu farið með
tómt rugl í svo sem hálftíma, kallaði hún alt í einu upp,
að hér væri kominn maður, sem segðist hafa dáið í borg-
inni Nizza á Frakklandi og fyrst verið grafinn þar. Seinna
hefði ættingi hans látið grafa hann upp og flytja til
Ítalíu. Nafn ])essa ættingja gat hún ekki sagt, nema að