Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 39
MORGUNN
33
Eftir að þau hjónin voru flutt, fóru þau einu sinni
að athuga eftirlátna pappíra Raymonds og fundu þá
lýsingu skygnu konunnar á húsinu frá því 7 árum áður.
Lýsingin átti ekki við neitt af þeim húsum öðrum, sem
þau höfðu skoðað, en nú sáu þau, að hún átti við Nor-
manton House. Það er langt frá járnbrautarstöð (um 9
enskar mílur). Áin Avon rennur þar skamt frá, og kvísl
af henni liggur upp að aldingarðinum. Það eru eikar-
þiljur í sumum herbergjunum og eikarhlerar fyrir glugg-
um. Þegar gengið er inn úr forstofunni í næsta herbergi,
eru þrjú þrep niður, en slíkt er óvanalegt, og víðar í
húsinu eru þrep, svo að gestur einn sagði sjálfkrafa við
Sir Oliver, að alt húsið virtist vera eintóm þrep upp og
ofan. En einkennilegust er útidyrahurðin; það er gömul
kirkjuhurð sérkennileg, mjög þykk. Sir Oliver spurðist
fyrir um hana og fékk að vita, að þegar verið var að
laga húsið, áður en kom til mála, að hann leigði það,
hafði verið bygð ytri forstofa eða skúr úr steini, en lafði
Glenconner hafði virzt of skjóllítið að hafa þar enga
hurð og hafði sagt við smiðinn, að hún vissi af gamalli
hurð, sem mætti nota sem útidyrahurð. Sú hurð var í
útihúsi á Wilsford Manor og hafði sennilega veríð látin
þar, þegar fyrri eigandi herragarðsins lét hressa við
kirkjuna. En það var ekki farið að nota hana aftur sem
hurð fyr en 1919, þ. e. a. s. sex árum eftir forspána 1913.
í*á (1913) var ytri forstofan alls ekki til, og Glenconners-
hjónin áttu þá ekki húsið; þau keyptu eignina í septem-
ber 1915, og þau vissu ekkert um forspána, þegar hús-
inu var breytt. — Engin tvö herbergi í húsinu eru eins.
Sumarskýli úr gleri að ofan er framan við húsið, með
borðum og stólum, en það lét Sir Oliver byggja, án þess
Þó að muna eftir forspánni. Húsið var lágt, áður en þakið
var hækkað. Húsið stendur ekki á hæð, en er í nánd við
lágar hæða-öldur eða ása; þetta er það eina í lýsingunni,
sem segja mætti að væri rangt.
Sir Oliver kemur ekki með neina skýringu á for-
3