Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 16
10
M 0 li G U N N
Fundurinn með Mrs. Annie Johnson
að 5 Tavistock Sq., Marylebone Spiritualist Association,
12. sept. 1928.
Af þessum miðli er mjög mikið látið sem sannana-
miðli. En þessi fundur var ruglingslegur og miklu minna
á honum að græða en undangengnum fundum. Ekki er
ólíklegt, að það hafi eitthvað stafað af því, að konan
hafði verið mikið veik skömmu áður, og heilsan var ekki
komin í samt lag. Líklegast hefði hún alls ekki átt að
halda fund þessa dagana. Samt voru sum atriðin eftir-
tektarverð, þau er komu fram á fundinum.
1 byrjun fundarins kom stjórnandinn með nokkuð
af nöfnum, sem ég gat ekki sett í samband við neitt,
sem ég kannaðist við. Og innan um þá nafnaþvælu kom
lýsing á karlmanni, sem vel gat átt við síra Harald. Það
var líkast því, sem margir væru að flykkjast að, en kraft-
urinn ekki í svo góðu lagi, að neinn fengi notið sín.
Þá virtist svo, sem dr. Geley, franski rannsóknarmað-
urinn, sem fórst í flugslysi á leiðinni frá Varsjá til París-
ar, næði einhverju valdi á þessu. Hann var sagður vera að
tala um ])ýska rannsóknarmanninn dr. Schrenck-Notzing.
Og svo væri þar kominn maður, sem hefði verið í and-
legri samvinnu við mig og þekt þá báða, dr. Geley og dr.
Schrenck-Notzing. Þetta átti við síra Harald og engan
annan, sem ég hefi verið í neinni samvinnu við.
Þá er næst sagt frá konu í andaheiminum, að hún
þekki Guðnýju og virðist hafa látið eftir sig börn. Þar
sem þetta kom þegar eftir ummælin um manninn, sem
verið hefði í samvinnu við mig og þekt doktorana, þá
virðist mér ekki óskynsamlega til getið, að það hafi átt
við frú Rergljótu, fyrri konu síra Haralds. Frændkona
síra Haralds, Sigríður Guðný, veitti forstöðu heimili
hans og annaðist börn þeirra eftir andlát frúarinnar.
Nafnið Guðný var nefnt nákvæmlega eins og við Islend-
ingar berum það fram, eins og stjórnandinn hefði það
upp eftir íslenzkum manni.