Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 68
60
M () R G U N N
er starði út úr einu horninu á myndinni“, eins og blaða-
maðurinn orðaði það. Mumler sagði honum, að myndin
ætti að vera af látnum tengdaföður hans, en honum þótti
hún ekki líkjast þeim manni. f máli þessu bar fjöldi
manna vitni, þar á meðal æfðir ljósmyndarar, sem rann-
sakað höfðu alla aðferð Mumlers, og ýmsir nafnkunnir
menn í Boston, sem sögðust hafa fengið myndir, sem
þeir töldu vera af látnum ættingjum sínum eða vinum.
Málalok urðu þau, að Mumler var alsýknaður af svika-
ákærunni. Svo rík þóttu gögn þau, sem komu fram hon-
um til styrktar. Þetta var þó fyrir 60 árum, eða vel það,
og má því nærri geta, að maðurinn muni ekki hafa haft
almenningsálitið með sér. Nú, eftir 60 ár, telur víst al-
menningsálitið, að svonefndir „anda-ljósmyndarar“ hljóti
að vera svikarar, eftir allar þær rannsóknir og tilraunir,
sem síðan hafa þó verið gerðar um þetta og önnur svo-
kölluð dulræn efni. En dómarinn í máli Mumlers hlýtur
að hafa litið svo á, að möguleiki væri á því að fá slíkar
aukamyndir á ljósmyndaplötur prettalaust.
Annar maður, dr. Child að nafni, rannsakaði Mumler
síðar. Dr. Child gerði beinlínis tilraunir til þess að búa
til ,,andamyndir“ eða aukamyndir á ljósmyndaplötur, í
viðbót við mynd af þeim er sátu fyrir, með öllum þeim
brögðum, sem þá þektust. Fór hann svo til Mumlers, og
gekkst hann undir öll þau skilyrði, sem dr. Child setti
til þess að fyrirgirða pretti af Mumlers hendi. Viðhafði
dr. Child allar ]>ær varúðarreglur, er hann taldi nauð-
synlegar. En þó kom aukamynd eða myndir á hverja
plötu, og kvaðst dr. Child ekki þekkja neinn mannlegan
eða náttúrlegan kraft, sem myndirnar gæti stafað frá.
Bar dr. Child að sjálfsögðu saman myndirnar, sem hann
hafði fengið með tilraununum hjá Mumler, og „anda-
myndirnar", sem hann hafði látið gera á sínar plötur, og
telur hann mjög greinilegan mun á þeim og myndunum
hjá Mumler.
Fyrsti Ijósmyndamiðill á Englandi, sem sögur fara