Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 76
66
MORGUNN
myndamiðlarnir svíki hvervetna þess, er kostur sé. Satt
að segja hefir mér ekki virzt t. d. William Hope bera þess
mikil merki, að hann sé loddari. Og varla er frú Deane
heldur líkleg til þess eftir útliti hennar að dæma eða lífs-
stöðu. Hún er roskin kona, sem lengstum æfi sinnar hefir
haft ofan af fyrir sér með þvottum. En það er rétt að
gera ráð fyrir þeim möguleika, að allir ljósmyndamiðlar
kunni að pretta, ef þess er nokkur kostur, og jafnvel, að
þeir sé slíkir undramenn, að þeir fái blekt alla, hversu
glöggir og vanir rannsóknamenn sem þeir sé, og hver
sem skilyrðin sé, þegar myndatakan fer fram. En þó hafa
fjölmargar myndir fengist, sem ekki verða með nokkru
móti eignaðar brögðum af hálfu myndamiðilsins.
Það hefir oft borið við og ber við svo að segja dag-
lega, að til myndamiðla lcoma menn án þess að gera
boð á undan sér og án þess að miðillinn hafi hugmynd um
það, hverir þeir voru fyr en eftir að myndin er tekin. Samt
sem áður hafa margir slíkir menn fengið myndir af látn-
um mönnum, þar sem ekki hefir verið um að villast. Og
jafnvel þótt miðill hafi fengið að vita nafn þess, sem til
hans hefir komið, þá skýrir það ekki það, er slíkir menn
hafa fengið óvefengjanlega mynd af látnum mönnum,
sem miðillinn gat með engu móti haft hugmynd um,
eða hvernig þeir hafa litið út hér á jörðu. Nokkur slík
dæmi skal hér nefna.
a. Maður heitir Ruthven Macdonald, frá Toronto í
Kanada, nafnfrægur söngmaður. Einu sinni söng hann
hjá spiritista félagi einu í Skotlandi. Hann segist hafa
talið öll fyrirbrigði þau, sem spiritistar lýsa, svik og
hégóma. Sér til skemtunar hugðist hann þó að kynna sér
þau efni nokkuð, meðan hann dveldist með þeim. Fór
hann því til ljósmyndamiðils eins, sem var honum með
öllu ókunnur. Þegar myndatökumaðurinn hafði framkall-
að myndina, biður hann Macdonald að sitja fyrir aftur,
því að myndin, sem hann hafi fengið, sé ófullnægjandi.
Macdonald segist hafa beðið hann að sýna sér plötuna